Telur kærunefnd sitja báðum megin borðs Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 06:00 Kheira og Riad, níu ára sonur hennar, segja aðstæður hælisleitenda í Frakklandi vera skelfilegar. vísir/vilhelm Lögmaður hælisleitanda gagnrýnir að Kærunefnd útlendingamála skuli sjálf skera úr um áfrýjun mála sem hún hefur haft áður til umfjöllunar. Umbjóðandi Katrínar Theódórsdóttur, Kheira, og níu ára sonur hennar, komu frá Alsír með viðkomu í Frakklandi. Þau sóttu um hæli á Íslandi en voru send til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Mæðginin gengu um götur Parísar í viku og fengu ekki húsnæði eða aðstoð. „Lögreglan tók á móti okkur og sagði að til þess að fá aðstoð þyrftum við að finna okkur húsnæði. Ég fékk hvergi inni. Við sváfum á götunni og gengum um. Barnið grét af þreytu og ótta,“ segir Kheira. Kheira ákvað þá að sækja um hæli á Íslandi aftur. En samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála átti að senda þau til Frakklands á ný. Kheira ákvað þá að fara með málið fyrir dómstóla, sótti um flýtimeðferð og lagði inn beiðni um frestun réttaráhrifa. Það þýðir að fá að vera á landinu á meðan mál hennar er rekið fyrir dómi. „Beiðnin fór fyrir Kærunefndina, sömu nefnd og hafði staðfest synjun Útlendingastofnunar,“ segir Katrín. „Í fyrsta lagi er óeðlilegt að nefndin skuli taka sama málið tvisvar fyrir. Í öðru lagi finnst mér fráleitt að aðila sé ekki gefinn kostur á að gæta sinna hagsmuna fyrir dómi.“ Katrín bendir á að í hælismálum sé trúverðugleiki umsækjenda meðal helstu sönnunargagna í málsmeðferð. „Gerir nefndin ráð fyrir að fólk sé svo fjáð að það geti ferðast milli landa til að mæta fyrir rétti? Þessi málsmeðferð byggir á framburði hennar um aðstæður í Frakklandi, en það er vitað að móttaka hælisleitenda þar er fyrir neðan allar hellur og hér er um barn að ræða.“ Katrín bætir við að einnig sé gagnrýnivert að mál Kheiru sé ekki einu sinni tekið til umfjöllunar þar sem hún hafi reynt að fara til upprunalandsins en hrakist þaðan aftur. „Heimild er fyrir slíku í Dyflinnarreglugerðinni og aðrar þjóðir hafa gert undanþágur, en aldrei Ísland.“Úr reglugerðinni Schengen-samkomulagið gekk í gildi 25. mars 2001. Þá var Dyflinnarsamningurinn (sem nú kallast Dyflinnarreglugerðin) sem kveður á um hvaða ríki beri að taka við afgreiðslu umsóknar um hæli. Rauði krossinn lýsir reglugerðinni þannig að þótt umsækjandi sæki um hæli á Íslandi geti komið í ljós að annað ríki beri ábyrgð á umsókninni og hann verði sendur til þess ríkis þar sem umsókn hans verður tekin til umfjöllunar. Reglugerðin skyldi þó ekki ríki til að senda hælisleitendur, sem eiga eða hafa átt umsókn í öðru aðildarríki reglugerðarinnar, til baka heldur er ríkjum heimilt að taka slíka hælisumsókn til efnislegrar meðferðar í samræmi við mannúðarákvæði hennar. Flóttamenn Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Lögmaður hælisleitanda gagnrýnir að Kærunefnd útlendingamála skuli sjálf skera úr um áfrýjun mála sem hún hefur haft áður til umfjöllunar. Umbjóðandi Katrínar Theódórsdóttur, Kheira, og níu ára sonur hennar, komu frá Alsír með viðkomu í Frakklandi. Þau sóttu um hæli á Íslandi en voru send til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Mæðginin gengu um götur Parísar í viku og fengu ekki húsnæði eða aðstoð. „Lögreglan tók á móti okkur og sagði að til þess að fá aðstoð þyrftum við að finna okkur húsnæði. Ég fékk hvergi inni. Við sváfum á götunni og gengum um. Barnið grét af þreytu og ótta,“ segir Kheira. Kheira ákvað þá að sækja um hæli á Íslandi aftur. En samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála átti að senda þau til Frakklands á ný. Kheira ákvað þá að fara með málið fyrir dómstóla, sótti um flýtimeðferð og lagði inn beiðni um frestun réttaráhrifa. Það þýðir að fá að vera á landinu á meðan mál hennar er rekið fyrir dómi. „Beiðnin fór fyrir Kærunefndina, sömu nefnd og hafði staðfest synjun Útlendingastofnunar,“ segir Katrín. „Í fyrsta lagi er óeðlilegt að nefndin skuli taka sama málið tvisvar fyrir. Í öðru lagi finnst mér fráleitt að aðila sé ekki gefinn kostur á að gæta sinna hagsmuna fyrir dómi.“ Katrín bendir á að í hælismálum sé trúverðugleiki umsækjenda meðal helstu sönnunargagna í málsmeðferð. „Gerir nefndin ráð fyrir að fólk sé svo fjáð að það geti ferðast milli landa til að mæta fyrir rétti? Þessi málsmeðferð byggir á framburði hennar um aðstæður í Frakklandi, en það er vitað að móttaka hælisleitenda þar er fyrir neðan allar hellur og hér er um barn að ræða.“ Katrín bætir við að einnig sé gagnrýnivert að mál Kheiru sé ekki einu sinni tekið til umfjöllunar þar sem hún hafi reynt að fara til upprunalandsins en hrakist þaðan aftur. „Heimild er fyrir slíku í Dyflinnarreglugerðinni og aðrar þjóðir hafa gert undanþágur, en aldrei Ísland.“Úr reglugerðinni Schengen-samkomulagið gekk í gildi 25. mars 2001. Þá var Dyflinnarsamningurinn (sem nú kallast Dyflinnarreglugerðin) sem kveður á um hvaða ríki beri að taka við afgreiðslu umsóknar um hæli. Rauði krossinn lýsir reglugerðinni þannig að þótt umsækjandi sæki um hæli á Íslandi geti komið í ljós að annað ríki beri ábyrgð á umsókninni og hann verði sendur til þess ríkis þar sem umsókn hans verður tekin til umfjöllunar. Reglugerðin skyldi þó ekki ríki til að senda hælisleitendur, sem eiga eða hafa átt umsókn í öðru aðildarríki reglugerðarinnar, til baka heldur er ríkjum heimilt að taka slíka hælisumsókn til efnislegrar meðferðar í samræmi við mannúðarákvæði hennar.
Flóttamenn Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira