Erlent

Þvinga þing til evruumræðu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Meirihluti Finna er hlynntur notkun evru.
Meirihluti Finna er hlynntur notkun evru. NORDICPHOTOS/AFP

Finnska þingið mun á næsta ári ræða mögulega útgöngu úr myntsamstarfi Evrópusambandsins og hætta notkun evrunnar. Þó er búist við að niðurstaðan verði sú að Finnland haldi áfram að nota evruna.

Það voru ekki þingmenn sjálfir sem áttu upptökin að umræðunni. Samkvæmt finnskum lögum er hægt að þvinga þingið til að ræða ákveðið mál sé nægum fjölda undirskrifta safnað, það er 50 þúsundum.

Hagvöxtur í Finnlandi hefur verið lítill undanfarin ár og þess vegna telja sumir Finnar að ástandið yrði betra hefðu þeir eigin gjaldmiðil. Vaxtastýring yrði auðveldari auk þess sem hægt yrði að fella gengið. Finnskar vörur yrðu þá ódýrari á evrusvæðinu og það gæti örvað hagvöxt.
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru yfir 60 prósent Finna fylgjandi notkun evru, að því er segir á vef Jótlandspóstsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.