Þýsku og frönsku landsliðsmennirnir eyddu nóttinni saman á Stade de France Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2015 12:30 Leikmenn Þýskalands fyrir leikinn. Vísir/Getty Vináttulandsleikur Frakka og Þjóðverja lenti í miðju hryðjuverkaárásanna í París á föstudagskvöldið og Bild sagði frá því að leikmenn beggja lið hafi ekki yfirgefið Stade de France leikvanginn fyrr en morguninn eftir. Franska landsliðið er nú komið til Englands þar sem liðið mætir heimamönnum í vináttulandsleik á Wembley í kvöld. Sprengjur sprungu fyrir utan Stade de France leikvanginn á meðan leik Frakka og Þjóðverja stóð á föstudagskvöldið og franski forsetinn yfirgaf völlinn strax á eftir. Eftir leikinn var mikil geðshræring meðal áhorfenda þegar þeir fréttu að fleiri voðaverkum út um alla París og stór hluti þeirra þorði ekki að yfirgefa leikvanginn. Áhorfendurnir voru þó látnir yfirgefa leikvanginn á endanum. Þýsku landsliðsmennirnir voru hinsvegar strandaglópar á leikvanginum þar sem að það hafi komið sprengjuhótun inn á hótelið þeirra. Þjóðverjar ákváðu að taka enga áhættu með heimsmeistaraliðið sitt og því var niðurstaðan að þýsku leikmennirnir myndu gista þessa ógeðfelldu nótt á Stade de France. Um leið og leikmenn franska liðsins fréttu af aðstöðu þýsku leikmannanna þá ákváðu þeir að vera líka yfir nóttina á Stade de France í stað þess að fara til sín heima. Bild segir að 60 manns hafi verið samankomnir í einu herbergi og í boði hafi bara verið pulsur og samlokur. Oliver Bierhoff, liðsstjóri þýska landsliðsins, sagði í samtali við Bild að leikmennirnir hafi verið mjög hræddir. Þegar leið á kvöldið og nóttina bárust frekari fréttir af því hvað hafði gerst, bæði fyrir utan völlinn sem og á veitingastöðunum og í Bataclan-leikhúsinu. Enginn leikmannanna gat sofið og mikil sorg og hræðsla var meðal allra sem voru þessa nótt á Stade de France. Klukkan korter yfir tvö var það látið líta svo út að þýska landsliðið væri á leið í burt í litlum rútum en þær voru í raun tómar og fóru bara á hótel þýska liðsins til að sækja töskur þeirra. Leikmennirnir eyddu allri nóttinni á Stade de France og fóru ekki af stað fyrr en klukkan sjö morguninn eftir. Þýsku leikmennirnir spila í kvöld við Holland í vináttulandsleik í Hannover. Fótbolti Tengdar fréttir Enginn venjulegur vináttulandsleikur á Wembley í kvöld Roy Hodgson, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Frökkum á Wembley í kvöld að þar væri enginn venjulegur vináttulandsleikur á ferðinni. 17. nóvember 2015 10:00 Engin áform um að hætta við EM í Frakklandi í kjölfar hryðjuverkaárasanna Það eru engar áætlanir um að hætta við Evrópumótið 2016 í kjölfar hryðjuverkaárasanna sem gerðar voru á París á föstudagskvöldið. Þetta segir forseti mótsins, Jacques Lambert. 15. nóvember 2015 12:00 Voðaverkin í París koma í veg fyrir stórleik í Brussel Áætlaður vináttulandsleikur á milli Belga og Spánverja í kvöld hefur verið flautaður af vegna öryggisástæðna í kjölfarið af hryðjuverkunum í París síðastliðinn föstudag. 17. nóvember 2015 08:00 Henry: Allur heimurinn verður franskur á Wembley England og Frakkland mætast í vináttuleik á Wembley í Lundúnum aðeins fjórum dögum eftir voðaverkin í París. 17. nóvember 2015 12:00 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu svo ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Sjá meira
Vináttulandsleikur Frakka og Þjóðverja lenti í miðju hryðjuverkaárásanna í París á föstudagskvöldið og Bild sagði frá því að leikmenn beggja lið hafi ekki yfirgefið Stade de France leikvanginn fyrr en morguninn eftir. Franska landsliðið er nú komið til Englands þar sem liðið mætir heimamönnum í vináttulandsleik á Wembley í kvöld. Sprengjur sprungu fyrir utan Stade de France leikvanginn á meðan leik Frakka og Þjóðverja stóð á föstudagskvöldið og franski forsetinn yfirgaf völlinn strax á eftir. Eftir leikinn var mikil geðshræring meðal áhorfenda þegar þeir fréttu að fleiri voðaverkum út um alla París og stór hluti þeirra þorði ekki að yfirgefa leikvanginn. Áhorfendurnir voru þó látnir yfirgefa leikvanginn á endanum. Þýsku landsliðsmennirnir voru hinsvegar strandaglópar á leikvanginum þar sem að það hafi komið sprengjuhótun inn á hótelið þeirra. Þjóðverjar ákváðu að taka enga áhættu með heimsmeistaraliðið sitt og því var niðurstaðan að þýsku leikmennirnir myndu gista þessa ógeðfelldu nótt á Stade de France. Um leið og leikmenn franska liðsins fréttu af aðstöðu þýsku leikmannanna þá ákváðu þeir að vera líka yfir nóttina á Stade de France í stað þess að fara til sín heima. Bild segir að 60 manns hafi verið samankomnir í einu herbergi og í boði hafi bara verið pulsur og samlokur. Oliver Bierhoff, liðsstjóri þýska landsliðsins, sagði í samtali við Bild að leikmennirnir hafi verið mjög hræddir. Þegar leið á kvöldið og nóttina bárust frekari fréttir af því hvað hafði gerst, bæði fyrir utan völlinn sem og á veitingastöðunum og í Bataclan-leikhúsinu. Enginn leikmannanna gat sofið og mikil sorg og hræðsla var meðal allra sem voru þessa nótt á Stade de France. Klukkan korter yfir tvö var það látið líta svo út að þýska landsliðið væri á leið í burt í litlum rútum en þær voru í raun tómar og fóru bara á hótel þýska liðsins til að sækja töskur þeirra. Leikmennirnir eyddu allri nóttinni á Stade de France og fóru ekki af stað fyrr en klukkan sjö morguninn eftir. Þýsku leikmennirnir spila í kvöld við Holland í vináttulandsleik í Hannover.
Fótbolti Tengdar fréttir Enginn venjulegur vináttulandsleikur á Wembley í kvöld Roy Hodgson, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Frökkum á Wembley í kvöld að þar væri enginn venjulegur vináttulandsleikur á ferðinni. 17. nóvember 2015 10:00 Engin áform um að hætta við EM í Frakklandi í kjölfar hryðjuverkaárasanna Það eru engar áætlanir um að hætta við Evrópumótið 2016 í kjölfar hryðjuverkaárasanna sem gerðar voru á París á föstudagskvöldið. Þetta segir forseti mótsins, Jacques Lambert. 15. nóvember 2015 12:00 Voðaverkin í París koma í veg fyrir stórleik í Brussel Áætlaður vináttulandsleikur á milli Belga og Spánverja í kvöld hefur verið flautaður af vegna öryggisástæðna í kjölfarið af hryðjuverkunum í París síðastliðinn föstudag. 17. nóvember 2015 08:00 Henry: Allur heimurinn verður franskur á Wembley England og Frakkland mætast í vináttuleik á Wembley í Lundúnum aðeins fjórum dögum eftir voðaverkin í París. 17. nóvember 2015 12:00 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu svo ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Sjá meira
Enginn venjulegur vináttulandsleikur á Wembley í kvöld Roy Hodgson, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Frökkum á Wembley í kvöld að þar væri enginn venjulegur vináttulandsleikur á ferðinni. 17. nóvember 2015 10:00
Engin áform um að hætta við EM í Frakklandi í kjölfar hryðjuverkaárasanna Það eru engar áætlanir um að hætta við Evrópumótið 2016 í kjölfar hryðjuverkaárasanna sem gerðar voru á París á föstudagskvöldið. Þetta segir forseti mótsins, Jacques Lambert. 15. nóvember 2015 12:00
Voðaverkin í París koma í veg fyrir stórleik í Brussel Áætlaður vináttulandsleikur á milli Belga og Spánverja í kvöld hefur verið flautaður af vegna öryggisástæðna í kjölfarið af hryðjuverkunum í París síðastliðinn föstudag. 17. nóvember 2015 08:00
Henry: Allur heimurinn verður franskur á Wembley England og Frakkland mætast í vináttuleik á Wembley í Lundúnum aðeins fjórum dögum eftir voðaverkin í París. 17. nóvember 2015 12:00