Innlent

Bókaútgefendur syrgja ritstjóra

Jakob Bjarnar skrifar
Samtökin minnast sérstaklega þeirra Lolu Salines, 29 ára barnabókaritstjóra sem starfaði hjá Gründ og Ariane Theiller, 23 ára starfsmanns Rustica Hebdo útgáfunnar.
Samtökin minnast sérstaklega þeirra Lolu Salines, 29 ára barnabókaritstjóra sem starfaði hjá Gründ og Ariane Theiller, 23 ára starfsmanns Rustica Hebdo útgáfunnar.
Félag Evrópskra bókaútgefenda hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fjölskyldum, vinum og samstarfsfélögum fórnalamba árásanna í París er vottuð samúð.

Samtökin minnast sérstaklega þeirra Lolu Salines, 29 ára barnabókaritstjóra sem starfaði hjá Gründ og Ariane Theiller, 23 ára starfsmanns Rustica Hebdo útgáfunnar. Þær voru báðar staddar á rokktónleikunum á Bataclan tónleikastaðnum þegar árásin átti sér stað.

„Evrópsk útgáfustarfsemi er táknmynd frelsis og við munum halda áfram að gefa út bækur sem gleðja, græta, vekja til umhugsunar og upplýsa lesendur. Við munum aldrei gleyma þeim sem myrtir voru í árásinni. Minning þeirra mun hvetja okkur áfram til þess að skrifa, gefa út og lesa bækur í nafni frelsis.“  segir í tilkynningu félagsins sem fordæmir hryðjuverkaárásina.

Félag íslenskra bókaútgefenda, sem er aðili að samtökunum, tekur undir þessi orð, að sögn Bryndísar Loftsdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×