Enski boltinn

Spila franska þjóðsönginn fyrir alla leikina í ensku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Textinn við franska þjóðsönginn kom upp á töflu.
Textinn við franska þjóðsönginn kom upp á töflu. Vísir/Getty
Englendingar ætla að halda áfram að minnast þeirra sem féllu í hryðjuverkaárásinni í París og það mun verða sérstök minningarstund um helgina.

Franski þjóðsöngurinn verður spilaður fyrir alla leikina í ensku úrvalsdeildinni um komandi helgi sem verður fyrsta umferðin sem fer fram í ensku deildinni eftir voðaverkin í París.

Það var áhrifarík stund í gærkvöldi þegar allir áhorfendurnir tóku undir á troðfullum Wembley-leikvanginum þegar franski þjóðsöngurinn var spilaður fyrir vináttulandsleik Englendinga og Frakka.

„La Marseillaise" verður spilaður rétt fyrir leik á öllum tíu leikjum ensku úrvalsdeildarinnar á meðan allir leikmenn sem byrja leikinn munu stilla sér upp í kringum miðjuhringinn.

Á undan þjóðsöngnum mun eftirfarandi tilkynning lesin upp í hátalarakerfinu:

„We have all been moved by the tragic events in Paris, which claimed 129 lives and left hundreds more injured. Today, we take this moment to show our support and sympathy for the victims and their families and stand together with the people of France. Vive la France, vive la Liberté."

„Það snerti okkur öll að heyra af þessum hryllilegu atburðum í París sem tóku líf 129 manns og særðu hundraða til viðbótar. Í dag viljum við nota þess stund til að sýna okkar stuðning og samúð með fórnarlömbum og standa við bakið á íbúum Frakkland. Vive la France, vive la Liberté."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×