Varpa ljósi á fjölmörg kynferðisbrot lögregluþjóna Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2015 23:52 Líklegt þykir að fleirum hafi verið sagt upp vegna kynferðisbrota en vitað er um. Vísir/EPA Hundruðum lögregluþjóna í Bandaríkjunum hefur verið sagt upp störfum vegna kynferðisbrota. Líklega er talan þó mun hærri en gögn segja til um. AP fréttaveitan hefur undanfarið ár rannsakað ásakanir gegn lögregluþjónum og farið yfir fjölda dómsskjala og önnur gögn til að varpa ljósi á umfang kynferðisbrota lögreglujóna. Rannsóknin nær frá árinu 2009 til og með 2014. AP komst að því að lögregluþjónar hafa meðal annars verið reknir fyrir nauðgun, þvinguð munnmök, barnaníð, sifjaspell, kynferðislegt áreiti, tilraun til nauðgunar og vörslu barnakláms. Einn þriðji þeirra sem hafa verið reknir voru reknir vegna atvika sem sneru að börnum undir lögaldri.Líklega umfangsmeira en gögnin segja til um AP segir ljóst að lögreglumenn sem gerðust sekir um sambærileg brot sé fleiri í raun. Bæði New York fylki og Kalifornía höfðu engin gögn um brottrekstra lögreglumanna vegna brota í starfi. Þá voru ríki þar sem gögnin sögðu að enginn hefði verið rekinn vegna kynferðisbrota. Þó væri ljóst að það hefði gerst þegar farið var yfir dómsgögn og fréttir. Þá segir Bernadette DiPino, sem hefur rannsakað þennan vanda fyrir Samtök lögreglustjóra í Bandaríkjunum, að líklegast hafi slíkt brot átt sér stað í hverju einasta umdæmi í Bandaríkjunum. Hún segir að fólk sé hrætt við að stíga fram og saka lögreglumann um að hafa brotið af sér. Fólk óttist að afleiðingarnar gætu orðið þær að lögreglan snerist gegn sér. Þar að auki sögðu nokkrir lögmenn og jafnvel lögreglustjórar að málin væru kæfð svo lögreglan þyftu ekki að greiða bætur. Þess í stað sé lögreglumönnum sem hafi brotið af sér leyft að segja hljóðlátlega upp. Eftir það hafi þeir jafnvel sótt um í öðrum umdæmum og fengið þar vinnu. Árið 2007 voru rúmlega 70 lögreglustjórar komnir saman á fundi. Þá var þeirri spurningu varpað fram hvort að þeir hefðu þurft að bregðast við því að lögregluþjónn í umdæmum þeirra hafi verið ásakaður um kynferðisbrot. Nærri því allir réttu upp hönd.Braut gegn 13 konum AP fjallar vandlega um mál Daniel Holtzclaw sem á nú yfir höfði sér 36 ákærur fyrir brot gegn þrettán konum í umdæmi sínu. Yngsta konan sem hann braut gegn var sautján ára þegar hann er sagður hafa nauðgað henni fyrir utan heimili hennar. „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Hvað átti ég að gera? Hringja á lögregluna? Hann var lögreglan,“ er haft eftir henni. Flestar konurnar höfðu glímt við eiturlyfjafíkn og komist í kast við lögin í gegnum tíðina. Konur sem AP ræddi við segja margar hverjar að saga þeirra þeirra hafi verið notuð gegn þeim af lögregluþjónum sem brutu gegn þeim. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Hundruðum lögregluþjóna í Bandaríkjunum hefur verið sagt upp störfum vegna kynferðisbrota. Líklega er talan þó mun hærri en gögn segja til um. AP fréttaveitan hefur undanfarið ár rannsakað ásakanir gegn lögregluþjónum og farið yfir fjölda dómsskjala og önnur gögn til að varpa ljósi á umfang kynferðisbrota lögreglujóna. Rannsóknin nær frá árinu 2009 til og með 2014. AP komst að því að lögregluþjónar hafa meðal annars verið reknir fyrir nauðgun, þvinguð munnmök, barnaníð, sifjaspell, kynferðislegt áreiti, tilraun til nauðgunar og vörslu barnakláms. Einn þriðji þeirra sem hafa verið reknir voru reknir vegna atvika sem sneru að börnum undir lögaldri.Líklega umfangsmeira en gögnin segja til um AP segir ljóst að lögreglumenn sem gerðust sekir um sambærileg brot sé fleiri í raun. Bæði New York fylki og Kalifornía höfðu engin gögn um brottrekstra lögreglumanna vegna brota í starfi. Þá voru ríki þar sem gögnin sögðu að enginn hefði verið rekinn vegna kynferðisbrota. Þó væri ljóst að það hefði gerst þegar farið var yfir dómsgögn og fréttir. Þá segir Bernadette DiPino, sem hefur rannsakað þennan vanda fyrir Samtök lögreglustjóra í Bandaríkjunum, að líklegast hafi slíkt brot átt sér stað í hverju einasta umdæmi í Bandaríkjunum. Hún segir að fólk sé hrætt við að stíga fram og saka lögreglumann um að hafa brotið af sér. Fólk óttist að afleiðingarnar gætu orðið þær að lögreglan snerist gegn sér. Þar að auki sögðu nokkrir lögmenn og jafnvel lögreglustjórar að málin væru kæfð svo lögreglan þyftu ekki að greiða bætur. Þess í stað sé lögreglumönnum sem hafi brotið af sér leyft að segja hljóðlátlega upp. Eftir það hafi þeir jafnvel sótt um í öðrum umdæmum og fengið þar vinnu. Árið 2007 voru rúmlega 70 lögreglustjórar komnir saman á fundi. Þá var þeirri spurningu varpað fram hvort að þeir hefðu þurft að bregðast við því að lögregluþjónn í umdæmum þeirra hafi verið ásakaður um kynferðisbrot. Nærri því allir réttu upp hönd.Braut gegn 13 konum AP fjallar vandlega um mál Daniel Holtzclaw sem á nú yfir höfði sér 36 ákærur fyrir brot gegn þrettán konum í umdæmi sínu. Yngsta konan sem hann braut gegn var sautján ára þegar hann er sagður hafa nauðgað henni fyrir utan heimili hennar. „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Hvað átti ég að gera? Hringja á lögregluna? Hann var lögreglan,“ er haft eftir henni. Flestar konurnar höfðu glímt við eiturlyfjafíkn og komist í kast við lögin í gegnum tíðina. Konur sem AP ræddi við segja margar hverjar að saga þeirra þeirra hafi verið notuð gegn þeim af lögregluþjónum sem brutu gegn þeim.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila