Rooney endaði 404 mínútna bið og tryggði United sigur | Sjáið sigurmarkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2015 13:04 Wayne Rooney fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, var hetja liðsins á Old Trafford í kvöld og sá sem endaði 404 mínútna bið United-liðsins eftir marki Rooney skoraði eina markið í 1-0 sigri á CSKA Moskvu en það kom ekki fyrr en þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum. Manchester United var búið að gera þrjú markalaus jafntefli í röð en tókst loksins að skora og fagna sigri. Sigurinn skilar Manchester United í efsta sæti riðilsins með sjö stig en næstu lið, PSV Eindhoven og Wolfsburg eru með sex stig hvort. Það var ekki það að leikmenn Manchester United hafi ekki reynt að sækja í fyrri hálfleiknum heldur frekar það að það var ekkert bit í sóknarlotum liðsins. Wayne Rooney fékk reyndar fyrsta færi leiksins strax á 3. mínútu en skot hans fór rétt framhjá markinu. Jesse Lingard og Marcos Rojo fengu bestu færi liðsins í fyrri hálfleiknum, Lingard skaut yfir markið á 32. mínútu og Marcos Rojo hitti ekki markið fjórum mínútum síðar. Manchester United var miklu meira með boltann og reyndi að brjóta vörn Rússanna á bak aftur en það gekk ekki vel. Louis Van Gaal sendi Marouane Fellaini inná en tók þá jafnfram Anthony Martial af velli. Það var alltof dæmigerð skipting fyrir Hollendinginn sem verður seint sakaður um að taka of mikla áhættu með United-liðið. Wayne Rooney fékk mjö gott færi skömmu síðar en var alltoft lengi að athafna sig í teignum og ekkert varð úr þessu hjá honum. Michael Carrick var nálægt því að hitta markið úr langskoti stuttu síðar en fast skot hans fór framhjá. Seydou Doumbia fékk tvö frábær færi með sekúndu millibili en fyrst varði David de Gea og svo bjargaði Chris Smalling þegar Doumbia fékk frákastið. United-menn sluppu með skrekkinn og fóru síðan yfir og gerðu eitthvað í sínum málum. Markið langþráða kom nefnilega á 79. mínútu þegar Wayne Roonet skallaði boltann í markið eftir frábæra sendingu frá Jesse Lingard og undirbúning Michael Carrick. Eftir 404 markalausar mínútur tókst United-liðinu loksins að skora og það mark dugði liðinu til sigurs.Sigurmark Wayne Rooney Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, var hetja liðsins á Old Trafford í kvöld og sá sem endaði 404 mínútna bið United-liðsins eftir marki Rooney skoraði eina markið í 1-0 sigri á CSKA Moskvu en það kom ekki fyrr en þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum. Manchester United var búið að gera þrjú markalaus jafntefli í röð en tókst loksins að skora og fagna sigri. Sigurinn skilar Manchester United í efsta sæti riðilsins með sjö stig en næstu lið, PSV Eindhoven og Wolfsburg eru með sex stig hvort. Það var ekki það að leikmenn Manchester United hafi ekki reynt að sækja í fyrri hálfleiknum heldur frekar það að það var ekkert bit í sóknarlotum liðsins. Wayne Rooney fékk reyndar fyrsta færi leiksins strax á 3. mínútu en skot hans fór rétt framhjá markinu. Jesse Lingard og Marcos Rojo fengu bestu færi liðsins í fyrri hálfleiknum, Lingard skaut yfir markið á 32. mínútu og Marcos Rojo hitti ekki markið fjórum mínútum síðar. Manchester United var miklu meira með boltann og reyndi að brjóta vörn Rússanna á bak aftur en það gekk ekki vel. Louis Van Gaal sendi Marouane Fellaini inná en tók þá jafnfram Anthony Martial af velli. Það var alltof dæmigerð skipting fyrir Hollendinginn sem verður seint sakaður um að taka of mikla áhættu með United-liðið. Wayne Rooney fékk mjö gott færi skömmu síðar en var alltoft lengi að athafna sig í teignum og ekkert varð úr þessu hjá honum. Michael Carrick var nálægt því að hitta markið úr langskoti stuttu síðar en fast skot hans fór framhjá. Seydou Doumbia fékk tvö frábær færi með sekúndu millibili en fyrst varði David de Gea og svo bjargaði Chris Smalling þegar Doumbia fékk frákastið. United-menn sluppu með skrekkinn og fóru síðan yfir og gerðu eitthvað í sínum málum. Markið langþráða kom nefnilega á 79. mínútu þegar Wayne Roonet skallaði boltann í markið eftir frábæra sendingu frá Jesse Lingard og undirbúning Michael Carrick. Eftir 404 markalausar mínútur tókst United-liðinu loksins að skora og það mark dugði liðinu til sigurs.Sigurmark Wayne Rooney
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira