Verð bara að passa að láta þetta ekki stíga mér til höfuðs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2015 06:00 Árið 2015 var frábært fyrir Glódísi Perlu sem ætlar sér að vinna fleiri sigra á knattspyrnuvellinum á komandi árum. Vísir/Ernir Þrátt fyrir að hafa rétt svo misst af sænska meistaratitlinum má varnarmaðurinn Glódís Perla Viggósdóttir vera afar sátt við knattspyrnuárið sem er að baki. Hún lék sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku og var lykilmaður í óvæntri velgengni Eskilstuna United sem barðist um titilinn við öflugt lið Rosengård fram í lokaumferð tímabilsins. Glódís Perla er einnig orðinn lykilmaður í íslenska landsliðinu þar sem hún spilar stórt hlutverk í vörn Íslands. Vörn sem hefur haldið hreinu í öllum þremur leikjum sínum í undankeppni EM 2017 til þessa. Árangur hennar í Svíþjóð er ekki síður glæsilegur en Eskilstuna fékk á sig fæst mörk allra liða í deildinni, fimmtán talsins, og hélt hreinu í tólf leikjum af 22.Beið eftir þjálfaranum „Fyrir varnarmann er það sigur út af fyrir sig að halda hreinu. Það er frábær tilfinning,“ segir Glódís Perla í samtali við Fréttablaðið. Hún er nú komin heim til Íslands í frí en hún heldur aftur utan eftir áramót, enda nýbúin að framlengja samning sinn við Eskilstuna. „Ég tek mér tíu daga frí frá öllum æfingum en byrja svo að æfa sjálf,“ segir þessi samviskusami íþróttamaður. Hún segir að það hafi í raun staðið lengi til að framlengja samninginn við Eskilstuna en að hún hafi beðið með að skrifa undir þar til að þjálfaramál liðsins komust á hreint. „Þegar þjálfarinn okkar ákvað að vera áfram þurfti ég ekki að hugsa mig um,“ segir hún en í síðustu viku ákvað Viktor Eriksson að halda áfram sem þjálfari liðsins, aðeins nokkrum vikum eftir að hann hafði gefið út að hann myndi stíga til hliðar í lok tímabils.Var hikandi fyrir fyrsta leikinn Eriksson náði frábærum árangri með Eskilstuna en liðið gaf tóninn með 1-0 sigri á sterku liði Linköping í fyrstu umferð tímabilsins. Aðeins viku áður ákvað þjálfarinn skyndilega að láta liðið prófa að spila leikkerfið 3-5-2, með Glódísi Perlu hægra megin í varnarlínunni. „Það gekk svo vel að við héldum okkur við það allt tímabilið,“ segir Glódís Perla sem viðurkennir þó að hún hafi verið hikandi fyrir fyrsta leikinn. „Þetta er kerfi sem ég hafði aldrei spilað áður. En þetta gekk svo mjög vel strax frá fyrsta degi og ég kann mjög vel við að vera í þessu hlutverki. Það gefur mér aðeins meira frelsi til að bera boltann upp og hlaupa meira.“ Eskilstuna var svo í titilbaráttu allt tímabilið sem fyrr segir. Liðið tapaði aðeins fjórum leikjum allt tímabilið en svo vildi til að það var í báðum leikjum liðsins við Rosengård (1. sæti) og Piteå (3. sæti). Eskilstuna hefði dugað sigur gegn Linköping (4. sæti) í lokaumferðinni til að tryggja sér titilinn en varð að sætta sig við markalaust jafntefli og silfurverðlaunin. „Við vorum svo nálægt þessu að það var grátlegt,“ segir hún um titilbaráttuna. „Það var gaman hversu vel liðinu gekk í sumar því fyrirfram var talið að við ættum að vera bara miðlungslið. Þetta var því súrsæt tilfinning í lokin.“Hrósið stígur mér ekki til höfuðs Frammistaða hennar með landsliðinu hefur einnig vakið athygli en á dögunum lét Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari, þau orð falla í viðtali við Fótbolta.net að Glódís Perla væri besti miðvörður sem hann hefði séð. „Það var auðvitað mjög gaman að lesa þetta,“ segir hún. „Ég verð bara að passa að láta þetta ekki stíga mér til höfuðs og nýta þetta til að gera enn betur,“ bætir hún við af mikilli hógværð. Ísland fer afar vel af stað í undankeppni EM 2017 og hún segir að leikmenn landsliðsins nái afar vel saman, rétt eins og leikmenn Eskilstuna í Svíþjóð. „Þetta er frábær hópur [í landsliðinu]. Það er mjög gaman í ferðunum hjá okkur og við vitum hvenær við eigum að vera alvarlegar og hvenær við megum skipta yfir í grínið. Við höfum fundið fyrir því að við höfum bætt okkur í hverjum einasta leik og það er mikilvægt,“ segir hún. „Það er eins með Eskilstuna, það ríkir afar sterkur liðsandi þar. Og maður spilar alltaf betur ef manni líður vel. Ég held að það hafi verið lykillinn að velgengni okkar í sumar.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa rétt svo misst af sænska meistaratitlinum má varnarmaðurinn Glódís Perla Viggósdóttir vera afar sátt við knattspyrnuárið sem er að baki. Hún lék sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku og var lykilmaður í óvæntri velgengni Eskilstuna United sem barðist um titilinn við öflugt lið Rosengård fram í lokaumferð tímabilsins. Glódís Perla er einnig orðinn lykilmaður í íslenska landsliðinu þar sem hún spilar stórt hlutverk í vörn Íslands. Vörn sem hefur haldið hreinu í öllum þremur leikjum sínum í undankeppni EM 2017 til þessa. Árangur hennar í Svíþjóð er ekki síður glæsilegur en Eskilstuna fékk á sig fæst mörk allra liða í deildinni, fimmtán talsins, og hélt hreinu í tólf leikjum af 22.Beið eftir þjálfaranum „Fyrir varnarmann er það sigur út af fyrir sig að halda hreinu. Það er frábær tilfinning,“ segir Glódís Perla í samtali við Fréttablaðið. Hún er nú komin heim til Íslands í frí en hún heldur aftur utan eftir áramót, enda nýbúin að framlengja samning sinn við Eskilstuna. „Ég tek mér tíu daga frí frá öllum æfingum en byrja svo að æfa sjálf,“ segir þessi samviskusami íþróttamaður. Hún segir að það hafi í raun staðið lengi til að framlengja samninginn við Eskilstuna en að hún hafi beðið með að skrifa undir þar til að þjálfaramál liðsins komust á hreint. „Þegar þjálfarinn okkar ákvað að vera áfram þurfti ég ekki að hugsa mig um,“ segir hún en í síðustu viku ákvað Viktor Eriksson að halda áfram sem þjálfari liðsins, aðeins nokkrum vikum eftir að hann hafði gefið út að hann myndi stíga til hliðar í lok tímabils.Var hikandi fyrir fyrsta leikinn Eriksson náði frábærum árangri með Eskilstuna en liðið gaf tóninn með 1-0 sigri á sterku liði Linköping í fyrstu umferð tímabilsins. Aðeins viku áður ákvað þjálfarinn skyndilega að láta liðið prófa að spila leikkerfið 3-5-2, með Glódísi Perlu hægra megin í varnarlínunni. „Það gekk svo vel að við héldum okkur við það allt tímabilið,“ segir Glódís Perla sem viðurkennir þó að hún hafi verið hikandi fyrir fyrsta leikinn. „Þetta er kerfi sem ég hafði aldrei spilað áður. En þetta gekk svo mjög vel strax frá fyrsta degi og ég kann mjög vel við að vera í þessu hlutverki. Það gefur mér aðeins meira frelsi til að bera boltann upp og hlaupa meira.“ Eskilstuna var svo í titilbaráttu allt tímabilið sem fyrr segir. Liðið tapaði aðeins fjórum leikjum allt tímabilið en svo vildi til að það var í báðum leikjum liðsins við Rosengård (1. sæti) og Piteå (3. sæti). Eskilstuna hefði dugað sigur gegn Linköping (4. sæti) í lokaumferðinni til að tryggja sér titilinn en varð að sætta sig við markalaust jafntefli og silfurverðlaunin. „Við vorum svo nálægt þessu að það var grátlegt,“ segir hún um titilbaráttuna. „Það var gaman hversu vel liðinu gekk í sumar því fyrirfram var talið að við ættum að vera bara miðlungslið. Þetta var því súrsæt tilfinning í lokin.“Hrósið stígur mér ekki til höfuðs Frammistaða hennar með landsliðinu hefur einnig vakið athygli en á dögunum lét Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari, þau orð falla í viðtali við Fótbolta.net að Glódís Perla væri besti miðvörður sem hann hefði séð. „Það var auðvitað mjög gaman að lesa þetta,“ segir hún. „Ég verð bara að passa að láta þetta ekki stíga mér til höfuðs og nýta þetta til að gera enn betur,“ bætir hún við af mikilli hógværð. Ísland fer afar vel af stað í undankeppni EM 2017 og hún segir að leikmenn landsliðsins nái afar vel saman, rétt eins og leikmenn Eskilstuna í Svíþjóð. „Þetta er frábær hópur [í landsliðinu]. Það er mjög gaman í ferðunum hjá okkur og við vitum hvenær við eigum að vera alvarlegar og hvenær við megum skipta yfir í grínið. Við höfum fundið fyrir því að við höfum bætt okkur í hverjum einasta leik og það er mikilvægt,“ segir hún. „Það er eins með Eskilstuna, það ríkir afar sterkur liðsandi þar. Og maður spilar alltaf betur ef manni líður vel. Ég held að það hafi verið lykillinn að velgengni okkar í sumar.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Sjá meira