Erlent

Sagði Jósep hafa byggt píramídana

Samúel Karl Ólason skrifar
Ben Carson, fyrrverandi taugaskurðlæknir og einn forsetaframbjóðenda Repúblikana.
Ben Carson, fyrrverandi taugaskurðlæknir og einn forsetaframbjóðenda Repúblikana. Vísir/EPA
Ben Carson, forsetaframbjóðandi Repúblikana, sagði að Jósúa, úr biblíunni, hefði byggt píramídana í Egyptalandi. Þeir hefðu verið notaðir sem korngeymslur en ekki sem grafhýsi Faraóa eins og fornleifarfræðingar segja.

Þetta sagði Carson, sem er fyrrverandi taugaskurðlæknir, árið 1998 við athöfn hjá Andrews háskólanum. Hann kom einnig að þeirri kenningu að geimverur hefðu komið að smíði píramídanna og sagði það ekki rétt.

Þar að auki sagði Carson að hönnun píramídanna væri til merkis um að þeir væru til að geyma korn. Þetta kemur fram á vef Buzzfeed sem birti myndband af ræðu Carson. Myndbandið má sjá hér að neðan, en Carson fer að tala um píramídanna á fjórðu mínútu.

Í gamla testamentinu er Jósep einn af tólf sonum Jakobs og er hann seldur í þrældóm í Egyptalandi af afbrýðissömum bróður sínum. Á endanum varð hann einn af helstu ráðgjöfum faraó og einn valdamesti maður Egyptalands.

Ben Carson og Donald Trump leiða forval Repúblikana á framboðsefni þeirra til embættis forseta Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir

Sanders þokast nær í kjölfar kappræða

Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN.

Jeb Bush í vandræðum

Marco Rubio virðist hafa náð að stela senunni í kappræðum Repúblikana í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×