Fótbolti

Lítur ekki á sig sem danskan meistara

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eyjólfur Héðinsson.
Eyjólfur Héðinsson. Vísir/Getty
Á meðan Eyjólfur sat uppi í stúku á síðustu leiktíð og gat ekkert æft með Midtjylland varð liðið danskur meistari. Þó hann fagnaði með vinum sínum og liðsfélögum var erfitt að horfa upp á gleði þeirra sem voru að spila.

„Ég lít ekki á mig sem danskan meistara. Alls ekki. Ég á afskaplega lítinn þátt í þessum titli. Ég mæti alltaf á æfingar og styð strákana, en þegar maður sparkar ekki í fótbolta getur maður ekki kallað sig meistara og það geri ég ekki. Það var erfitt að upplifa þetta,“ segir Eyjólfur.

Hann segir þó að hafa horft á liðsfélaga sína klífa þennan hæsta tind danska boltans á meðan hann var í sínum erfiðleikum hafi gert mikið fyrir sig.

„Það var þvílík hvatning fyrir mig að fylgjast með þeim vinna að einhverju á hverjum degi og uppskera svo með titli. Þetta er eitthvað sem ég þarf að upplifa og var mín hvatning í gegnum þessi meiðsli. Mig langar að upplifa sigur og að vinna eitthvað. Þetta var blessun í dulargervi,“ segir Eyjólfur Héðinsson.


Tengdar fréttir

Gremjan kemur líklega bara fram seinna

Eyjólfur Héðinsson er líklega á heimleið frá Midtjylland í Danmörku eftir hálft þriðja ár hjá dönsku meisturunum. Breiðhyltingurinn hefur verið mikið meiddur undanfarin ár en telur sig eiga mikið eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×