Arsenal vann 2-0 sigur á Bayern og fékk sín fyrstu stig | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2015 20:30 Arsenal-menn fagna í kvöld. Vísir/EPA Arsenal var gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Bayern München á Emirates-leikvanginum í Meistaradeildinni í kvöld en þetta voru fyrstu stig Arsenal í Meistaradeildinni á leiktíðinni eftir töp í tveimur fyrstu leikjum sínum. Varamaðurinn Olivier Giroud var hetja Arsenal en hann kom Arsenal í 1-0 aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður. Mesut Özil innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma. Manuel Neuer, markvörður Bayern München, átti eina af markvörslum tímabilsins í fyrri hálfleik en hann gerði slæm mistök í marki Giroud. Leikmenn Bayern München voru mun meira með boltann í upphafi leiks en Arsenal-liðið datt aftarlega og beið átekta. Thiago fékk ágætt færi á 12. mínútu en Petr Cech varði og Douglas Costa var nálægt því að skora á 19. mínútu eftir skemmtilega gabbhreyfingu á vinstri vængnum en aftur kom Cech til bjargar. Arsenal-liðið óx ásmegin eftir því sem leið á hálfleikinn. Alexis Sánchez fékk ágætt skotfæri í teignum en hitti ekki markið og Theo Walcott var ógnaði. Theo Walcott hélt síðan að hann væri að koma Arsenal í 1-0 á 34. mínútu en Manuel Neuer varði þá skalla frá honum á ótrúlegan hátt en tilþrifin minntu á heimsfræga markvörslu Gordon Banks frá Pele á HM 1970. Alexis Sánchez var næstum því búinn að leggja upp mark fyrir Douglas Costa rétt fyrir hálfleikinn eftir tap hann tapaði boltanum á mjög slæmum stað en Douglas Costa skaut yfir. Manuel Neuer gerði frábærlega í fyrri hálfleik en hann gerði slæm mistök í þeim síðari sem kostaði liðið sigurinn. Manuel Neuer átti þá skelfilegt úthlaup í aukaspyrnu Santi Cazorla og varamaðurinn Olivier Giroud nýtti sér það og kom boltanum í markið. Mesut Özil innsiglaði síðan sigurinn á fjórðu mínútu í uppbótartíma, Manuel Neuer hélt að hann hefði varið en dómarinn dæmdi að boltinn hafi farið inn fyrir línuna.Tvö frábær tilþrif Bæjara í fyrri hálfleik Mark Olivier Giroud Mark Mesut Özil Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjá meira
Arsenal var gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Bayern München á Emirates-leikvanginum í Meistaradeildinni í kvöld en þetta voru fyrstu stig Arsenal í Meistaradeildinni á leiktíðinni eftir töp í tveimur fyrstu leikjum sínum. Varamaðurinn Olivier Giroud var hetja Arsenal en hann kom Arsenal í 1-0 aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður. Mesut Özil innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma. Manuel Neuer, markvörður Bayern München, átti eina af markvörslum tímabilsins í fyrri hálfleik en hann gerði slæm mistök í marki Giroud. Leikmenn Bayern München voru mun meira með boltann í upphafi leiks en Arsenal-liðið datt aftarlega og beið átekta. Thiago fékk ágætt færi á 12. mínútu en Petr Cech varði og Douglas Costa var nálægt því að skora á 19. mínútu eftir skemmtilega gabbhreyfingu á vinstri vængnum en aftur kom Cech til bjargar. Arsenal-liðið óx ásmegin eftir því sem leið á hálfleikinn. Alexis Sánchez fékk ágætt skotfæri í teignum en hitti ekki markið og Theo Walcott var ógnaði. Theo Walcott hélt síðan að hann væri að koma Arsenal í 1-0 á 34. mínútu en Manuel Neuer varði þá skalla frá honum á ótrúlegan hátt en tilþrifin minntu á heimsfræga markvörslu Gordon Banks frá Pele á HM 1970. Alexis Sánchez var næstum því búinn að leggja upp mark fyrir Douglas Costa rétt fyrir hálfleikinn eftir tap hann tapaði boltanum á mjög slæmum stað en Douglas Costa skaut yfir. Manuel Neuer gerði frábærlega í fyrri hálfleik en hann gerði slæm mistök í þeim síðari sem kostaði liðið sigurinn. Manuel Neuer átti þá skelfilegt úthlaup í aukaspyrnu Santi Cazorla og varamaðurinn Olivier Giroud nýtti sér það og kom boltanum í markið. Mesut Özil innsiglaði síðan sigurinn á fjórðu mínútu í uppbótartíma, Manuel Neuer hélt að hann hefði varið en dómarinn dæmdi að boltinn hafi farið inn fyrir línuna.Tvö frábær tilþrif Bæjara í fyrri hálfleik Mark Olivier Giroud Mark Mesut Özil
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjá meira