Fótbolti

Cruyff með krabbamein

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Johan Cruyff.
Johan Cruyff. vísir/getty
Helsta goðsögnin í knattspyrnusögu Hollands, Johan Cruyff, hefur verið greindur með krabbamein í lunga.

Eftir því sem spænskir fjölmiðlar segja er nýbúið að uppgötva meinið og nú er verið að rannsaka hversu alvarleg staðan sé.

Cruyff er orðinn 68 ára gamall. Hann var þrisvar valinn besti leikmaður heims á sínum tíma og spilaði meðal annars með Ajax og Barcelona. Hann þjálfaði einnig lið Börsunga.

Þetta er í annað sinn sem Cruyff veikist alvarlega en árið 1991 fór hann í stóra hjartaaðgerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×