Erlent

Árás á skóla í Svíþjóð: „Fyrst héldum við að þetta væri brandari“

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Árásarmaðurinn er á þrítugsaldri en lögregla skaut hann.
Árásarmaðurinn er á þrítugsaldri en lögregla skaut hann. Vísir/EPA
Maðurinn sem réðst inn í skóla í Trollhattan var á þrítugsaldri. Frá þessu greinir SVT.  Lögregla skaut manninn sem slasaðist alvarlega og gengst nú undir skurðaðgerð.

Laith er fjórtán ára nemi við Kronan og var viðstaddur þegar maður með sverð réðst inn í skólann hans, særði fjóra og drap einn. SVT náði tali af honum en hann sá árásarmanninn áður en hann lét til skarar skríða.

Fylgstu með framgangi mála hér: Kennari látinn eftir að maður með sverð réðst inn í skóla

Þegar Laith áttaði sig á alvarleika málsins náði hann að flýja og fela sig. „Þegar við sáum hann fyrst héldum við að þetta væri brandari,“ segir Laith. Foreldrar Laith voru komnir í skólann til að sækja hann þegar SVT tók viðtalið. Lögregla athugaði gaumgæfilega hvort nokkur hætta væri til staðar og á meðan voru fjölmörg barnanna föst inni í skólabyggingunni. Nemendur skólans eru á leikskólaaldri og upp í unglingadeild.

Einn lést í árásinni en sá var kennari við skólann. Þá eru þrír til viðbótar alvarlega slasaðir. þar af einn fullorðinn og tvö börn, 11 ára og 15 ára. Þau gangast undir skurðaðgerð.

„Það er ótrúlegur fjöldi lögreglumanna hérna og nemendur sem eru slasaðir,“ segir annar fjórtán ára nemi sem ekki er nafngreindur í fréttinni.

Laith flúði inn í kennslustofu þegar hann áttaði sig á hvað var að gerast.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×