Stál í stál í deilu um meintar fornminjar Una Sighvatsdóttir skrifar 26. október 2015 20:04 Stál mætir stáli í deilu ríkisins og Reykjavíkuborgar um friðun hafnargarðsins sem grafinn var upp á Austurbakka. Forsætisráðherra hefur boðað verktakann á sinn fund á morgun til að semja um lausn, en framkvæmdir hófust þó aftur á Austurbakka í dag, eftir sex vikna hlé. Vinnuvélarnar hrófla þó ekki við hafnargarðinum, fyrr en endanlega hefur verið ákveðið hvort vernda eigi alla grjóthleðsluna eða ekki. Minjastofnun taldi upphaflega að garðurinn væri meira en 100 ára gamall, en brást við með skyndifriðun í september þegar Borgarsögusafn upplýsti að grjóthleðslan næði ekki svo háum aldri. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur er manna fróðastur um sögu hafnarsvæðisins og segir alveg ljóst að garðurinn hafi ekki náð hundrað ára aldri. „Þessi hleðsla er alveg greinilega frá 1928, bæði sést það á ljósmyndum sem eru nákvæmlega ársettar það ár, þegar verið er að hlaða hann. En eins sést það á blaðafréttum,“ segir Guðjón og vísar í dagblaðið Vísi frá 14. september 1928 þegar sagt er frá því að unnið sé að vegbótum við höfnina og samhliða því hafi hleðslan á sjávarbakkanum verið færð allmikið út.Hluti af gatnagerð síns tímaGarðurinn var því ekki hluti af sjálfri hafnargerð Reykjavíkur, sem fram fór árin 1913-1917 og var stærsta framkvæmd þess tíma, heldur var hann reistur um áratug síðar samhliða malbikun Tryggvagötu. „Tryggvagata lá nefnilega hér fyrir ofan og þetta er einskonar hleðsla til varnar henni, af því hún er á uppfyllingu og það varð nú oft sjórof,“ segir Guðjón og bætir því við að garðurinn hafi ekki verið sjáanlegur nema í rúman áratug því á árunum 1939-1941 var ákveðið að sameina Miðbakka og Austurbakka. Var þá mokað yfir víkina á milli þeirra, og hafnargarðinn um leið.Það er kannski hluti af því hvers vegna hann hefur varðveist svona vel?„Já ég gæti vel trúað því. Hann er náttúrulega mjög vel varðveittur og þetta er heljarmikið mannvirki.“Garðurinn er mikil framkvæmd á sínum tíma, en hann skilgreinist samt ekki sem fornminjar?„Ekki samkvæmt þessari 100 ára reglu, það er alveg augljóst.“Þannig að byggingarsögulegt gildi hans og verðmæti í dag það er kannski háð persónulegu mati hvers og eins, eða hvað?„Ég reikna nú með því já, eða mati rétt kjörinna yfirvalda. Þetta eru náttúrulega gríðarlegir hagsmunir sem liggja í þessum byggingalóðum hérna og spurning hversu mikils virði er að hafa þennan garð einhvers staðar í einhverjum bílakjallara. En ég ætla nú svo sem ekki að dæma um það.“ Tengdar fréttir Hefja framkvæmdir við hafnarbakkann á morgun Eignedur lóðarinnar hafnargarðinn ekki friðaðan þrátt fyrir yfirlýsingu Minjastofnunar. 25. október 2015 13:01 Ráðherra víki í friðlýsingardeilu "Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn. 20. október 2015 07:00 Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26 Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Stál mætir stáli í deilu ríkisins og Reykjavíkuborgar um friðun hafnargarðsins sem grafinn var upp á Austurbakka. Forsætisráðherra hefur boðað verktakann á sinn fund á morgun til að semja um lausn, en framkvæmdir hófust þó aftur á Austurbakka í dag, eftir sex vikna hlé. Vinnuvélarnar hrófla þó ekki við hafnargarðinum, fyrr en endanlega hefur verið ákveðið hvort vernda eigi alla grjóthleðsluna eða ekki. Minjastofnun taldi upphaflega að garðurinn væri meira en 100 ára gamall, en brást við með skyndifriðun í september þegar Borgarsögusafn upplýsti að grjóthleðslan næði ekki svo háum aldri. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur er manna fróðastur um sögu hafnarsvæðisins og segir alveg ljóst að garðurinn hafi ekki náð hundrað ára aldri. „Þessi hleðsla er alveg greinilega frá 1928, bæði sést það á ljósmyndum sem eru nákvæmlega ársettar það ár, þegar verið er að hlaða hann. En eins sést það á blaðafréttum,“ segir Guðjón og vísar í dagblaðið Vísi frá 14. september 1928 þegar sagt er frá því að unnið sé að vegbótum við höfnina og samhliða því hafi hleðslan á sjávarbakkanum verið færð allmikið út.Hluti af gatnagerð síns tímaGarðurinn var því ekki hluti af sjálfri hafnargerð Reykjavíkur, sem fram fór árin 1913-1917 og var stærsta framkvæmd þess tíma, heldur var hann reistur um áratug síðar samhliða malbikun Tryggvagötu. „Tryggvagata lá nefnilega hér fyrir ofan og þetta er einskonar hleðsla til varnar henni, af því hún er á uppfyllingu og það varð nú oft sjórof,“ segir Guðjón og bætir því við að garðurinn hafi ekki verið sjáanlegur nema í rúman áratug því á árunum 1939-1941 var ákveðið að sameina Miðbakka og Austurbakka. Var þá mokað yfir víkina á milli þeirra, og hafnargarðinn um leið.Það er kannski hluti af því hvers vegna hann hefur varðveist svona vel?„Já ég gæti vel trúað því. Hann er náttúrulega mjög vel varðveittur og þetta er heljarmikið mannvirki.“Garðurinn er mikil framkvæmd á sínum tíma, en hann skilgreinist samt ekki sem fornminjar?„Ekki samkvæmt þessari 100 ára reglu, það er alveg augljóst.“Þannig að byggingarsögulegt gildi hans og verðmæti í dag það er kannski háð persónulegu mati hvers og eins, eða hvað?„Ég reikna nú með því já, eða mati rétt kjörinna yfirvalda. Þetta eru náttúrulega gríðarlegir hagsmunir sem liggja í þessum byggingalóðum hérna og spurning hversu mikils virði er að hafa þennan garð einhvers staðar í einhverjum bílakjallara. En ég ætla nú svo sem ekki að dæma um það.“
Tengdar fréttir Hefja framkvæmdir við hafnarbakkann á morgun Eignedur lóðarinnar hafnargarðinn ekki friðaðan þrátt fyrir yfirlýsingu Minjastofnunar. 25. október 2015 13:01 Ráðherra víki í friðlýsingardeilu "Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn. 20. október 2015 07:00 Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26 Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Hefja framkvæmdir við hafnarbakkann á morgun Eignedur lóðarinnar hafnargarðinn ekki friðaðan þrátt fyrir yfirlýsingu Minjastofnunar. 25. október 2015 13:01
Ráðherra víki í friðlýsingardeilu "Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn. 20. október 2015 07:00
Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26
Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02
Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24