Ráðherra víki í friðlýsingardeilu 20. október 2015 07:00 Gamli hafnargarðurinn sem Reykjavík og Minjastofnun greinir á um hvort þurfi að friðlýsa. vísir/gva „Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn. Borgarlögmaður vísar í grein á heimasíðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um „uggvænlega þróun“ í skipulagsmálum borgarinnar. „Í niðurlagi greinarinnar skrifar ráðherra „[f]ornleifar sem fundust á lóðinni við hlið Iðnaðarbankahússins verða friðaðar sem og hafnargarðurinn við hinn enda Lækjargötunnar“,“ bendir borgarlögmaður á.Hafnargarðurinn„Verður að telja að ráðherra tjái sig þarna um skoðun sína á friðun hafnargarðsins með afgerandi hætti.“ Þá segir borgarlögmaður Sigmund Davíð hafa komið að málinu á fyrri stigum. Forstöðumaður Minjastofnunar Íslands hafi upplýsti að forsætisráðherra hefði á fundi í ráðuneytinu í sumar fengið kynningu á málinu frá stofnuninni. Um það leyti hafi afstaða Minjastofnunar breyst úr því hafnargarðinn ætti að vernda að hluta í það að ætti að vernda garðinn að fullu. „Að því virtu að ráðherra hefur áður tjáð skoðun sína á friðun hafnargarðsins með afgerandi hætti og átt aðkomu að málinu á fyrri stigum leiða öll rök til þess að draga megi í efa stjórnsýslulegt hæfi hans til að taka nú afstöðu til málsins með vísan til hæfisreglna stjórnsýsluréttarins,“ segir í umsögn borgarlögmanns. Í umsögn borgarlögmanns er síðan ákvörðun Minjastofnunar um friðlýsingu hafnargarðsins gagnrýnd. Handhafi lóðarinnar Austurbakka 2 hafi kynnt metnaðarfull áform um hvernig hafnargarðurinn verði varðveittur að hluta og gerður almenningi sýnilegur. Friðlýsing sé íþyngjandi og ónauðsynleg. „Það er því von Reykjavíkurborgar að ná megi samkomulagi um ásættanlega lausn í málinu sem ekki hefði í för með sér verulegt tjón fyrir þá aðila sem eiga réttindi á lóðinni og stórkostlegan kostnað fyrir ríkissjóð.“ Ekki fengust svör við því í forsætisráðuneytinu í gær hvernig ráðherra bregst við kröfu um að víkja í málinu. Alþingi Fornminjar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
„Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn. Borgarlögmaður vísar í grein á heimasíðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um „uggvænlega þróun“ í skipulagsmálum borgarinnar. „Í niðurlagi greinarinnar skrifar ráðherra „[f]ornleifar sem fundust á lóðinni við hlið Iðnaðarbankahússins verða friðaðar sem og hafnargarðurinn við hinn enda Lækjargötunnar“,“ bendir borgarlögmaður á.Hafnargarðurinn„Verður að telja að ráðherra tjái sig þarna um skoðun sína á friðun hafnargarðsins með afgerandi hætti.“ Þá segir borgarlögmaður Sigmund Davíð hafa komið að málinu á fyrri stigum. Forstöðumaður Minjastofnunar Íslands hafi upplýsti að forsætisráðherra hefði á fundi í ráðuneytinu í sumar fengið kynningu á málinu frá stofnuninni. Um það leyti hafi afstaða Minjastofnunar breyst úr því hafnargarðinn ætti að vernda að hluta í það að ætti að vernda garðinn að fullu. „Að því virtu að ráðherra hefur áður tjáð skoðun sína á friðun hafnargarðsins með afgerandi hætti og átt aðkomu að málinu á fyrri stigum leiða öll rök til þess að draga megi í efa stjórnsýslulegt hæfi hans til að taka nú afstöðu til málsins með vísan til hæfisreglna stjórnsýsluréttarins,“ segir í umsögn borgarlögmanns. Í umsögn borgarlögmanns er síðan ákvörðun Minjastofnunar um friðlýsingu hafnargarðsins gagnrýnd. Handhafi lóðarinnar Austurbakka 2 hafi kynnt metnaðarfull áform um hvernig hafnargarðurinn verði varðveittur að hluta og gerður almenningi sýnilegur. Friðlýsing sé íþyngjandi og ónauðsynleg. „Það er því von Reykjavíkurborgar að ná megi samkomulagi um ásættanlega lausn í málinu sem ekki hefði í för með sér verulegt tjón fyrir þá aðila sem eiga réttindi á lóðinni og stórkostlegan kostnað fyrir ríkissjóð.“ Ekki fengust svör við því í forsætisráðuneytinu í gær hvernig ráðherra bregst við kröfu um að víkja í málinu.
Alþingi Fornminjar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira