Innlent

Harmageddon leit inn á landsfundi: „Ertu nokkuð á Tinder?“

Fátt var fjallað meira um í ræðu og riti um helgina en landsfundi Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.

Þar voru línurnar lagðar fyrir síðari hluta kjörtímabilsins, ályktanir samþykktar og stálinu stappað í flokksmenn fyrir komandi átök.

Þeir Harmageddonmenn Frosti Logason og Máni Pétursson gerðust víðförlir um helgina og litu inn á báða landsfundina – sem fram fóru í Laugardalshöll annars vegar og á Selfossi hins vegar.

Þar ræddu þeir við marga framámenn í flokkunum tveimur, jafnt formenn sem þingmenn.  Þá tóku þeir einnig ungliða flokkanna tali en ungliðahreyfingarflokkanna stálu fyrirsögnunum eftir fundi helgarinnar með vaskri framgöngu sinni. 

Heimsókn þeirra Frosta og Mána má sjá í spilaranum hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×