Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2015 22:16 Vísir/Valli Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við bandaríska atvinnumannaliðið Portland Thorns en það staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag. Dagný skoraði tvö mörk fyrir Ísland sem vann Slóveníu í kvöld, 6-0, í undankeppni EM 2017 en hún sagði við Vísi í kvöld að hún hafi skrifað undir samninginn síðastliðinn miðvikudag. „Það voru fimm lið sem höfðu samband við mig og þetta var það síðasta sem hafði samband. Ég viss um leið að þetta var liðið sem ég vildi fara til. Þetta er lið sem maður hefði aldrei þorað að láta sig dreyma um að fara til,“ sagði Dagný við Vísi í kvöld.Sjá einnig: Stelpur í fótbolta þurfa að vera sætar í styttri buxum „Þarna eru fimmtán þúsund áhorfendur á hverjum leik og Portland er sagt vera „soccer city“ Bandaríkjanna. Þarna eru oft úrslitaleikirnir haldnir. Liðið er líka í góðu samstarfi við karlaliðið í borginni og því eitt sterkasta kvennalið Bandaríkjanna,“ segir Dagný en Portland varð meistari árið 2013.Dagný varð meistari með Bayern í Þýskalandi.Vísir/GettyBesti samningurinn minn Dagný var í raun valin í nýliðavali deildarinnar af Boston Breakers en Portland komst að samkomulagi við Boston um skipti sem þýddi að Dagnýju var heimilt að semja við félagið. „Þetta er besti samningur sem ég hef gert. Ég er virkilega ánægð og spennt fyrir komandi tímum,“ segir Dagný en hún segir að uppbyggingin í bandaríska atvinnumannadeildinni [National Women's Soccer League] er góð, eftir að forveri hennar [Women's Professional Soccer] varð gjaldþrota fyrir fáeinum árum.Sjá einnig: Man alveg hvað hún heitir „Uppbyggingin hefur verið virkilega góð. Fyrsta tímabilið mitt verður fjórða tímabil deildarinnar. Þarna eru allir leikmenn landsliða Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó auk sterkra leikmanna víða að. Þetta verður sterkasta deild sem ég hef spilað í.“Dagný lék með Selfossi í sumar.Vísir/PjeturLíður afskaplega vel í Bandaríkjunum Dagný varð bandarískur háskólameistari með Florida State og gekk svo til liðs við Bayern München þar sem hún varð þýskur meistari. Hún lék svo með Selfossi í Pepsi-deild kvenna í sumar en heldur til Bandaríkjanna á nýju ári.Sjá einnig: Dagný annar besti leikmaðurinn í Bandaríkjunum „Ég er mjög spennt fyrir því að flytja aftur til Bandaríkjanna. Þar líður mér afskaplega vel. Það verður líka gaman að kynnast því að búa á vesturströndinni eftir árin á Flórída.“ Ólíkt öðrum atvinnumannadeildum í heiminum er ekki endilega gert hlé á bandarísku deildinni á alþjóðlegum leikdögum. Dagný ætlar engu að síður að láta íslenska landsliðið vera í forgangi hjá sér.Dagný varð háskólameistari í Bandaríkjunum.Mynd/Florida StateLandsliðið hefur forgang „Ég talaði við þjálfarann strax í dag og hann mun leyfa mér að fara í landsleikina. Ég gæti misst af einum og einum leik [hjá Portland] en það vissu þeir þegar þeir sömdu við mig.“Sjá einnig: Dagný þýskur meistari með Bayern „Þeir vita að þeir eru að fá landsliðsmann. Ég ræddi við þjálfarann minn um mín markmið og hann ætlar að styðja mig í því að ég verði betri leikmaður.“ Þess má geta að Alex Morgan, stjarna bandaríska landsliðsins, hefur leikið með Portland síðustu árin en í dag var staðfest að hún muni leika með með hinu nýstofnaða Orlando Pride á næstu leiktíð. Fótbolti Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við bandaríska atvinnumannaliðið Portland Thorns en það staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag. Dagný skoraði tvö mörk fyrir Ísland sem vann Slóveníu í kvöld, 6-0, í undankeppni EM 2017 en hún sagði við Vísi í kvöld að hún hafi skrifað undir samninginn síðastliðinn miðvikudag. „Það voru fimm lið sem höfðu samband við mig og þetta var það síðasta sem hafði samband. Ég viss um leið að þetta var liðið sem ég vildi fara til. Þetta er lið sem maður hefði aldrei þorað að láta sig dreyma um að fara til,“ sagði Dagný við Vísi í kvöld.Sjá einnig: Stelpur í fótbolta þurfa að vera sætar í styttri buxum „Þarna eru fimmtán þúsund áhorfendur á hverjum leik og Portland er sagt vera „soccer city“ Bandaríkjanna. Þarna eru oft úrslitaleikirnir haldnir. Liðið er líka í góðu samstarfi við karlaliðið í borginni og því eitt sterkasta kvennalið Bandaríkjanna,“ segir Dagný en Portland varð meistari árið 2013.Dagný varð meistari með Bayern í Þýskalandi.Vísir/GettyBesti samningurinn minn Dagný var í raun valin í nýliðavali deildarinnar af Boston Breakers en Portland komst að samkomulagi við Boston um skipti sem þýddi að Dagnýju var heimilt að semja við félagið. „Þetta er besti samningur sem ég hef gert. Ég er virkilega ánægð og spennt fyrir komandi tímum,“ segir Dagný en hún segir að uppbyggingin í bandaríska atvinnumannadeildinni [National Women's Soccer League] er góð, eftir að forveri hennar [Women's Professional Soccer] varð gjaldþrota fyrir fáeinum árum.Sjá einnig: Man alveg hvað hún heitir „Uppbyggingin hefur verið virkilega góð. Fyrsta tímabilið mitt verður fjórða tímabil deildarinnar. Þarna eru allir leikmenn landsliða Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó auk sterkra leikmanna víða að. Þetta verður sterkasta deild sem ég hef spilað í.“Dagný lék með Selfossi í sumar.Vísir/PjeturLíður afskaplega vel í Bandaríkjunum Dagný varð bandarískur háskólameistari með Florida State og gekk svo til liðs við Bayern München þar sem hún varð þýskur meistari. Hún lék svo með Selfossi í Pepsi-deild kvenna í sumar en heldur til Bandaríkjanna á nýju ári.Sjá einnig: Dagný annar besti leikmaðurinn í Bandaríkjunum „Ég er mjög spennt fyrir því að flytja aftur til Bandaríkjanna. Þar líður mér afskaplega vel. Það verður líka gaman að kynnast því að búa á vesturströndinni eftir árin á Flórída.“ Ólíkt öðrum atvinnumannadeildum í heiminum er ekki endilega gert hlé á bandarísku deildinni á alþjóðlegum leikdögum. Dagný ætlar engu að síður að láta íslenska landsliðið vera í forgangi hjá sér.Dagný varð háskólameistari í Bandaríkjunum.Mynd/Florida StateLandsliðið hefur forgang „Ég talaði við þjálfarann strax í dag og hann mun leyfa mér að fara í landsleikina. Ég gæti misst af einum og einum leik [hjá Portland] en það vissu þeir þegar þeir sömdu við mig.“Sjá einnig: Dagný þýskur meistari með Bayern „Þeir vita að þeir eru að fá landsliðsmann. Ég ræddi við þjálfarann minn um mín markmið og hann ætlar að styðja mig í því að ég verði betri leikmaður.“ Þess má geta að Alex Morgan, stjarna bandaríska landsliðsins, hefur leikið með Portland síðustu árin en í dag var staðfest að hún muni leika með með hinu nýstofnaða Orlando Pride á næstu leiktíð.
Fótbolti Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Sjá meira