Fótbolti

Man eftir öllum hinum 99 leikjunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hólmfríður fagnar einu af 36 mörkum sínum fyrir landsliðið.
Hólmfríður fagnar einu af 36 mörkum sínum fyrir landsliðið. Vísir/Vilhelm
Það voru blendnar tilfinningar hjá Hólmfríði Magnúsdóttur eftir leikinn gegn Slóveníu í gær. Hún fór meidd af velli í fyrri hálfleik en þetta var hennar 100. A-landsleikur.

„Ég er mjög stolt af því að ná 100 landsleikjum enda mikið afrek,“ sagði Hólmfríður. „Ég man alla hina 99 leikina og mun líka muna eftir 100. leiknum, þrátt fyrir allt.“

Hólmfríður spilaði bara hálftíma en hún náði engu að síður að leggja upp fyrsta mark leiksins fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur og staðan var orðin 2-0 fyrir Ísland þegar hún fór af velli.

Hólmfríður var tæp vegna bólgu í liðbandi í hné fyrir leikinn og vissi að hún væri að tefla á tvær hættur með því að spila.

„En nú fer öll mín orka í að ná fullri heilsu því ég stefni á að vera með mínu liði í bikarúrslitaleiknum 21. nóvember,“ segir Hólmfríður sem spilar með Avaldsnes í Noregi.


Tengdar fréttir

Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum

Ísland er í góðum málum eftir 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í gær. Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik en íslenska liðið yfirspilaði lið Slóveníu á löngum köflum í leiknum.

Harpa: Skora úr næsta víti

Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik fyrir Ísland í kvöld en var óheppinn að skora ekki þrennu.

Freyr: Stoltur af þeim

Landsliðsþjálfarinn var í sjöunda himni með 6-0 sigur Íslands á Slóveníu í undankeppni EM 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×