Innlent

Fyrsta skóflustungan tekin á Hlíðarenda

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þorvaldur Gissurarson, eigandi ÞG verktaka, og Brynjar Harðarson, stjórnarformaður Valsmanna hf.
Þorvaldur Gissurarson, eigandi ÞG verktaka, og Brynjar Harðarson, stjórnarformaður Valsmanna hf. vísir/gva
Fyrsta skóflustunga vegna fyrsta áfanga nýrrar byggðar á Hlíðarendasvæðinu var tekin klukkan níu í morgun. Áætlað er að á svæðinu rísi um sexhundruð íbúðir auk stærsta hótels landsins.

Brynjar Harðarson, stjórnarformaður Valsmanna hf., og Þorvaldur Gissurarson, eigandi ÞG verktakanna, sem byggja á svæðinu voru viðstaddir í morgun þegar skóflustungan var tekin en Valsmenn hf. eiga lóðina sem byggt verður á.

Greint var frá því á Vísi um helgina að ÞG verktakar hafi sent inn beiðni til Samgöngustofu Samgöngstofu um að fá að reisa fyrstu byggingarkranana á svæðinu.

Fáist beiðin samþykkt verður ekki hægt að nota norðaustur/suðvestur flugbrautina, sem oft hefur verið kölluð „Neyðarbrautin,“ meðan á framkvæmdum stendur.


Tengdar fréttir

Ekki hægt að hliðra til Hlíðarendabyggð

Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf., segir ekki unnt að hliðra til Hlíðarendabyggð til að koma í veg fyrir að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×