Framlengd vegabréf falla úr gildi í nóvember sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 27. október 2015 11:49 vísir/stefán Vegabréf sem hafa verið framlengd teljast ekki gild ferðaskilríki frá og með 24.nóvember næstkomandi. Alþjóða flugmálastofnunin gerir þá kröfu að vegabréf þurfi að vera véllesanleg til að teljast gild ferðaskilríki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá Íslands. Þar segir að eftir 24.nóvember verði ekki hægt að ábyrgjast hvernig litið verði á framlengd vegabréf við landamæraeftirlit erlendis, og að það sé alfarið á ábyrgð hvers og eins að ferðast með slíkt vegabréf. „Neyðarvegabréf eru ekki véllesanleg en eru heimil samkvæmt reglum Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) enda skulu þau gefin út til að aðstoða íslenska ríkisborgara í neyða einna helst til að komast heim eða á næstu umsóknarstöð vegabréfa,“ segir í tilkynningunni. Verkfall SFR stéttarfélags hefur haft mikil áhrif á starfsemi sýslumannsembætti landsins. Félagsmenn lögðu niður störf í gær og allsherjarverkfall skellur á að óbreyttu á fimmtudag. Mikið annríki hefur verið hjá sýslumanni undanfarnar vikur vegna útgáfu nýrra vegabréfa og/eða framlengingu þeirra. Öllu jöfnu tekur útgáfa nýrra vegabréfa tíu daga. Ekki náðist í sýslumann við vinnslu fréttarinnar. Tilkynningu þjóðskrár má lesa í heild hér fyrir neðan.Þjóðskrá Íslands vill benda á að samkvæmt reglum Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) þá er gerð sú krafa að vegabréf þurfi að vera véllesanlegt til að teljast gilt ferðaskilríki. Þessi krafa er ófrávíkjanleg frá 24. nóvember 2015. Þau vegabréf sem íslenska ríkið gefur út uppfylla kröfur um að vera gild ferðaskilríki. Ef vegabréf hefur verið framlengt telst það ekki lengur véllesanlegt vegabréf og því ekki gilt sem ferðaskilríki. Eftir 24. nóvember 2015 er ekki hægt að ábyrgjast hvernig litið verður á framlengt vegabréf við landamæraeftirlit erlendis og er það alfarið á ábyrgð einstaklings að ferðast með slíkt vegabréf.Neyðarvegabréf eru ekki véllesanleg en eru heimil samkvæmt reglum Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) enda skulu þau gefin út til að aðstoða íslenska ríkisborgara í neyð einna helst til að komast heim eða á næstu umsóknarstöð vegabréfa. Verkfall 2016 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Vegabréf sem hafa verið framlengd teljast ekki gild ferðaskilríki frá og með 24.nóvember næstkomandi. Alþjóða flugmálastofnunin gerir þá kröfu að vegabréf þurfi að vera véllesanleg til að teljast gild ferðaskilríki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá Íslands. Þar segir að eftir 24.nóvember verði ekki hægt að ábyrgjast hvernig litið verði á framlengd vegabréf við landamæraeftirlit erlendis, og að það sé alfarið á ábyrgð hvers og eins að ferðast með slíkt vegabréf. „Neyðarvegabréf eru ekki véllesanleg en eru heimil samkvæmt reglum Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) enda skulu þau gefin út til að aðstoða íslenska ríkisborgara í neyða einna helst til að komast heim eða á næstu umsóknarstöð vegabréfa,“ segir í tilkynningunni. Verkfall SFR stéttarfélags hefur haft mikil áhrif á starfsemi sýslumannsembætti landsins. Félagsmenn lögðu niður störf í gær og allsherjarverkfall skellur á að óbreyttu á fimmtudag. Mikið annríki hefur verið hjá sýslumanni undanfarnar vikur vegna útgáfu nýrra vegabréfa og/eða framlengingu þeirra. Öllu jöfnu tekur útgáfa nýrra vegabréfa tíu daga. Ekki náðist í sýslumann við vinnslu fréttarinnar. Tilkynningu þjóðskrár má lesa í heild hér fyrir neðan.Þjóðskrá Íslands vill benda á að samkvæmt reglum Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) þá er gerð sú krafa að vegabréf þurfi að vera véllesanlegt til að teljast gilt ferðaskilríki. Þessi krafa er ófrávíkjanleg frá 24. nóvember 2015. Þau vegabréf sem íslenska ríkið gefur út uppfylla kröfur um að vera gild ferðaskilríki. Ef vegabréf hefur verið framlengt telst það ekki lengur véllesanlegt vegabréf og því ekki gilt sem ferðaskilríki. Eftir 24. nóvember 2015 er ekki hægt að ábyrgjast hvernig litið verður á framlengt vegabréf við landamæraeftirlit erlendis og er það alfarið á ábyrgð einstaklings að ferðast með slíkt vegabréf.Neyðarvegabréf eru ekki véllesanleg en eru heimil samkvæmt reglum Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) enda skulu þau gefin út til að aðstoða íslenska ríkisborgara í neyð einna helst til að komast heim eða á næstu umsóknarstöð vegabréfa.
Verkfall 2016 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira