Hætta að flagga í hálfa stöng: „Þetta er tilfinningamál“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2015 12:32 Sex bæjarfulltrúar Norðurþings kusu með tillögunni en þrír voru á móti. Vísir/Vilhelm „Þetta er eldgamall siður og maður elst upp við þetta. Mér finnst þetta bara fallegt,“ segir Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Soffía var ein þeirra sem greiddi atkvæði gegn tillögu flokksbróður síns, Hjálmars Boga Hafliðasonar, þess efnis að hætt yrði að flagga í hálfa stöng við stjórnsýsluhúsið í Húsavík við andlát íbúa bæjarsins.Morgunblaðið greindi frá tillögu Hjálmars sem samþykkt var í síðustu viku með sex atkvæðum gegn þremur. Skiptu þar flokkslínur litlu eins og sjá má á skoðanamun flokkssystkinanna Hjálmars og Soffíu. Hjálmar segir við Morgunblaðið að um úreltan sið sé að ræða. Samfélagið sé breytt, þangað flutt fólk sem þekki engin deili á hinum látna og sömuleiðis séu ferðamenn eitt stórt spurningamerki í heimsóknum sínum í bæinn. „Mér finnst þetta virðing við hinn látna,“ segir Soffía sem gerir sér grein fyrir því að reynsla og skoðun fólks á þessu máli er ólík. Allir bæjarfulltrúar tóku til máls á fundinum og Soffía segir að Facebook logi. Sitt sýnist hverjum. „Þetta er tilfinningamál,“ segir Soffía. „Mér finnst mikilvægt í svona litlu samfélagi að við vottum virðingu.“Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar.Mynd af vef NorðurþingsVonar að bæjarstjórn sjái að sér Óli Halldórsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, lagði fram breytingartillögu. Með henni vildi hann ganga enn lengra og lagði til að hætt yrði að flagga í hálfa stöng á jarðarfarardaginn. Sú tillaga var felld með fimm atkvæðum gegn fjórum. Soffía segist ekki skilja hvers vegna það skipti máli að erlendir ferðamenn spyrji út í hvers vegna flaggað sé í hálfa stöng. Þeir hljóti að vera komnir til Húsavíkur til að kynnast siðum okkar og hefð. „Þótt einhverjir spyrji þá truflar það engan.“ Aðspurð segist Soffía ekki vera með breytingartillögu í smíðum en telur víst að málinu sé ekki lokið. Koma verði í ljós hvort efnt verði til undirskriftasöfnunar. „Ég vona bara að þau sjái að sér,“ segir Soffía um ákvörðun félaga sinna í bæjarstjórn. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Þetta er eldgamall siður og maður elst upp við þetta. Mér finnst þetta bara fallegt,“ segir Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Soffía var ein þeirra sem greiddi atkvæði gegn tillögu flokksbróður síns, Hjálmars Boga Hafliðasonar, þess efnis að hætt yrði að flagga í hálfa stöng við stjórnsýsluhúsið í Húsavík við andlát íbúa bæjarsins.Morgunblaðið greindi frá tillögu Hjálmars sem samþykkt var í síðustu viku með sex atkvæðum gegn þremur. Skiptu þar flokkslínur litlu eins og sjá má á skoðanamun flokkssystkinanna Hjálmars og Soffíu. Hjálmar segir við Morgunblaðið að um úreltan sið sé að ræða. Samfélagið sé breytt, þangað flutt fólk sem þekki engin deili á hinum látna og sömuleiðis séu ferðamenn eitt stórt spurningamerki í heimsóknum sínum í bæinn. „Mér finnst þetta virðing við hinn látna,“ segir Soffía sem gerir sér grein fyrir því að reynsla og skoðun fólks á þessu máli er ólík. Allir bæjarfulltrúar tóku til máls á fundinum og Soffía segir að Facebook logi. Sitt sýnist hverjum. „Þetta er tilfinningamál,“ segir Soffía. „Mér finnst mikilvægt í svona litlu samfélagi að við vottum virðingu.“Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar.Mynd af vef NorðurþingsVonar að bæjarstjórn sjái að sér Óli Halldórsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, lagði fram breytingartillögu. Með henni vildi hann ganga enn lengra og lagði til að hætt yrði að flagga í hálfa stöng á jarðarfarardaginn. Sú tillaga var felld með fimm atkvæðum gegn fjórum. Soffía segist ekki skilja hvers vegna það skipti máli að erlendir ferðamenn spyrji út í hvers vegna flaggað sé í hálfa stöng. Þeir hljóti að vera komnir til Húsavíkur til að kynnast siðum okkar og hefð. „Þótt einhverjir spyrji þá truflar það engan.“ Aðspurð segist Soffía ekki vera með breytingartillögu í smíðum en telur víst að málinu sé ekki lokið. Koma verði í ljós hvort efnt verði til undirskriftasöfnunar. „Ég vona bara að þau sjái að sér,“ segir Soffía um ákvörðun félaga sinna í bæjarstjórn.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira