Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2015 12:51 Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þann 1. september 2014. Hér er hún ásamt Herði Jóhannessyni sem var aðstoðarlögreglustjóri þegar hún tók við störfum og Jóni H. B. Snorrasyni. Hörður lét af störfum sem aðstoðarlögreglustjóri mánuði eftir að Sigríður tók til starfa og tók Alda Hrönn Jóhannsdóttir við starfi hans. Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. Sálfræðingurinn hefur rætt við þá sem skipa yfirstjórn lögreglunnar en þar á meðal eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, og aðstoðarlögreglustjórarnir Jón H. B. Snorrason og Alda Hrönn Jóhannsdóttir. Þá hefur einnig verið rætt við aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá rannsóknardeildum og á lögreglustöðvum. „Þetta er ekki þannig að það séu einhver læti, hamagangur eða eitthvað slíkt. Við erum bara í breytingaferli og það er mikið í gangi. Það er meðal annars verið að færa fólk á milli eininga og sameina lögreglustöðvar,“ segir Sigríður Björk aðspurð um meintan samskiptavanda og bætir við að ef hann sé til staðar þá sé hann ekki á yfirborðinu og því ekki sýnilegur.Segir breytingar alltaf taka á „Þess vegna fengum við til liðs við okkur vinnusálfræðing til að greina þennan vanda og hann er enn að störfum. Við sjáum svo hvað kemur út úr því og í kjölfarið hvað þarf að gera.“ Sigríður segist ekki telja að meintur samskiptavandi hafi áhrif á störf lögreglunnar. Sé hann til staðar tengist hann þeim breytingum sem verið að gera hjá embættinu. „Það var samskiptavandi hér til staðar áður svo þetta tengist ekki eingöngu umræddum breytingum. Ég hef hins vegar alltaf verið í breytingum alls staðar þar sem ég hef verið og þær hafa aldrei verið auðveldar. Þær hafa alltaf tekið á en svo tekist farsællega og ég vona að svo verði einnig núna. Ég segi það bara einlæglega að starfsemin gengur vel hjá embættinu og það eru allir að leggja sitt af mörkum. Ef að það eru einhverjar deilur þá eru þær allavega ekki uppi á yfirborðinu.“ Enn bólar ekkert á skýrslu frá vinnusálfræðingnum en upphaflega átti hann að skila skýrslu í maí síðastliðnum, eða um mánuði eftir að hann hóf vinnu sína. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu reyndist vinnan tímafrekari en upphaflega var gert ráð fyrir. Ráðuneytið hefur hins vegar fundað með sálfræðingnum en ekki liggur fyrir hvenær skýrslu vegna málsins verður skilað. Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. Sálfræðingurinn hefur rætt við þá sem skipa yfirstjórn lögreglunnar en þar á meðal eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, og aðstoðarlögreglustjórarnir Jón H. B. Snorrason og Alda Hrönn Jóhannsdóttir. Þá hefur einnig verið rætt við aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá rannsóknardeildum og á lögreglustöðvum. „Þetta er ekki þannig að það séu einhver læti, hamagangur eða eitthvað slíkt. Við erum bara í breytingaferli og það er mikið í gangi. Það er meðal annars verið að færa fólk á milli eininga og sameina lögreglustöðvar,“ segir Sigríður Björk aðspurð um meintan samskiptavanda og bætir við að ef hann sé til staðar þá sé hann ekki á yfirborðinu og því ekki sýnilegur.Segir breytingar alltaf taka á „Þess vegna fengum við til liðs við okkur vinnusálfræðing til að greina þennan vanda og hann er enn að störfum. Við sjáum svo hvað kemur út úr því og í kjölfarið hvað þarf að gera.“ Sigríður segist ekki telja að meintur samskiptavandi hafi áhrif á störf lögreglunnar. Sé hann til staðar tengist hann þeim breytingum sem verið að gera hjá embættinu. „Það var samskiptavandi hér til staðar áður svo þetta tengist ekki eingöngu umræddum breytingum. Ég hef hins vegar alltaf verið í breytingum alls staðar þar sem ég hef verið og þær hafa aldrei verið auðveldar. Þær hafa alltaf tekið á en svo tekist farsællega og ég vona að svo verði einnig núna. Ég segi það bara einlæglega að starfsemin gengur vel hjá embættinu og það eru allir að leggja sitt af mörkum. Ef að það eru einhverjar deilur þá eru þær allavega ekki uppi á yfirborðinu.“ Enn bólar ekkert á skýrslu frá vinnusálfræðingnum en upphaflega átti hann að skila skýrslu í maí síðastliðnum, eða um mánuði eftir að hann hóf vinnu sína. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu reyndist vinnan tímafrekari en upphaflega var gert ráð fyrir. Ráðuneytið hefur hins vegar fundað með sálfræðingnum en ekki liggur fyrir hvenær skýrslu vegna málsins verður skilað.
Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20