Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2015 12:51 Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þann 1. september 2014. Hér er hún ásamt Herði Jóhannessyni sem var aðstoðarlögreglustjóri þegar hún tók við störfum og Jóni H. B. Snorrasyni. Hörður lét af störfum sem aðstoðarlögreglustjóri mánuði eftir að Sigríður tók til starfa og tók Alda Hrönn Jóhannsdóttir við starfi hans. Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. Sálfræðingurinn hefur rætt við þá sem skipa yfirstjórn lögreglunnar en þar á meðal eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, og aðstoðarlögreglustjórarnir Jón H. B. Snorrason og Alda Hrönn Jóhannsdóttir. Þá hefur einnig verið rætt við aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá rannsóknardeildum og á lögreglustöðvum. „Þetta er ekki þannig að það séu einhver læti, hamagangur eða eitthvað slíkt. Við erum bara í breytingaferli og það er mikið í gangi. Það er meðal annars verið að færa fólk á milli eininga og sameina lögreglustöðvar,“ segir Sigríður Björk aðspurð um meintan samskiptavanda og bætir við að ef hann sé til staðar þá sé hann ekki á yfirborðinu og því ekki sýnilegur.Segir breytingar alltaf taka á „Þess vegna fengum við til liðs við okkur vinnusálfræðing til að greina þennan vanda og hann er enn að störfum. Við sjáum svo hvað kemur út úr því og í kjölfarið hvað þarf að gera.“ Sigríður segist ekki telja að meintur samskiptavandi hafi áhrif á störf lögreglunnar. Sé hann til staðar tengist hann þeim breytingum sem verið að gera hjá embættinu. „Það var samskiptavandi hér til staðar áður svo þetta tengist ekki eingöngu umræddum breytingum. Ég hef hins vegar alltaf verið í breytingum alls staðar þar sem ég hef verið og þær hafa aldrei verið auðveldar. Þær hafa alltaf tekið á en svo tekist farsællega og ég vona að svo verði einnig núna. Ég segi það bara einlæglega að starfsemin gengur vel hjá embættinu og það eru allir að leggja sitt af mörkum. Ef að það eru einhverjar deilur þá eru þær allavega ekki uppi á yfirborðinu.“ Enn bólar ekkert á skýrslu frá vinnusálfræðingnum en upphaflega átti hann að skila skýrslu í maí síðastliðnum, eða um mánuði eftir að hann hóf vinnu sína. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu reyndist vinnan tímafrekari en upphaflega var gert ráð fyrir. Ráðuneytið hefur hins vegar fundað með sálfræðingnum en ekki liggur fyrir hvenær skýrslu vegna málsins verður skilað. Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira
Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. Sálfræðingurinn hefur rætt við þá sem skipa yfirstjórn lögreglunnar en þar á meðal eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, og aðstoðarlögreglustjórarnir Jón H. B. Snorrason og Alda Hrönn Jóhannsdóttir. Þá hefur einnig verið rætt við aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá rannsóknardeildum og á lögreglustöðvum. „Þetta er ekki þannig að það séu einhver læti, hamagangur eða eitthvað slíkt. Við erum bara í breytingaferli og það er mikið í gangi. Það er meðal annars verið að færa fólk á milli eininga og sameina lögreglustöðvar,“ segir Sigríður Björk aðspurð um meintan samskiptavanda og bætir við að ef hann sé til staðar þá sé hann ekki á yfirborðinu og því ekki sýnilegur.Segir breytingar alltaf taka á „Þess vegna fengum við til liðs við okkur vinnusálfræðing til að greina þennan vanda og hann er enn að störfum. Við sjáum svo hvað kemur út úr því og í kjölfarið hvað þarf að gera.“ Sigríður segist ekki telja að meintur samskiptavandi hafi áhrif á störf lögreglunnar. Sé hann til staðar tengist hann þeim breytingum sem verið að gera hjá embættinu. „Það var samskiptavandi hér til staðar áður svo þetta tengist ekki eingöngu umræddum breytingum. Ég hef hins vegar alltaf verið í breytingum alls staðar þar sem ég hef verið og þær hafa aldrei verið auðveldar. Þær hafa alltaf tekið á en svo tekist farsællega og ég vona að svo verði einnig núna. Ég segi það bara einlæglega að starfsemin gengur vel hjá embættinu og það eru allir að leggja sitt af mörkum. Ef að það eru einhverjar deilur þá eru þær allavega ekki uppi á yfirborðinu.“ Enn bólar ekkert á skýrslu frá vinnusálfræðingnum en upphaflega átti hann að skila skýrslu í maí síðastliðnum, eða um mánuði eftir að hann hóf vinnu sína. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu reyndist vinnan tímafrekari en upphaflega var gert ráð fyrir. Ráðuneytið hefur hins vegar fundað með sálfræðingnum en ekki liggur fyrir hvenær skýrslu vegna málsins verður skilað.
Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira
Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20