Fótbolti

Þessir vilja taka við af Blatter

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það styttist í brottför Blatter.
Það styttist í brottför Blatter. vísir/getty
Sjö frambjóðendur verða í forsetakjöri FIFA í febrúar á næsta ári.

Þá mun Sepp Blatter stíga niður og arftaka hans kosinn. Umboðsfresturinn rann út síðasta mánudag og FIFA hefur nú gefið út hverjir það eru sem koma til greina í kjörinu.

Þeir eru: Prins Ali bin al-Hussein, Musa Bility, Jerome Champagne, Gianni Infantino, Michel Platini, Sheikh Salman bin Ebrahim al-Khalifa og Tokyo Sexwale.

Trinidadinn David Nikhad sendi líka inn umsókn en hún virðist ekki hafa komist í gegn einhverra hluta vegna.

Eins og sjá má er Michel Platini, forseti UEFA, í framboði þó svo verið sé að rannsaka mál gegn honum þessa dagana og honum hafi af þeim sökum verið vísað frá störfum fyrir FIFA í 90 daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×