Brjálað að gera hjá sýslumanni: Opnunartími styttur og unnið myrkrana á milli sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. október 2015 13:00 Tæplega 900 þinglýsingarskjöl komu á borð sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í gær. Opnunartími hefur verið styttur tímabundið. vísir/vilhelm Unnið er að því að koma öll í samt horf nú að loknu verkfalli félagsmanna SFR og Sjúkraliðafélags Íslands. Þrefalt fleiri mál eru á borði sýslumanns en á sama tíma í fyrra og var því afráðið að stytta opnunartíma um nokkrar klukkustundir. Þá eru deildir Landspítalans yfirfullar og unnið er að því að vinna niður biðlistana. SFR stéttarfélag, sjúkraliðar og lögreglumenn skrifuðu undir nýjan kjarasamning við ríkið aðfaranótt þriðjudags, eftir tveggja vikna samfellda samningalotu í skugga verkfalla. Með því var komist hjá allsherjarverkfalli sem hefjast átti á miðnætti í gær.Þrefalt fleiri þinglýsingar Lokað var hjá embætti sýslumanns frá 15. október vegna verkfallsins. Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið hafa verið vel undirbúið, en að stytta þurfi opnunartíma svo hægt verði að vinna úr öllum erindum. Þá hafi starfsfólk unnið myrkanna á milli svo málin komist í eðlilegan farveg. „Ef við tökum þinglýsingarnar þá eru skjöl sem bárust í gær 895 talsins. Það var bara opið til tólf á hádegi. Þetta er náttúrulega gríðarlegur fjöldi, við fáum að meðaltali 250-300 skjöl á dag þannig að þetta er meira en þrefaldur skammtur," segir Þórólfur.Vegabréfaafgreiðsla yfirfull Hann segir að mikið hafi verið að gera í vegabréfaafgreiðslunni, en það megi meðal annars rekja til nýrra reglna Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, sem kveða á um að framlengd vegabréf falli úr gildi eftir tæpan mánuð. „Það voru 346 umsóknir á landinu öllu um ný vegabréf í gær. Þá er fólk að mæta og láta taka myndir af sér og allt sem því tilheyrir. Ég gæti trúað það hafi verið svona 250-300 á höfuðborgarsvæðinu." Þórólfur segir að vel gangi að vinna listana niður og vonast til að opnunartími haldist óbreyttur á morgun. „Vonandi tekst að koma þessu á réttan kjöl á örfáum dögum," segir hann.Einungis brýnum aðgerðum sinnt Þá var hundrað og tuttugu skurðaðgerðum frestað á Landspítalanum fyrstu tíu daga verkfallsins. Einungis bráðum og brýnum aðgerðum var sinnt og eru biðlistar allt að helmingi lengri en á sama tíma í fyrra. Tæplega fjórtán hundruða manns hafa nú beðið lengur en í þrjá mánuði eftir skurðaðgerð á augasteini. Unnið er að því að biðlistana þá niður. Deildir spítalans voru yfirfullar fyrir verkfall en í skýrslu Landspítalans segir að ekki sé hægt að sjá afgerandi fækkun á fjölda inniliggjandi sjúklinga. Verkfall 2016 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Unnið er að því að koma öll í samt horf nú að loknu verkfalli félagsmanna SFR og Sjúkraliðafélags Íslands. Þrefalt fleiri mál eru á borði sýslumanns en á sama tíma í fyrra og var því afráðið að stytta opnunartíma um nokkrar klukkustundir. Þá eru deildir Landspítalans yfirfullar og unnið er að því að vinna niður biðlistana. SFR stéttarfélag, sjúkraliðar og lögreglumenn skrifuðu undir nýjan kjarasamning við ríkið aðfaranótt þriðjudags, eftir tveggja vikna samfellda samningalotu í skugga verkfalla. Með því var komist hjá allsherjarverkfalli sem hefjast átti á miðnætti í gær.Þrefalt fleiri þinglýsingar Lokað var hjá embætti sýslumanns frá 15. október vegna verkfallsins. Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið hafa verið vel undirbúið, en að stytta þurfi opnunartíma svo hægt verði að vinna úr öllum erindum. Þá hafi starfsfólk unnið myrkanna á milli svo málin komist í eðlilegan farveg. „Ef við tökum þinglýsingarnar þá eru skjöl sem bárust í gær 895 talsins. Það var bara opið til tólf á hádegi. Þetta er náttúrulega gríðarlegur fjöldi, við fáum að meðaltali 250-300 skjöl á dag þannig að þetta er meira en þrefaldur skammtur," segir Þórólfur.Vegabréfaafgreiðsla yfirfull Hann segir að mikið hafi verið að gera í vegabréfaafgreiðslunni, en það megi meðal annars rekja til nýrra reglna Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, sem kveða á um að framlengd vegabréf falli úr gildi eftir tæpan mánuð. „Það voru 346 umsóknir á landinu öllu um ný vegabréf í gær. Þá er fólk að mæta og láta taka myndir af sér og allt sem því tilheyrir. Ég gæti trúað það hafi verið svona 250-300 á höfuðborgarsvæðinu." Þórólfur segir að vel gangi að vinna listana niður og vonast til að opnunartími haldist óbreyttur á morgun. „Vonandi tekst að koma þessu á réttan kjöl á örfáum dögum," segir hann.Einungis brýnum aðgerðum sinnt Þá var hundrað og tuttugu skurðaðgerðum frestað á Landspítalanum fyrstu tíu daga verkfallsins. Einungis bráðum og brýnum aðgerðum var sinnt og eru biðlistar allt að helmingi lengri en á sama tíma í fyrra. Tæplega fjórtán hundruða manns hafa nú beðið lengur en í þrjá mánuði eftir skurðaðgerð á augasteini. Unnið er að því að biðlistana þá niður. Deildir spítalans voru yfirfullar fyrir verkfall en í skýrslu Landspítalans segir að ekki sé hægt að sjá afgerandi fækkun á fjölda inniliggjandi sjúklinga.
Verkfall 2016 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira