Hugtakið „besti vinur mannsins“ sannar sig í sambandi Ísabellu og Loka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2015 16:00 Loki passar hana Ísabellu sína uppi í sófa. Það er óhætt að segja að samband hinnar sex ára gömlu Ísabellu Eirar Ragnarsdóttur og labradorhundsins Loka sé einstakt. Ferfætlingurinn virðist ná til stúlkunnar eins og fæstum öðrum tekst, hvort sem er á góðum stundum eða slæmum.Ísabella er ein þriggja á Íslandi sem glímir við Smith-Magenis heilkenni (SMS). Um er að ræða þungt og fjölþætt heilkenni. Helstu einkeni eru miklar svefntruflanir, skertur vitsmuna- og tilfinningaþroski, seinkaður málþroski, gífurleg hegðunarvandamál og sjálfskaði. Sigrún Guðlaugardóttir hefur verið stuðningsforeldri Ísabellu frá þriggja ára aldri. Sem stuðningsforeldri tekur hún Ísabellu reglulega að sér og gefur þannig fjölskyldu hennar, illa sofinni oft á tíðum, tækifæri til að hvíla sig. Eðli málsins samkvæmt var fjölskyldan að takast á við áður óþekktan heim. „Allar götur síðan hef ég orðið vitni að ótrúlegum atvikum og augnablikum sem hafa skilið mig eftir agndofa. Að horfa á hundana mína sem eru óþjálfaðir og skemmtilega óþekkir labradorar, ganga inn í hlutverk hjálparhunda,“ segir Sigrún í einlægum pistli á vefsíðunni Hundalífspóstur.is.Sigrún, Ísabella og Loki.Hundarnir nálgast Ísabellu af sjálfsdáðumFremstur í flokki er hinn fimm ára gamli og guli labradorhundur Loki. Sigrún segir hann hafa verið fyrirmynd fyrir hina hundana enda var hann eini hundur Sigrúnar þegar hún tók að sér hlutverk stuðningsforeldris. Sigrún segist í samtali við Vísi rækta hunda ásamt móður sinni hjá Leynigarðs Labradors en Loki er íslenskur sýningameistari. Sigrún segir Ísabellu mjög hvatvísa, með hamlandi ADHD og eigi erfitt með að finna í sér ró. Hún krefji fólk um mikla athygli og þurfi stöðugt eftirlit. Loki og hinir hundarnir sæki í næveru Ísabellu og sú nærvera fær hana til að gefa sér meiri tíma að sögn Sigrúnar.„Ég hef aldei gefið skipanir eða ætlað hundunum að vera nærri Ísabellu, það gera þeir af sjálfdáðum.“Samband þeirra Ísabellu og Loka er afar náið.Stökk upp í sófa og lagðist ofan á ÍsabelluÞrátt fyrir að taka lyf þá er svefn mikið vandamál hjá hinni sex ára gömlu Ísabellu. Hún vaknar reglulega á nóttunni, vaknar sömuleiðis snemma og er þreytt yfir daginn. Sigrún segir að eftir að Ísabella fór að dvelja hjá sér virtust þessi vandamál minnka.„Í raun svaf hún svo vel að mamma hennar spurði mig einu sinni í gríni hvort ég væri ekki bara að skrökva með nætursvefninn og daglúrana. Ég á engin vísindaleg gögn til að útskýra þetta bara sterka sannfæringu mína fyrir því að róin sem hundarnir færa henni sé ástæðan.“Sigrún lýsir því þannig að Loki gangi óumbeðinn inn í aðstæður sem manneskja gæti ekki gert án þess að ástandið myndi stigmagnast. Lýsir Sigrún einu kvöldi þar sem Ísabella var orðin svo þreytt en þrátt fyrir að vera búin að fá svefnlyf virtist upptrekktur líkaminn ekki ætla að leyfa henni að fara að sofa. „Hún klifraði og veltist um á sófanum en þar var hún vön að sofna. Loki sem hafði legið á gólfinu stóð allt í einu á fætur, stökk upp í sófa og lagðist ofan á barnið, þó án þess að valda henni óþægindum. Innan tveggja mínútna var barnið sofnað, það þurfti bara að stöðva skrokkinn svo svefninn kæmist að.“ Að sögn Sigrúnar hefði niðurstaðan líklega orðið skapofsakast hefði Sigrún sjálf reynt að leika þetta eftir. Ísabella hafi hins vegar enga tilraun gert til að mótmæla hegðun hundsins.Ísabella kann vel við sig innan um labradorana.Hundarnir skynja hversu stór köstin eruÍsabella glímir einnig við það vandamál að ekki er auðvelt fyrir hana að eignast vini á eigin aldri. Hana skortir hæfni til að leika með öðrum og setur nánast allt upp í sig og nagar það. Í þeim tilfellum þar sem hún leikur sér með öðrum börnum einkennast samskiptin af „Ekki, Ísabella“ og „Nei, Ísabella“. Sigrún segir hundana hins vegar sýna Ísabellu óskilyrta ást og hlýju á jafningjagrundvelli. „Englar fljúga ekki, þeir ganga,“ segir Sigrún. Hundarnir skynja hversu stór skapofsaköst Ísabellu eru hverju sinni. Þeir koma til hjálpar í mildari köstum en draga sig í hlé í stærri köstum. Í fyrra tilfellinu er Ísabella oft byrjuð að hlæja eftir augnablik. „Hundarnir hafa afstýrt ótal köstum á mínu heimili.“Sigrún segir sumum hundum einfaldlega í blóð borið að vera hjálparhundar.Óþjálfaðir hundar geta líka verið hjálparhundarSvo er það í margmenni þar sem Ísabella á jafnan erfitt uppdráttar. Þær aðstæður eru sérstalega erfiðar en þó eru dæmi þar sem samvinna þeirra Loka hefur gert hana svo stolta að orð fá vart lýst. Þannig hafa Ísabella og Loki tvisvar sinum tekið þátt í barnaflokki ungra hundasýnenda án vandræða. Þar hefur Ísabella hlaupið um með vin sinn og líkt og þau hafa ekkert annað gert í lífinu. „Loki stóð eins og stytta á meðan Ísabella sýndi dómaranum tennur, eyru, nef og augu (þótt þess hafi ekki verið óskað frá henni.) Á milli hlaupa biðu þau saman en að bíða er ekki sterkasta hlið Ísabellu. Stoltið sem ég fann fyrir er ólýsanlegt, að fá að sjá barnið ,,mitt“ standa jafnfætis við önnur börn og hundinn minn gera það að veruleika.“ Sigrún segir að Loki hafi sannað fyrir sér að skilgreiningin á hjálparhundum takmarkist alls ekki við þá hunda sem farið hafi í gegnum langa og stranga þjálfun. Það sé sumum hundum einfaldlega í blóð borið. „Glaumur (2 ára) lærði af Loka og þeir hafa í sameiningu auðgað líf Ísabellu með vináttu sinni og skilningi. Nýlega fjölgaði á heimilinu þegar Frami (4 mánaða) kom til okkar og hef ég fulla trú á að þeir eldri verði honum lærifeður og fyrirmyndir.“ Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Það er óhætt að segja að samband hinnar sex ára gömlu Ísabellu Eirar Ragnarsdóttur og labradorhundsins Loka sé einstakt. Ferfætlingurinn virðist ná til stúlkunnar eins og fæstum öðrum tekst, hvort sem er á góðum stundum eða slæmum.Ísabella er ein þriggja á Íslandi sem glímir við Smith-Magenis heilkenni (SMS). Um er að ræða þungt og fjölþætt heilkenni. Helstu einkeni eru miklar svefntruflanir, skertur vitsmuna- og tilfinningaþroski, seinkaður málþroski, gífurleg hegðunarvandamál og sjálfskaði. Sigrún Guðlaugardóttir hefur verið stuðningsforeldri Ísabellu frá þriggja ára aldri. Sem stuðningsforeldri tekur hún Ísabellu reglulega að sér og gefur þannig fjölskyldu hennar, illa sofinni oft á tíðum, tækifæri til að hvíla sig. Eðli málsins samkvæmt var fjölskyldan að takast á við áður óþekktan heim. „Allar götur síðan hef ég orðið vitni að ótrúlegum atvikum og augnablikum sem hafa skilið mig eftir agndofa. Að horfa á hundana mína sem eru óþjálfaðir og skemmtilega óþekkir labradorar, ganga inn í hlutverk hjálparhunda,“ segir Sigrún í einlægum pistli á vefsíðunni Hundalífspóstur.is.Sigrún, Ísabella og Loki.Hundarnir nálgast Ísabellu af sjálfsdáðumFremstur í flokki er hinn fimm ára gamli og guli labradorhundur Loki. Sigrún segir hann hafa verið fyrirmynd fyrir hina hundana enda var hann eini hundur Sigrúnar þegar hún tók að sér hlutverk stuðningsforeldris. Sigrún segist í samtali við Vísi rækta hunda ásamt móður sinni hjá Leynigarðs Labradors en Loki er íslenskur sýningameistari. Sigrún segir Ísabellu mjög hvatvísa, með hamlandi ADHD og eigi erfitt með að finna í sér ró. Hún krefji fólk um mikla athygli og þurfi stöðugt eftirlit. Loki og hinir hundarnir sæki í næveru Ísabellu og sú nærvera fær hana til að gefa sér meiri tíma að sögn Sigrúnar.„Ég hef aldei gefið skipanir eða ætlað hundunum að vera nærri Ísabellu, það gera þeir af sjálfdáðum.“Samband þeirra Ísabellu og Loka er afar náið.Stökk upp í sófa og lagðist ofan á ÍsabelluÞrátt fyrir að taka lyf þá er svefn mikið vandamál hjá hinni sex ára gömlu Ísabellu. Hún vaknar reglulega á nóttunni, vaknar sömuleiðis snemma og er þreytt yfir daginn. Sigrún segir að eftir að Ísabella fór að dvelja hjá sér virtust þessi vandamál minnka.„Í raun svaf hún svo vel að mamma hennar spurði mig einu sinni í gríni hvort ég væri ekki bara að skrökva með nætursvefninn og daglúrana. Ég á engin vísindaleg gögn til að útskýra þetta bara sterka sannfæringu mína fyrir því að róin sem hundarnir færa henni sé ástæðan.“Sigrún lýsir því þannig að Loki gangi óumbeðinn inn í aðstæður sem manneskja gæti ekki gert án þess að ástandið myndi stigmagnast. Lýsir Sigrún einu kvöldi þar sem Ísabella var orðin svo þreytt en þrátt fyrir að vera búin að fá svefnlyf virtist upptrekktur líkaminn ekki ætla að leyfa henni að fara að sofa. „Hún klifraði og veltist um á sófanum en þar var hún vön að sofna. Loki sem hafði legið á gólfinu stóð allt í einu á fætur, stökk upp í sófa og lagðist ofan á barnið, þó án þess að valda henni óþægindum. Innan tveggja mínútna var barnið sofnað, það þurfti bara að stöðva skrokkinn svo svefninn kæmist að.“ Að sögn Sigrúnar hefði niðurstaðan líklega orðið skapofsakast hefði Sigrún sjálf reynt að leika þetta eftir. Ísabella hafi hins vegar enga tilraun gert til að mótmæla hegðun hundsins.Ísabella kann vel við sig innan um labradorana.Hundarnir skynja hversu stór köstin eruÍsabella glímir einnig við það vandamál að ekki er auðvelt fyrir hana að eignast vini á eigin aldri. Hana skortir hæfni til að leika með öðrum og setur nánast allt upp í sig og nagar það. Í þeim tilfellum þar sem hún leikur sér með öðrum börnum einkennast samskiptin af „Ekki, Ísabella“ og „Nei, Ísabella“. Sigrún segir hundana hins vegar sýna Ísabellu óskilyrta ást og hlýju á jafningjagrundvelli. „Englar fljúga ekki, þeir ganga,“ segir Sigrún. Hundarnir skynja hversu stór skapofsaköst Ísabellu eru hverju sinni. Þeir koma til hjálpar í mildari köstum en draga sig í hlé í stærri köstum. Í fyrra tilfellinu er Ísabella oft byrjuð að hlæja eftir augnablik. „Hundarnir hafa afstýrt ótal köstum á mínu heimili.“Sigrún segir sumum hundum einfaldlega í blóð borið að vera hjálparhundar.Óþjálfaðir hundar geta líka verið hjálparhundarSvo er það í margmenni þar sem Ísabella á jafnan erfitt uppdráttar. Þær aðstæður eru sérstalega erfiðar en þó eru dæmi þar sem samvinna þeirra Loka hefur gert hana svo stolta að orð fá vart lýst. Þannig hafa Ísabella og Loki tvisvar sinum tekið þátt í barnaflokki ungra hundasýnenda án vandræða. Þar hefur Ísabella hlaupið um með vin sinn og líkt og þau hafa ekkert annað gert í lífinu. „Loki stóð eins og stytta á meðan Ísabella sýndi dómaranum tennur, eyru, nef og augu (þótt þess hafi ekki verið óskað frá henni.) Á milli hlaupa biðu þau saman en að bíða er ekki sterkasta hlið Ísabellu. Stoltið sem ég fann fyrir er ólýsanlegt, að fá að sjá barnið ,,mitt“ standa jafnfætis við önnur börn og hundinn minn gera það að veruleika.“ Sigrún segir að Loki hafi sannað fyrir sér að skilgreiningin á hjálparhundum takmarkist alls ekki við þá hunda sem farið hafi í gegnum langa og stranga þjálfun. Það sé sumum hundum einfaldlega í blóð borið. „Glaumur (2 ára) lærði af Loka og þeir hafa í sameiningu auðgað líf Ísabellu með vináttu sinni og skilningi. Nýlega fjölgaði á heimilinu þegar Frami (4 mánaða) kom til okkar og hef ég fulla trú á að þeir eldri verði honum lærifeður og fyrirmyndir.“
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði