Erlent

Anonymous ætlar að birta nöfn 1.000 meðlima Ku Klux Klan

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Talið er að allt 8.000 meðlimir séu í Ku Klux Klan í Bandaríkjunum í dag.
Talið er að allt 8.000 meðlimir séu í Ku Klux Klan í Bandaríkjunum í dag. Vísir/Getty
Hakkararnir í Anonymous hafa ekki setið aðgerðarlausir undanfarnar vikur. Þeir hafa komist yfir nöfn 1.000 meðlima Ku Klux Klan í Bandaríkjunum og hyggjast meðlimir Anonymous birta nöfnin.

Hópur hakkara innan Anonymous komust yfir Twitter-aðgang tengdum Ku Klux Klan og í gegnum hann komust þeir yfir nafnalistann. Ætla hópurinn sér að birta listann í næsta mánuði í tilefni þess að eitt ár er síðan dómstólar ákváðu að lögregluþjónninn Darren Wilson yrði ekki ákærður fyrir morðið á Michael Brown í Ferguson á síðasta ári.

Anonymous kallar aðgerðina Operation KKK en undanfarið ár hefur hópurinn barist gegn Ku Klux Klan Bandaríkjunum. Fyrir rétt tæpu ári síðan dreifðu meðlimir Ku Klux Klan dreifibréfum þar sem mótmælendur morðsins á Michael Brown var hótað ofbeldi. Síðan þá hefur Anonymous strítt KKK. Hakkararnir tóku yfir Twitter-aðgang hópsins og stjórna honum enn. Einnig gerðu þeir tölvuárásir á vefsíður KK.

Hópurinn sagði í yfirlýsingu að KKK hefði eignast ævarandi óvin með hótunum sínum gagnvart mótmælendum í Ferguson og nú væri kominn tími til þess að „gera Ku Kux Klan að gegnsæjum samtökum.“

Anonymous eru óljóst samfélag hakkara sem varð til á spjallborðinu 4chan árið 2003. Hópurinn hefur haft ýmis skotmörk í gegnum tíðina og meðal annars ráðist gegn barnaklámshringum, Vísindakirkjunni og Paypal eftir að fyrirtækið hætti að móttaka stuðningsgreiðslur fyrir Wikileaks.

Ku Klux Klan eru ein elstu og rótgrónustu haturssamtök Bandaríkjanna, á hápunkti samtakanna í kringum 1920 voru allt að fjórir milljón meðlimir í samtökunum en í dag er talið að um 5.000-8.000 meðlimir séu í samtökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×