Skaut Brown tólf sinnum í sjálfsvörn Birta Björnsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 20:00 Ófriðarbálið logar í smábænum Ferguson í Bandaríkjunum eftir að ljóst þykir að lögreglumaður sem skaut 18 ára blökkupilt til bana í sumar verður ekki látinn svara til saka fyrir verknaðinn. Í gögnum málsins kemur meðal annars fram að lögreglumaðurinn, Darren Wilson, heldur því fram að hinn óvopnaði Michael Brown hafi ógnað sér og reynt að ná af sér byssunni. Wilson ber því við sjálfsvörn en hann skaut hinn sautján ára Brown tólf sinnum. Þykir mörgum málið lýsandi dæmi fyrir það kynþáttamisrétti sem enn ríkir í Bandaríkjunum, en í bænum Fergusson eru rúmlega 90% lögreglumanna hvítir þrátt fyrir að tæplega 70% íbúa bæjarins séu svartir. „Það er mikilvægt að hafa í huga að einstaklingarnir í kviðdómnum eru eina fólkið sem hefur heyrt vitnisburð allra sem að málinu koma auk þess að hafa grandskoðað öll sönnunargögn í málinu. Þeirra niðurstaða er að ekki sé tilefni til að leggja gram ákæru gegn lögreglumanninum Wilson," tilkynnti saksóknarinn Bob McCulloch í nótt. Viðbrögðin við niðurstöðu kviðdómsins létu ekki á sér standa og reiðir mótmælendur kveiktu í byggingum og bílum og skutu úr byssum. Forseti Bandaríkjanna lagðist á árar með fjölskyldu Brown, sem hvatti til friðsamlegra mótmæla þeirra sem ósáttir eru við úrskurðinn. Líklegt þykir að ófriðarbálið komi til með að loga áfram næstu daga. Og það var ekki bara mótmælt í Ferguson, víðsvegar um Bandaríkin streymdi fólk út á götur í kjölfar úrskurðarins. „Hann var á mínum aldri, ég gæti því átt á hættu að vera skotinn til bana án þess að það hefði nokkrar afleiðingar fyrir þann sem gerði það," sagði Haki Daniels, íbúi í Los Angeles. Þá fóru einnig fram mótmæli í Cleveland þar sem lögreglumaður skaut hinn 12 ára Tamir Rice til bana um helgina. Rice var skotinn á þriggja metra færi á leikvelli eftir að hafa veifað dótabyssu. Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Ófriðarbálið logar í smábænum Ferguson í Bandaríkjunum eftir að ljóst þykir að lögreglumaður sem skaut 18 ára blökkupilt til bana í sumar verður ekki látinn svara til saka fyrir verknaðinn. Í gögnum málsins kemur meðal annars fram að lögreglumaðurinn, Darren Wilson, heldur því fram að hinn óvopnaði Michael Brown hafi ógnað sér og reynt að ná af sér byssunni. Wilson ber því við sjálfsvörn en hann skaut hinn sautján ára Brown tólf sinnum. Þykir mörgum málið lýsandi dæmi fyrir það kynþáttamisrétti sem enn ríkir í Bandaríkjunum, en í bænum Fergusson eru rúmlega 90% lögreglumanna hvítir þrátt fyrir að tæplega 70% íbúa bæjarins séu svartir. „Það er mikilvægt að hafa í huga að einstaklingarnir í kviðdómnum eru eina fólkið sem hefur heyrt vitnisburð allra sem að málinu koma auk þess að hafa grandskoðað öll sönnunargögn í málinu. Þeirra niðurstaða er að ekki sé tilefni til að leggja gram ákæru gegn lögreglumanninum Wilson," tilkynnti saksóknarinn Bob McCulloch í nótt. Viðbrögðin við niðurstöðu kviðdómsins létu ekki á sér standa og reiðir mótmælendur kveiktu í byggingum og bílum og skutu úr byssum. Forseti Bandaríkjanna lagðist á árar með fjölskyldu Brown, sem hvatti til friðsamlegra mótmæla þeirra sem ósáttir eru við úrskurðinn. Líklegt þykir að ófriðarbálið komi til með að loga áfram næstu daga. Og það var ekki bara mótmælt í Ferguson, víðsvegar um Bandaríkin streymdi fólk út á götur í kjölfar úrskurðarins. „Hann var á mínum aldri, ég gæti því átt á hættu að vera skotinn til bana án þess að það hefði nokkrar afleiðingar fyrir þann sem gerði það," sagði Haki Daniels, íbúi í Los Angeles. Þá fóru einnig fram mótmæli í Cleveland þar sem lögreglumaður skaut hinn 12 ára Tamir Rice til bana um helgina. Rice var skotinn á þriggja metra færi á leikvelli eftir að hafa veifað dótabyssu.
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira