Fótbolti

Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Marian Pahars, þjálfari Lettlands.
Marian Pahars, þjálfari Lettlands. Vísir/getty
Marian Pahars, landsliðsþjálfari Letta, var ánægður með úrslitin gegn Íslendingum í A-riðli undankeppni EM 2016 í Laugardalnum í dag. Hans menn komu tilbaka eftir að hafa lent 2-0 undir í fyrri hálfleik og jöfnuðu metin í síðari hálfleik með tveimur góðum mörkum.

Pahars sagði á blaðamannafundi eftir leikinn að hann hefði gert mistök í því hvernig hann lagði leikinn upp.

„Við byrjuðum svo rosalega illa þannig að 2-2 í lokin eru góð úrslit. Strákarnir eiga hrós skilið. Þeir náðu í stig gegn mjög sterku liði,“ sagði Pahars.

Aðspurður hvað hann hefði gert í hálfleik, hvort hann hefði látið sína menn heyra það, svaraði Pahars neitandi.

„Í fyrri leikjum hef ég þurft að brýna raust mína en það var enginn tilgangur núna. Mistökin voru mín og ég viðurkenndi þau fyrir leikmönnum mínum,“ sagði Pahars. Hann vildi þó ekki upplýsa hver mistökin hefðu verið en þau væru taktísk.

„Við spjölluðum og náðum að leysa vandamálin.“




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×