Erlent

Pentagon ætlar að greiða fórnarlömbunum í Kunduz bætur

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Bandaríska varnarmálaráðuneytið hyggst greiða út skaðabætur vegna árásar Bandaríkjahers á sjúkrahús í Kunduz um síðustu helgi. Alls létust tuttugu og tveir og tugir særðust en ráðuneytið hefur lýst því yfir að árásin hafi verið mistök.

Ráðuneytið greindi frá því í kvöld að aðstandendur fórnarlambanna og þeir sem særðust fengju greiddar skaðabætur, en að það væri liður í að axla ábyrgð á voðaverkunum. Upphæð skaðabótanna hefur ekki verið ákveðin, en að sögn ráðuneytisins verður „viðeigandi greiðsla“ ákveðin í samráði við þá sem í hlut eiga.

Bandarískar hersveitir í Afganistan hafa beðist afsökunar á loftárásinni og segja að herinn myndi aldrei gera árás á sjúkrahús að yfirlögðu ráði. Alþjóðlegu hjálparsamtökin Læknar án landamæra krefjast stríðsglæparéttarhalda yfir yfirmönnum Bandaríkjahers vegna árásanna.


Tengdar fréttir

Vilja samstarf við Lækna án landamæra

Árás Bandaríkjahers á spítala í Kunduz í Afganistan er meðal umræðuefna á ráðherrafundi NATO í Brussel í dag. Megináhersla er þó á framkvæmd breytinga sem samþykktar voru í fyrra og viðbrögð við þróun heimsmála.

Bandaríkjaher biðst afsökunar í Afganistan

Læknar án landamæra segja bandaríska herinn viðurkenna alvarlegan stríðsglæp í samstarfi við afganska herinn. Loftárás á spítala í Kunduz kostaði 23 lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×