Fótbolti

Strákarnir okkar í munntóbakinu fyrir leik

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Viðar Örn Kjartansson, Jón Daði Böðvarsson og neftóbaksdósin.
Viðar Örn Kjartansson, Jón Daði Böðvarsson og neftóbaksdósin. mynd/ksí

Íslenska fótboltalandsliðið er nú á leið til Tyrklands þar sem það mun spila sinn lokaleik í undankeppni EM á þriðjudag. Strákarnir eru á toppi A-riðils eftir 2-2 jafntefli við Letta í gær, en þeir tryggðu sér sæti á Evrópumótinu í byrjun september.

Knattspyrnusamband Íslands mun eflaust leyfa þjóðinni að fylgjast með gangi mála á Facebook-síðu sinni, en sambandið birti í kvöld mynd af Viðari Erni Kjartanssyni og Jóni Daða Böðvarssyni í vélinni á leiðinni út. Þrátt fyrir mikinn áhuga íslensku þjóðarinnar á landsliðsstrákunum vakti neftóbaksdósin á milli þeirra félaga ekki síður athygli fólks.

KSÍ hefur blásið í herlúðra gegn tóbaksnotkun knattspyrnuiðkenda undanfarin ár, og vekur það því jafnan athygli ef liðsmenn sjást með tóbak í hönd – eða vör, líkt og þjálfararnir Lars Lagerback, Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson gerðu fyrir um tveimur árum.

Uppfært kl. 19:30
KSÍ hefur fjarlægt færsluna með umræddi mynd.

Uppfært kl. 23.55
María Ósk Skúladóttir, sambýliskona Jóns Daða, vill koma því á framfæri að Jón Daði hefur aldrei neytt tóbaks.

Baggið var ekki mikið að bögga landsliðsþjálfarann Lars Lagerback í þessu viðtali, sem tekið var árið 2013.Tengdar fréttir

Baggið að bögga Lagerbäck í Bern

Þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, Svíinn Lars Lagerbäck, sat fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins í Bern í dag. Munntóbaksnotkun hans vakti athygli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.