Samstöðupest gæti sett komu David Cameron í uppnám Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2015 17:00 Erfitt gæti reynst að manna öryggisgæslu vegna heimsóknar erlendra ráðamanna boði lögreglumenn til fyrirhugaðra veikinda Vísir/Samsett Veikindi lögreglumanna gætu sett strik í reikninginn varðandi fyrirhugaða heimsókn David Cameron, forsætisráðherra Breta, forsætisráðherra Norðurlandaríkjanna og forsætisráðherra Eystrasaltsríkjanna sem allir eru væntanlegir til Íslands dagana 28.-29. október næstkomandi. Stjórnvöld hafa ekki gert sérstakar ráðstafanir vegna ófyrirséðra veikinda lögreglumanna. Samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins hyggjast lögreglumenn víðsvegar á landinu boða til veikinda, líkt og þeir gerðu sl. föstudag, dagana 27.-28. október. Á sama tíma munu koma hingað til lands, ásamt fylgdarliði, forsætisráðherrar Bretlands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Eistlands, Lettlands og Litháen til þess að taka þátt í málþinginu Northern Future Forum. Ljóst er að þörf er á umtalsverðri öryggisgæslu vegna komu þessara erlendu ráðamanna.Fjölmennt lögreglulið gætti öryggis Wen Jiabo, þáverandi forsætisráðherra Kína, er hann heimsótti Ísland. Myndin er tekin við það tækifæri.Starfsemi lögreglu skert sl. föstudag vegna fjöldaveikinda lögreglumanna Fjölmargir lögreglumenn hringdu sig inn veika á föstudaginn fyrir helgi og var starfsemi lögreglunnar verulega skert vegna þessa víðsvegar um land. Í yfirlýsingu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem send var til fjölmiðla að morgni föstudags sagði eftirfarandi: „Sú óvenjulega staða kom upp hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun að margir lögreglumenn hjá embættinu boðuðu forföll vegna veikinda. Af þeirri ástæðu er viðbúið að ekki verði unnt að sinna öllum verkefnum sem koma á borð lögreglu í dag, en þau sem teljast brýn og áríðandi verða vitaskuld sett í forgang eins og jafnan áður.“ Samkvæmt fyrrgreindum upplýsingum hyggjast lögreglumenn einnig boða til veikinda næstkomandi föstudag. Þá stendur yfir í Reykjavík ráðstefnan Arctic Circle og á þeim degi munu Francois Hollande Frakklandsforseti og Albert Mónakóprins halda erindi. Ekki er staðfest að lögreglumenn hyggist boða til veikinda á ofangreindum dögum en upplýsingar um fyrirhugaðar dagsetningar komu fram í bréfi fjármálaráðuneytisins til Landssambands lögreglumanna þar sem lögreglumenn voru varaðir við slíkum aðgerðum.Snorri Magnússo, formaður Landssambands lögreglumanna, segir af og frá að samtökin standi á bakvið fyrirhuguð veikindi lögreglumannaVísir/VilhelmStjórnvöld ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir vegna mögulegra veikinda lögreglumanna Í svarbréfi Landssambands lögreglumanna til fjármálaráðuneytisins segir að Landssambandið standi ekki á bak við veikindi lögreglumanna og hafi ekki haft vitneskju um þá fyrirætlun lögreglumanna að hringja sig inn veika á þeim dögum sem ráðuneytið tilgreinir í bréfinu. Venjan er sú að erlendir ráðamenn og þjóðhöfðingjar þiggi lögregluvernd á meðan á opinberum heimsóknum standi og komi til þess að fjöldi lögreglumanna hringi sig inn veika á ofangreindum dagsetningum er ljóst að öryggisgæsla vegna komu erlendra ráðamanna til Íslands næstu vikurnar gæti verið í uppnámi. Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir stjórnvöld ekki hafa gert neinar ráðstafanir vegna þess sem kalla má ófyrirséð veikindi lögreglumanna á tilteknum dögum þegar fjöldi þjóðhöfðingja verður á landinu. Hann segir ávallt unnið eftir ákveðnum áætlunum og verkferlum í þessum efnum og svo sé einnig nú. Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Veikindi lögreglumanna gætu sett strik í reikninginn varðandi fyrirhugaða heimsókn David Cameron, forsætisráðherra Breta, forsætisráðherra Norðurlandaríkjanna og forsætisráðherra Eystrasaltsríkjanna sem allir eru væntanlegir til Íslands dagana 28.-29. október næstkomandi. Stjórnvöld hafa ekki gert sérstakar ráðstafanir vegna ófyrirséðra veikinda lögreglumanna. Samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins hyggjast lögreglumenn víðsvegar á landinu boða til veikinda, líkt og þeir gerðu sl. föstudag, dagana 27.-28. október. Á sama tíma munu koma hingað til lands, ásamt fylgdarliði, forsætisráðherrar Bretlands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Eistlands, Lettlands og Litháen til þess að taka þátt í málþinginu Northern Future Forum. Ljóst er að þörf er á umtalsverðri öryggisgæslu vegna komu þessara erlendu ráðamanna.Fjölmennt lögreglulið gætti öryggis Wen Jiabo, þáverandi forsætisráðherra Kína, er hann heimsótti Ísland. Myndin er tekin við það tækifæri.Starfsemi lögreglu skert sl. föstudag vegna fjöldaveikinda lögreglumanna Fjölmargir lögreglumenn hringdu sig inn veika á föstudaginn fyrir helgi og var starfsemi lögreglunnar verulega skert vegna þessa víðsvegar um land. Í yfirlýsingu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem send var til fjölmiðla að morgni föstudags sagði eftirfarandi: „Sú óvenjulega staða kom upp hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun að margir lögreglumenn hjá embættinu boðuðu forföll vegna veikinda. Af þeirri ástæðu er viðbúið að ekki verði unnt að sinna öllum verkefnum sem koma á borð lögreglu í dag, en þau sem teljast brýn og áríðandi verða vitaskuld sett í forgang eins og jafnan áður.“ Samkvæmt fyrrgreindum upplýsingum hyggjast lögreglumenn einnig boða til veikinda næstkomandi föstudag. Þá stendur yfir í Reykjavík ráðstefnan Arctic Circle og á þeim degi munu Francois Hollande Frakklandsforseti og Albert Mónakóprins halda erindi. Ekki er staðfest að lögreglumenn hyggist boða til veikinda á ofangreindum dögum en upplýsingar um fyrirhugaðar dagsetningar komu fram í bréfi fjármálaráðuneytisins til Landssambands lögreglumanna þar sem lögreglumenn voru varaðir við slíkum aðgerðum.Snorri Magnússo, formaður Landssambands lögreglumanna, segir af og frá að samtökin standi á bakvið fyrirhuguð veikindi lögreglumannaVísir/VilhelmStjórnvöld ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir vegna mögulegra veikinda lögreglumanna Í svarbréfi Landssambands lögreglumanna til fjármálaráðuneytisins segir að Landssambandið standi ekki á bak við veikindi lögreglumanna og hafi ekki haft vitneskju um þá fyrirætlun lögreglumanna að hringja sig inn veika á þeim dögum sem ráðuneytið tilgreinir í bréfinu. Venjan er sú að erlendir ráðamenn og þjóðhöfðingjar þiggi lögregluvernd á meðan á opinberum heimsóknum standi og komi til þess að fjöldi lögreglumanna hringi sig inn veika á ofangreindum dagsetningum er ljóst að öryggisgæsla vegna komu erlendra ráðamanna til Íslands næstu vikurnar gæti verið í uppnámi. Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir stjórnvöld ekki hafa gert neinar ráðstafanir vegna þess sem kalla má ófyrirséð veikindi lögreglumanna á tilteknum dögum þegar fjöldi þjóðhöfðingja verður á landinu. Hann segir ávallt unnið eftir ákveðnum áætlunum og verkferlum í þessum efnum og svo sé einnig nú.
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira