Samstöðupest gæti sett komu David Cameron í uppnám Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2015 17:00 Erfitt gæti reynst að manna öryggisgæslu vegna heimsóknar erlendra ráðamanna boði lögreglumenn til fyrirhugaðra veikinda Vísir/Samsett Veikindi lögreglumanna gætu sett strik í reikninginn varðandi fyrirhugaða heimsókn David Cameron, forsætisráðherra Breta, forsætisráðherra Norðurlandaríkjanna og forsætisráðherra Eystrasaltsríkjanna sem allir eru væntanlegir til Íslands dagana 28.-29. október næstkomandi. Stjórnvöld hafa ekki gert sérstakar ráðstafanir vegna ófyrirséðra veikinda lögreglumanna. Samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins hyggjast lögreglumenn víðsvegar á landinu boða til veikinda, líkt og þeir gerðu sl. föstudag, dagana 27.-28. október. Á sama tíma munu koma hingað til lands, ásamt fylgdarliði, forsætisráðherrar Bretlands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Eistlands, Lettlands og Litháen til þess að taka þátt í málþinginu Northern Future Forum. Ljóst er að þörf er á umtalsverðri öryggisgæslu vegna komu þessara erlendu ráðamanna.Fjölmennt lögreglulið gætti öryggis Wen Jiabo, þáverandi forsætisráðherra Kína, er hann heimsótti Ísland. Myndin er tekin við það tækifæri.Starfsemi lögreglu skert sl. föstudag vegna fjöldaveikinda lögreglumanna Fjölmargir lögreglumenn hringdu sig inn veika á föstudaginn fyrir helgi og var starfsemi lögreglunnar verulega skert vegna þessa víðsvegar um land. Í yfirlýsingu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem send var til fjölmiðla að morgni föstudags sagði eftirfarandi: „Sú óvenjulega staða kom upp hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun að margir lögreglumenn hjá embættinu boðuðu forföll vegna veikinda. Af þeirri ástæðu er viðbúið að ekki verði unnt að sinna öllum verkefnum sem koma á borð lögreglu í dag, en þau sem teljast brýn og áríðandi verða vitaskuld sett í forgang eins og jafnan áður.“ Samkvæmt fyrrgreindum upplýsingum hyggjast lögreglumenn einnig boða til veikinda næstkomandi föstudag. Þá stendur yfir í Reykjavík ráðstefnan Arctic Circle og á þeim degi munu Francois Hollande Frakklandsforseti og Albert Mónakóprins halda erindi. Ekki er staðfest að lögreglumenn hyggist boða til veikinda á ofangreindum dögum en upplýsingar um fyrirhugaðar dagsetningar komu fram í bréfi fjármálaráðuneytisins til Landssambands lögreglumanna þar sem lögreglumenn voru varaðir við slíkum aðgerðum.Snorri Magnússo, formaður Landssambands lögreglumanna, segir af og frá að samtökin standi á bakvið fyrirhuguð veikindi lögreglumannaVísir/VilhelmStjórnvöld ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir vegna mögulegra veikinda lögreglumanna Í svarbréfi Landssambands lögreglumanna til fjármálaráðuneytisins segir að Landssambandið standi ekki á bak við veikindi lögreglumanna og hafi ekki haft vitneskju um þá fyrirætlun lögreglumanna að hringja sig inn veika á þeim dögum sem ráðuneytið tilgreinir í bréfinu. Venjan er sú að erlendir ráðamenn og þjóðhöfðingjar þiggi lögregluvernd á meðan á opinberum heimsóknum standi og komi til þess að fjöldi lögreglumanna hringi sig inn veika á ofangreindum dagsetningum er ljóst að öryggisgæsla vegna komu erlendra ráðamanna til Íslands næstu vikurnar gæti verið í uppnámi. Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir stjórnvöld ekki hafa gert neinar ráðstafanir vegna þess sem kalla má ófyrirséð veikindi lögreglumanna á tilteknum dögum þegar fjöldi þjóðhöfðingja verður á landinu. Hann segir ávallt unnið eftir ákveðnum áætlunum og verkferlum í þessum efnum og svo sé einnig nú. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Veikindi lögreglumanna gætu sett strik í reikninginn varðandi fyrirhugaða heimsókn David Cameron, forsætisráðherra Breta, forsætisráðherra Norðurlandaríkjanna og forsætisráðherra Eystrasaltsríkjanna sem allir eru væntanlegir til Íslands dagana 28.-29. október næstkomandi. Stjórnvöld hafa ekki gert sérstakar ráðstafanir vegna ófyrirséðra veikinda lögreglumanna. Samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins hyggjast lögreglumenn víðsvegar á landinu boða til veikinda, líkt og þeir gerðu sl. föstudag, dagana 27.-28. október. Á sama tíma munu koma hingað til lands, ásamt fylgdarliði, forsætisráðherrar Bretlands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Eistlands, Lettlands og Litháen til þess að taka þátt í málþinginu Northern Future Forum. Ljóst er að þörf er á umtalsverðri öryggisgæslu vegna komu þessara erlendu ráðamanna.Fjölmennt lögreglulið gætti öryggis Wen Jiabo, þáverandi forsætisráðherra Kína, er hann heimsótti Ísland. Myndin er tekin við það tækifæri.Starfsemi lögreglu skert sl. föstudag vegna fjöldaveikinda lögreglumanna Fjölmargir lögreglumenn hringdu sig inn veika á föstudaginn fyrir helgi og var starfsemi lögreglunnar verulega skert vegna þessa víðsvegar um land. Í yfirlýsingu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem send var til fjölmiðla að morgni föstudags sagði eftirfarandi: „Sú óvenjulega staða kom upp hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun að margir lögreglumenn hjá embættinu boðuðu forföll vegna veikinda. Af þeirri ástæðu er viðbúið að ekki verði unnt að sinna öllum verkefnum sem koma á borð lögreglu í dag, en þau sem teljast brýn og áríðandi verða vitaskuld sett í forgang eins og jafnan áður.“ Samkvæmt fyrrgreindum upplýsingum hyggjast lögreglumenn einnig boða til veikinda næstkomandi föstudag. Þá stendur yfir í Reykjavík ráðstefnan Arctic Circle og á þeim degi munu Francois Hollande Frakklandsforseti og Albert Mónakóprins halda erindi. Ekki er staðfest að lögreglumenn hyggist boða til veikinda á ofangreindum dögum en upplýsingar um fyrirhugaðar dagsetningar komu fram í bréfi fjármálaráðuneytisins til Landssambands lögreglumanna þar sem lögreglumenn voru varaðir við slíkum aðgerðum.Snorri Magnússo, formaður Landssambands lögreglumanna, segir af og frá að samtökin standi á bakvið fyrirhuguð veikindi lögreglumannaVísir/VilhelmStjórnvöld ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir vegna mögulegra veikinda lögreglumanna Í svarbréfi Landssambands lögreglumanna til fjármálaráðuneytisins segir að Landssambandið standi ekki á bak við veikindi lögreglumanna og hafi ekki haft vitneskju um þá fyrirætlun lögreglumanna að hringja sig inn veika á þeim dögum sem ráðuneytið tilgreinir í bréfinu. Venjan er sú að erlendir ráðamenn og þjóðhöfðingjar þiggi lögregluvernd á meðan á opinberum heimsóknum standi og komi til þess að fjöldi lögreglumanna hringi sig inn veika á ofangreindum dagsetningum er ljóst að öryggisgæsla vegna komu erlendra ráðamanna til Íslands næstu vikurnar gæti verið í uppnámi. Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir stjórnvöld ekki hafa gert neinar ráðstafanir vegna þess sem kalla má ófyrirséð veikindi lögreglumanna á tilteknum dögum þegar fjöldi þjóðhöfðingja verður á landinu. Hann segir ávallt unnið eftir ákveðnum áætlunum og verkferlum í þessum efnum og svo sé einnig nú.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira