Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2015 18:59 Lögreglumenn mótmæla við Stjórnarráðið. Landssamband lögreglumanna er í samfloti með SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu og Sjúkraliðafélaginu í kjaraviðræðum við ríkið, en þær sigldu í strand í síðasta mánuði. Verkföll hefjast hjá hinum félögunum 15. þessa mánaðar. vísir/pjetur Harka hefur færst í samskipti fjármálaráðuneytisins og Landssambands lögreglumanna. Ráðuneytið telur að boðuð veikindi lögreglumanna flokkist undir ólöglegar verkfallsaðgerðir og að mögulega muni Landssamband lögreglumanna verða ábyrgt fyrir tjóni sem verður af völdum veikinda lögreglumanna. Landssamband lögreglumanna hafnar alfarið að hafa að koma að skipulagningu fyrirhugaðra veikinda félagsmanna sinna en í bréfi ráðuneytisins segir að því hafi borist til eyrna að fjöldi lögreglumanna muni boða veikindi á morgun, aðfaranótt laugardags, 16. október og að auki 27.-28. október. Bréfin má nálgast hér fyrir neðan.Ráðuneytið segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólögmætar verkfallsaðgerðirÍ bréfi frá ráðuneytinu, sem stílað er á Landssamband lögreglumanna er bent á að sú aðgerð að tilkynna veikindi, þegar ekki er um slíkt að ræða, sé brot á lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ráðuneytið lítur svo á að þessar aðgerðir séu ólögmætar og bendir jafnframt á að stéttarfélög ein geti samkvæmt lögum tilkynnt eða gripið til verkfallsaðgerða. Skorar ráðuneytið á Landssamband lögreglumanna um að slíkum aðgerðum verið hætt en að öðrum kosti muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúrræða. Í bréfinu segir einnig að Landssamband lögreglumanna geti orðið ábyrgt vegna þessa tjóns sem kann að hljótast af hinu ólögmætu aðgerðum. Er ljóst að fyrirhuguð veikindi gætu haft veruleg áhrif á löggæslu í landinu næstu tvær helgar taki margir lögreglumenn þátt í þessum aðgerðum.Snorri Magnússon er formaður Landssambands lögreglumanna.Vísir/VilhelmLandsamband lögreglumanna segist ekki hafa skipulagt veikindin Landssamband lögreglumanna svaraði bréfinu frá ráðuneytinu og segja að forsvarsmönnum félagsins hafi verið ókunnugt um að sögusagnir af yfirvofandi veikindum félagsmanna sinna líkt og rætt er um í bréfi ráðuneytisins. Landssamband lögreglumanna hafi ekki komið að skipulagningu. Jafnframt segir að Landssambandið frábiðji sér slíkar aðdróttanir af hálfu ráðuneytisins. Landssambandið hafnar því að það geti borið ábyrgð á veikindum einstakra félagsmanna og hafnar að auki öllum hugsanlegum bótakröfum ríkisins á hendur Landssambandi lögreglumanna. Nálgast má bréfin hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Félag yfirlögregluþjóna skorar á ríkið að semja við lögreglumenn Í yfirlýsingu frá félaginu segir að lögreglumenn geti ekki sætt sig við að kröfur þeirra sé ekki virtar viðlits. 5. október 2015 10:56 Félagar í SFR og SFLÍ samþykkja verkfallsboðun Gert ráð fyrir að vinnustöðvanir hefjist á miðnætti aðfaranótt 15. október, semjist ekki fyrir þann tíma. 29. september 2015 14:48 Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59 SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00 „Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun. 14. september 2015 12:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Harka hefur færst í samskipti fjármálaráðuneytisins og Landssambands lögreglumanna. Ráðuneytið telur að boðuð veikindi lögreglumanna flokkist undir ólöglegar verkfallsaðgerðir og að mögulega muni Landssamband lögreglumanna verða ábyrgt fyrir tjóni sem verður af völdum veikinda lögreglumanna. Landssamband lögreglumanna hafnar alfarið að hafa að koma að skipulagningu fyrirhugaðra veikinda félagsmanna sinna en í bréfi ráðuneytisins segir að því hafi borist til eyrna að fjöldi lögreglumanna muni boða veikindi á morgun, aðfaranótt laugardags, 16. október og að auki 27.-28. október. Bréfin má nálgast hér fyrir neðan.Ráðuneytið segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólögmætar verkfallsaðgerðirÍ bréfi frá ráðuneytinu, sem stílað er á Landssamband lögreglumanna er bent á að sú aðgerð að tilkynna veikindi, þegar ekki er um slíkt að ræða, sé brot á lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ráðuneytið lítur svo á að þessar aðgerðir séu ólögmætar og bendir jafnframt á að stéttarfélög ein geti samkvæmt lögum tilkynnt eða gripið til verkfallsaðgerða. Skorar ráðuneytið á Landssamband lögreglumanna um að slíkum aðgerðum verið hætt en að öðrum kosti muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúrræða. Í bréfinu segir einnig að Landssamband lögreglumanna geti orðið ábyrgt vegna þessa tjóns sem kann að hljótast af hinu ólögmætu aðgerðum. Er ljóst að fyrirhuguð veikindi gætu haft veruleg áhrif á löggæslu í landinu næstu tvær helgar taki margir lögreglumenn þátt í þessum aðgerðum.Snorri Magnússon er formaður Landssambands lögreglumanna.Vísir/VilhelmLandsamband lögreglumanna segist ekki hafa skipulagt veikindin Landssamband lögreglumanna svaraði bréfinu frá ráðuneytinu og segja að forsvarsmönnum félagsins hafi verið ókunnugt um að sögusagnir af yfirvofandi veikindum félagsmanna sinna líkt og rætt er um í bréfi ráðuneytisins. Landssamband lögreglumanna hafi ekki komið að skipulagningu. Jafnframt segir að Landssambandið frábiðji sér slíkar aðdróttanir af hálfu ráðuneytisins. Landssambandið hafnar því að það geti borið ábyrgð á veikindum einstakra félagsmanna og hafnar að auki öllum hugsanlegum bótakröfum ríkisins á hendur Landssambandi lögreglumanna. Nálgast má bréfin hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Félag yfirlögregluþjóna skorar á ríkið að semja við lögreglumenn Í yfirlýsingu frá félaginu segir að lögreglumenn geti ekki sætt sig við að kröfur þeirra sé ekki virtar viðlits. 5. október 2015 10:56 Félagar í SFR og SFLÍ samþykkja verkfallsboðun Gert ráð fyrir að vinnustöðvanir hefjist á miðnætti aðfaranótt 15. október, semjist ekki fyrir þann tíma. 29. september 2015 14:48 Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59 SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00 „Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun. 14. september 2015 12:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Félag yfirlögregluþjóna skorar á ríkið að semja við lögreglumenn Í yfirlýsingu frá félaginu segir að lögreglumenn geti ekki sætt sig við að kröfur þeirra sé ekki virtar viðlits. 5. október 2015 10:56
Félagar í SFR og SFLÍ samþykkja verkfallsboðun Gert ráð fyrir að vinnustöðvanir hefjist á miðnætti aðfaranótt 15. október, semjist ekki fyrir þann tíma. 29. september 2015 14:48
Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59
SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00
„Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun. 14. september 2015 12:00