Hælisleitendur gista í leikrýminu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. október 2015 07:00 Móttökustöðin er lokað úrræði, til verndar þeim sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Þar búa nú svo margir að leiksvæði barna í húsinu er nýtt sem íbúð. vísir/Anton Í móttökustöð fyrir hælisleitendur í Bæjarhrauni í Hafnarfirði gista fjölskyldur í rými sem var annars hugsað sem sameiginleg stofa þar sem börn geta leikið sér. Það er vegna fjölda hælisleitenda á landinu sem rýmið er nýtt sem íbúð að sögn Skúla Á. Sigurðssonar, verkefnisstjóra hælissviðs hjá Útlendingastofnun. „Útlendingastofnun sinnir fyrst og fremst grunnþörfum hælisleitenda, þ.e. húsnæði, mat, hvers konar heilbrigðisþjónustu, o.s.frv. Rauði krossinn hefur tekið við þar sem því sleppir, til dæmis með leikfanga- og fatagjöfum, félagsstarfi, viðburðum og ýmsum stuðningi. Í húsnæðinu er gert ráð fyrir sameiginlegri stofu fyrir íbúa þar sem börn geta leikið sér en vegna fjölda hælisleitenda á landinu er það rými eins og er nýtt til íbúðar. Ekkert sjónvarp er í húsnæðinu eins og sakir standa.“Í móttökustöðuna fá engir að koma nema þeir sem þar búa, starfsfólk Rauða krossins og Útlendingastofnunar.vísir/antonFjölskyldur, barnafólk og einstæðar konur eru á einni hæð í Hafnarfirðinum og einhleypir karlar á annarri. Ekki er gengt milli hæðanna. Á gangi fyrir karla er sjónvarp og sameiginlegt rými, en ekki á fjölskyldugangi. „Móttökuteymi Útlendingastofnunar hefur óskað eftir því við Rauða krossinn að útveguð verði leikföng fyrir börnin sem búa á vegum stofnunarinnar í Hafnarfirði,“ segir Skúli um aðstæður í húsinu. Hann segir mannþröngina í Bæjarhrauni vera vegna aukins fjölda hælisumsókna sem hafa borist frá því í sumar. Í ágúst og september sóttu 110 manns um hæli í þessum tveimur mánuðum. Það sem af er árinu hafa 218 manns sótt um hæli og búist er við allt að 350 hælisleitendum á árinu. Aðstæður í móttökustöðinni eru annars ágætar, að sögn hælisleitanda sem gistir þar núna. Sólahringsvakt frá Securitas er á staðnum og þá er einn starfsmaður Útlendingastofnunar með viðveru í húsnæðinu. Þar er jafnframt viðtalsherbergi sem Útlendingastofnun notar fyrir vikulega viðtalstíma. Þráðlaust net er komið upp í húsinu sem íbúarnir eru þakklátir fyrir, það auðveldar þeim að leita sér upplýsinga og vinna að umsókn um alþjóðlega vernd á Íslandi. Flóttamenn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Í móttökustöð fyrir hælisleitendur í Bæjarhrauni í Hafnarfirði gista fjölskyldur í rými sem var annars hugsað sem sameiginleg stofa þar sem börn geta leikið sér. Það er vegna fjölda hælisleitenda á landinu sem rýmið er nýtt sem íbúð að sögn Skúla Á. Sigurðssonar, verkefnisstjóra hælissviðs hjá Útlendingastofnun. „Útlendingastofnun sinnir fyrst og fremst grunnþörfum hælisleitenda, þ.e. húsnæði, mat, hvers konar heilbrigðisþjónustu, o.s.frv. Rauði krossinn hefur tekið við þar sem því sleppir, til dæmis með leikfanga- og fatagjöfum, félagsstarfi, viðburðum og ýmsum stuðningi. Í húsnæðinu er gert ráð fyrir sameiginlegri stofu fyrir íbúa þar sem börn geta leikið sér en vegna fjölda hælisleitenda á landinu er það rými eins og er nýtt til íbúðar. Ekkert sjónvarp er í húsnæðinu eins og sakir standa.“Í móttökustöðuna fá engir að koma nema þeir sem þar búa, starfsfólk Rauða krossins og Útlendingastofnunar.vísir/antonFjölskyldur, barnafólk og einstæðar konur eru á einni hæð í Hafnarfirðinum og einhleypir karlar á annarri. Ekki er gengt milli hæðanna. Á gangi fyrir karla er sjónvarp og sameiginlegt rými, en ekki á fjölskyldugangi. „Móttökuteymi Útlendingastofnunar hefur óskað eftir því við Rauða krossinn að útveguð verði leikföng fyrir börnin sem búa á vegum stofnunarinnar í Hafnarfirði,“ segir Skúli um aðstæður í húsinu. Hann segir mannþröngina í Bæjarhrauni vera vegna aukins fjölda hælisumsókna sem hafa borist frá því í sumar. Í ágúst og september sóttu 110 manns um hæli í þessum tveimur mánuðum. Það sem af er árinu hafa 218 manns sótt um hæli og búist er við allt að 350 hælisleitendum á árinu. Aðstæður í móttökustöðinni eru annars ágætar, að sögn hælisleitanda sem gistir þar núna. Sólahringsvakt frá Securitas er á staðnum og þá er einn starfsmaður Útlendingastofnunar með viðveru í húsnæðinu. Þar er jafnframt viðtalsherbergi sem Útlendingastofnun notar fyrir vikulega viðtalstíma. Þráðlaust net er komið upp í húsinu sem íbúarnir eru þakklátir fyrir, það auðveldar þeim að leita sér upplýsinga og vinna að umsókn um alþjóðlega vernd á Íslandi.
Flóttamenn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira