Nýr Herjólfur verður tvinnferja Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. október 2015 20:02 Vonast er til að nýr Herjólfur sigli árið 2018. vísir/stefán Vinna við undirbúning útboðs nýs Herjólfs er á lokametrunum og gert er ráð fyrir því að verkið verði boðið út í næsta mánuði. Heimild til útboðs var samþykkt í apríl á þessu ári. Í fyrirspurn sem Oddný G. Harðardóttir beindi til innanríkisráðherra í dag spyr hún hvort komið hafi til skoðunar að nýja ferjan verði rafdrifin að hluta eða öllu leyti og þá hlaðin á meðan hún lægi að bryggju. Í fyrirspurninni spyr hún einnig hvort flutnings- og dreifikerfi raforku í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn myndi standa undir hleðslustöðvum fyrir ferjuna. „Það er gert ráð fyrir því í hönnuninni núna að ferjan verði svokölluð „hybrid“ eða tvinnferja,“ segir Friðfinnur Skaftason verkfræðingur og formaður stýrihóps um nýjan Herjólf. Ferjan myndi þá virka líkt og tvinnbílar sem eru rafdrifnir en rafmagnið er framleitt með díselknúnum vélum. Rafmagnið er geymt á þar til gerðum geymum.Hleðsla með landtengingum gæti orðið veruleiki síðar Fyrsta rafknúna ferja heimsins var tekin í notkun í Noregi fyrr á þessu ári en sú siglir milli bæjanna Lavik og Oppedal, sex kílómetra leið yfir Sognefjörð, 34 sinnum á dag. Siglingin tekur um tuttugu mínútur í hvert skipti. „Tæknin sem varð fyrir valinu hjá okkur er komin lengra á veg heldur en raftæknin og að auki er ákveðin óvissa með dreifikerfið í bæði Landeyjahöfn og Vestmannaeyjum. Nýja ferjan yrði hins vegar þannig úr garði gerð að það yrði mögulegt að gera hana algerlega rafknúna þegar og ef sú tækni verður orðin betri,“ segir Friðfinnur. Grófir útreikningar benda til þess að eldsneytissparnaður nýja Herjólfs verði allt að þrjátíu prósent samanborið við þann gamla. Í framtíðinni gæti verið hægt að nýta landtengingar til að hlaða hann ef aðstæður bjóði upp á það. Að auki mun nýja skipið rista grynnra en eldra skip og auðveldara verður að sigla því í mikilli ölduhæð. Tengdar fréttir Dýpkun Landeyjahafnar hefur kostað 1,1 milljarð Kostnaður við dýpkun Landeyjahafnar er umtalsvert meiri en ráð var fyrir í upphafi. 29. janúar 2015 07:00 Nýr Herjólfur í útboð Smíði og útboð nýs Herjólfs fer af stað á fyrri hluta næsta árs ef marka má tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Gæti sparað allt að fjögur hundruð milljónir árlega. 17. desember 2014 07:45 Stolt af Landeyjahöfn en segir nýtt skip vanta Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, ræddu Landeyjarhöfn í umræðum um störf þingsins. 29. apríl 2015 15:50 Höfnin lokuð í 16 mánuði á fjórum árum 31. janúar 2015 12:00 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Vinna við undirbúning útboðs nýs Herjólfs er á lokametrunum og gert er ráð fyrir því að verkið verði boðið út í næsta mánuði. Heimild til útboðs var samþykkt í apríl á þessu ári. Í fyrirspurn sem Oddný G. Harðardóttir beindi til innanríkisráðherra í dag spyr hún hvort komið hafi til skoðunar að nýja ferjan verði rafdrifin að hluta eða öllu leyti og þá hlaðin á meðan hún lægi að bryggju. Í fyrirspurninni spyr hún einnig hvort flutnings- og dreifikerfi raforku í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn myndi standa undir hleðslustöðvum fyrir ferjuna. „Það er gert ráð fyrir því í hönnuninni núna að ferjan verði svokölluð „hybrid“ eða tvinnferja,“ segir Friðfinnur Skaftason verkfræðingur og formaður stýrihóps um nýjan Herjólf. Ferjan myndi þá virka líkt og tvinnbílar sem eru rafdrifnir en rafmagnið er framleitt með díselknúnum vélum. Rafmagnið er geymt á þar til gerðum geymum.Hleðsla með landtengingum gæti orðið veruleiki síðar Fyrsta rafknúna ferja heimsins var tekin í notkun í Noregi fyrr á þessu ári en sú siglir milli bæjanna Lavik og Oppedal, sex kílómetra leið yfir Sognefjörð, 34 sinnum á dag. Siglingin tekur um tuttugu mínútur í hvert skipti. „Tæknin sem varð fyrir valinu hjá okkur er komin lengra á veg heldur en raftæknin og að auki er ákveðin óvissa með dreifikerfið í bæði Landeyjahöfn og Vestmannaeyjum. Nýja ferjan yrði hins vegar þannig úr garði gerð að það yrði mögulegt að gera hana algerlega rafknúna þegar og ef sú tækni verður orðin betri,“ segir Friðfinnur. Grófir útreikningar benda til þess að eldsneytissparnaður nýja Herjólfs verði allt að þrjátíu prósent samanborið við þann gamla. Í framtíðinni gæti verið hægt að nýta landtengingar til að hlaða hann ef aðstæður bjóði upp á það. Að auki mun nýja skipið rista grynnra en eldra skip og auðveldara verður að sigla því í mikilli ölduhæð.
Tengdar fréttir Dýpkun Landeyjahafnar hefur kostað 1,1 milljarð Kostnaður við dýpkun Landeyjahafnar er umtalsvert meiri en ráð var fyrir í upphafi. 29. janúar 2015 07:00 Nýr Herjólfur í útboð Smíði og útboð nýs Herjólfs fer af stað á fyrri hluta næsta árs ef marka má tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Gæti sparað allt að fjögur hundruð milljónir árlega. 17. desember 2014 07:45 Stolt af Landeyjahöfn en segir nýtt skip vanta Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, ræddu Landeyjarhöfn í umræðum um störf þingsins. 29. apríl 2015 15:50 Höfnin lokuð í 16 mánuði á fjórum árum 31. janúar 2015 12:00 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Dýpkun Landeyjahafnar hefur kostað 1,1 milljarð Kostnaður við dýpkun Landeyjahafnar er umtalsvert meiri en ráð var fyrir í upphafi. 29. janúar 2015 07:00
Nýr Herjólfur í útboð Smíði og útboð nýs Herjólfs fer af stað á fyrri hluta næsta árs ef marka má tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Gæti sparað allt að fjögur hundruð milljónir árlega. 17. desember 2014 07:45
Stolt af Landeyjahöfn en segir nýtt skip vanta Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, ræddu Landeyjarhöfn í umræðum um störf þingsins. 29. apríl 2015 15:50