Nýr Herjólfur verður tvinnferja Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. október 2015 20:02 Vonast er til að nýr Herjólfur sigli árið 2018. vísir/stefán Vinna við undirbúning útboðs nýs Herjólfs er á lokametrunum og gert er ráð fyrir því að verkið verði boðið út í næsta mánuði. Heimild til útboðs var samþykkt í apríl á þessu ári. Í fyrirspurn sem Oddný G. Harðardóttir beindi til innanríkisráðherra í dag spyr hún hvort komið hafi til skoðunar að nýja ferjan verði rafdrifin að hluta eða öllu leyti og þá hlaðin á meðan hún lægi að bryggju. Í fyrirspurninni spyr hún einnig hvort flutnings- og dreifikerfi raforku í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn myndi standa undir hleðslustöðvum fyrir ferjuna. „Það er gert ráð fyrir því í hönnuninni núna að ferjan verði svokölluð „hybrid“ eða tvinnferja,“ segir Friðfinnur Skaftason verkfræðingur og formaður stýrihóps um nýjan Herjólf. Ferjan myndi þá virka líkt og tvinnbílar sem eru rafdrifnir en rafmagnið er framleitt með díselknúnum vélum. Rafmagnið er geymt á þar til gerðum geymum.Hleðsla með landtengingum gæti orðið veruleiki síðar Fyrsta rafknúna ferja heimsins var tekin í notkun í Noregi fyrr á þessu ári en sú siglir milli bæjanna Lavik og Oppedal, sex kílómetra leið yfir Sognefjörð, 34 sinnum á dag. Siglingin tekur um tuttugu mínútur í hvert skipti. „Tæknin sem varð fyrir valinu hjá okkur er komin lengra á veg heldur en raftæknin og að auki er ákveðin óvissa með dreifikerfið í bæði Landeyjahöfn og Vestmannaeyjum. Nýja ferjan yrði hins vegar þannig úr garði gerð að það yrði mögulegt að gera hana algerlega rafknúna þegar og ef sú tækni verður orðin betri,“ segir Friðfinnur. Grófir útreikningar benda til þess að eldsneytissparnaður nýja Herjólfs verði allt að þrjátíu prósent samanborið við þann gamla. Í framtíðinni gæti verið hægt að nýta landtengingar til að hlaða hann ef aðstæður bjóði upp á það. Að auki mun nýja skipið rista grynnra en eldra skip og auðveldara verður að sigla því í mikilli ölduhæð. Tengdar fréttir Dýpkun Landeyjahafnar hefur kostað 1,1 milljarð Kostnaður við dýpkun Landeyjahafnar er umtalsvert meiri en ráð var fyrir í upphafi. 29. janúar 2015 07:00 Nýr Herjólfur í útboð Smíði og útboð nýs Herjólfs fer af stað á fyrri hluta næsta árs ef marka má tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Gæti sparað allt að fjögur hundruð milljónir árlega. 17. desember 2014 07:45 Stolt af Landeyjahöfn en segir nýtt skip vanta Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, ræddu Landeyjarhöfn í umræðum um störf þingsins. 29. apríl 2015 15:50 Höfnin lokuð í 16 mánuði á fjórum árum 31. janúar 2015 12:00 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Vinna við undirbúning útboðs nýs Herjólfs er á lokametrunum og gert er ráð fyrir því að verkið verði boðið út í næsta mánuði. Heimild til útboðs var samþykkt í apríl á þessu ári. Í fyrirspurn sem Oddný G. Harðardóttir beindi til innanríkisráðherra í dag spyr hún hvort komið hafi til skoðunar að nýja ferjan verði rafdrifin að hluta eða öllu leyti og þá hlaðin á meðan hún lægi að bryggju. Í fyrirspurninni spyr hún einnig hvort flutnings- og dreifikerfi raforku í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn myndi standa undir hleðslustöðvum fyrir ferjuna. „Það er gert ráð fyrir því í hönnuninni núna að ferjan verði svokölluð „hybrid“ eða tvinnferja,“ segir Friðfinnur Skaftason verkfræðingur og formaður stýrihóps um nýjan Herjólf. Ferjan myndi þá virka líkt og tvinnbílar sem eru rafdrifnir en rafmagnið er framleitt með díselknúnum vélum. Rafmagnið er geymt á þar til gerðum geymum.Hleðsla með landtengingum gæti orðið veruleiki síðar Fyrsta rafknúna ferja heimsins var tekin í notkun í Noregi fyrr á þessu ári en sú siglir milli bæjanna Lavik og Oppedal, sex kílómetra leið yfir Sognefjörð, 34 sinnum á dag. Siglingin tekur um tuttugu mínútur í hvert skipti. „Tæknin sem varð fyrir valinu hjá okkur er komin lengra á veg heldur en raftæknin og að auki er ákveðin óvissa með dreifikerfið í bæði Landeyjahöfn og Vestmannaeyjum. Nýja ferjan yrði hins vegar þannig úr garði gerð að það yrði mögulegt að gera hana algerlega rafknúna þegar og ef sú tækni verður orðin betri,“ segir Friðfinnur. Grófir útreikningar benda til þess að eldsneytissparnaður nýja Herjólfs verði allt að þrjátíu prósent samanborið við þann gamla. Í framtíðinni gæti verið hægt að nýta landtengingar til að hlaða hann ef aðstæður bjóði upp á það. Að auki mun nýja skipið rista grynnra en eldra skip og auðveldara verður að sigla því í mikilli ölduhæð.
Tengdar fréttir Dýpkun Landeyjahafnar hefur kostað 1,1 milljarð Kostnaður við dýpkun Landeyjahafnar er umtalsvert meiri en ráð var fyrir í upphafi. 29. janúar 2015 07:00 Nýr Herjólfur í útboð Smíði og útboð nýs Herjólfs fer af stað á fyrri hluta næsta árs ef marka má tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Gæti sparað allt að fjögur hundruð milljónir árlega. 17. desember 2014 07:45 Stolt af Landeyjahöfn en segir nýtt skip vanta Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, ræddu Landeyjarhöfn í umræðum um störf þingsins. 29. apríl 2015 15:50 Höfnin lokuð í 16 mánuði á fjórum árum 31. janúar 2015 12:00 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Dýpkun Landeyjahafnar hefur kostað 1,1 milljarð Kostnaður við dýpkun Landeyjahafnar er umtalsvert meiri en ráð var fyrir í upphafi. 29. janúar 2015 07:00
Nýr Herjólfur í útboð Smíði og útboð nýs Herjólfs fer af stað á fyrri hluta næsta árs ef marka má tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Gæti sparað allt að fjögur hundruð milljónir árlega. 17. desember 2014 07:45
Stolt af Landeyjahöfn en segir nýtt skip vanta Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, ræddu Landeyjarhöfn í umræðum um störf þingsins. 29. apríl 2015 15:50