Nýr Herjólfur verður tvinnferja Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. október 2015 20:02 Vonast er til að nýr Herjólfur sigli árið 2018. vísir/stefán Vinna við undirbúning útboðs nýs Herjólfs er á lokametrunum og gert er ráð fyrir því að verkið verði boðið út í næsta mánuði. Heimild til útboðs var samþykkt í apríl á þessu ári. Í fyrirspurn sem Oddný G. Harðardóttir beindi til innanríkisráðherra í dag spyr hún hvort komið hafi til skoðunar að nýja ferjan verði rafdrifin að hluta eða öllu leyti og þá hlaðin á meðan hún lægi að bryggju. Í fyrirspurninni spyr hún einnig hvort flutnings- og dreifikerfi raforku í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn myndi standa undir hleðslustöðvum fyrir ferjuna. „Það er gert ráð fyrir því í hönnuninni núna að ferjan verði svokölluð „hybrid“ eða tvinnferja,“ segir Friðfinnur Skaftason verkfræðingur og formaður stýrihóps um nýjan Herjólf. Ferjan myndi þá virka líkt og tvinnbílar sem eru rafdrifnir en rafmagnið er framleitt með díselknúnum vélum. Rafmagnið er geymt á þar til gerðum geymum.Hleðsla með landtengingum gæti orðið veruleiki síðar Fyrsta rafknúna ferja heimsins var tekin í notkun í Noregi fyrr á þessu ári en sú siglir milli bæjanna Lavik og Oppedal, sex kílómetra leið yfir Sognefjörð, 34 sinnum á dag. Siglingin tekur um tuttugu mínútur í hvert skipti. „Tæknin sem varð fyrir valinu hjá okkur er komin lengra á veg heldur en raftæknin og að auki er ákveðin óvissa með dreifikerfið í bæði Landeyjahöfn og Vestmannaeyjum. Nýja ferjan yrði hins vegar þannig úr garði gerð að það yrði mögulegt að gera hana algerlega rafknúna þegar og ef sú tækni verður orðin betri,“ segir Friðfinnur. Grófir útreikningar benda til þess að eldsneytissparnaður nýja Herjólfs verði allt að þrjátíu prósent samanborið við þann gamla. Í framtíðinni gæti verið hægt að nýta landtengingar til að hlaða hann ef aðstæður bjóði upp á það. Að auki mun nýja skipið rista grynnra en eldra skip og auðveldara verður að sigla því í mikilli ölduhæð. Tengdar fréttir Dýpkun Landeyjahafnar hefur kostað 1,1 milljarð Kostnaður við dýpkun Landeyjahafnar er umtalsvert meiri en ráð var fyrir í upphafi. 29. janúar 2015 07:00 Nýr Herjólfur í útboð Smíði og útboð nýs Herjólfs fer af stað á fyrri hluta næsta árs ef marka má tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Gæti sparað allt að fjögur hundruð milljónir árlega. 17. desember 2014 07:45 Stolt af Landeyjahöfn en segir nýtt skip vanta Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, ræddu Landeyjarhöfn í umræðum um störf þingsins. 29. apríl 2015 15:50 Höfnin lokuð í 16 mánuði á fjórum árum 31. janúar 2015 12:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Vinna við undirbúning útboðs nýs Herjólfs er á lokametrunum og gert er ráð fyrir því að verkið verði boðið út í næsta mánuði. Heimild til útboðs var samþykkt í apríl á þessu ári. Í fyrirspurn sem Oddný G. Harðardóttir beindi til innanríkisráðherra í dag spyr hún hvort komið hafi til skoðunar að nýja ferjan verði rafdrifin að hluta eða öllu leyti og þá hlaðin á meðan hún lægi að bryggju. Í fyrirspurninni spyr hún einnig hvort flutnings- og dreifikerfi raforku í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn myndi standa undir hleðslustöðvum fyrir ferjuna. „Það er gert ráð fyrir því í hönnuninni núna að ferjan verði svokölluð „hybrid“ eða tvinnferja,“ segir Friðfinnur Skaftason verkfræðingur og formaður stýrihóps um nýjan Herjólf. Ferjan myndi þá virka líkt og tvinnbílar sem eru rafdrifnir en rafmagnið er framleitt með díselknúnum vélum. Rafmagnið er geymt á þar til gerðum geymum.Hleðsla með landtengingum gæti orðið veruleiki síðar Fyrsta rafknúna ferja heimsins var tekin í notkun í Noregi fyrr á þessu ári en sú siglir milli bæjanna Lavik og Oppedal, sex kílómetra leið yfir Sognefjörð, 34 sinnum á dag. Siglingin tekur um tuttugu mínútur í hvert skipti. „Tæknin sem varð fyrir valinu hjá okkur er komin lengra á veg heldur en raftæknin og að auki er ákveðin óvissa með dreifikerfið í bæði Landeyjahöfn og Vestmannaeyjum. Nýja ferjan yrði hins vegar þannig úr garði gerð að það yrði mögulegt að gera hana algerlega rafknúna þegar og ef sú tækni verður orðin betri,“ segir Friðfinnur. Grófir útreikningar benda til þess að eldsneytissparnaður nýja Herjólfs verði allt að þrjátíu prósent samanborið við þann gamla. Í framtíðinni gæti verið hægt að nýta landtengingar til að hlaða hann ef aðstæður bjóði upp á það. Að auki mun nýja skipið rista grynnra en eldra skip og auðveldara verður að sigla því í mikilli ölduhæð.
Tengdar fréttir Dýpkun Landeyjahafnar hefur kostað 1,1 milljarð Kostnaður við dýpkun Landeyjahafnar er umtalsvert meiri en ráð var fyrir í upphafi. 29. janúar 2015 07:00 Nýr Herjólfur í útboð Smíði og útboð nýs Herjólfs fer af stað á fyrri hluta næsta árs ef marka má tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Gæti sparað allt að fjögur hundruð milljónir árlega. 17. desember 2014 07:45 Stolt af Landeyjahöfn en segir nýtt skip vanta Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, ræddu Landeyjarhöfn í umræðum um störf þingsins. 29. apríl 2015 15:50 Höfnin lokuð í 16 mánuði á fjórum árum 31. janúar 2015 12:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Dýpkun Landeyjahafnar hefur kostað 1,1 milljarð Kostnaður við dýpkun Landeyjahafnar er umtalsvert meiri en ráð var fyrir í upphafi. 29. janúar 2015 07:00
Nýr Herjólfur í útboð Smíði og útboð nýs Herjólfs fer af stað á fyrri hluta næsta árs ef marka má tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Gæti sparað allt að fjögur hundruð milljónir árlega. 17. desember 2014 07:45
Stolt af Landeyjahöfn en segir nýtt skip vanta Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, ræddu Landeyjarhöfn í umræðum um störf þingsins. 29. apríl 2015 15:50