Nýr Herjólfur í útboð Sveinn Arnarsson skrifar 17. desember 2014 07:45 Nýr Herjólfur mun sigla milli lands og Eyja árið 2017. vísir/stefán Vinna við kaup og smíði nýs Herjólfs á að hefjast í upphafi næsta árs samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar. Unnið verður að fjármögnun samhliða undirbúningi útboðs. Fyrirhugað er að bjóða út verkið á fyrri hluta ársins 2015. Ólöf Nordal innanríkisráðherra lagði málið fyrir ríkisstjórn í gær. Í minnisblaði ráðherra kemur fram að umtalsverður olíukostnaður sparist með því að taka í notkun nýja ferju sem gert er ráð fyrir að sigli til Landeyjahafnar árið um kring og að jafnframt lækki mjög kostnaður við dýpkun hafnarinnar. Með þessu sparast fjármunir sem falla til vegna siglinga Herjólfs til Þorlákshafnar. Reglulegar siglingar til Landeyjahafnar eru mikil samgöngubót milli lands og Eyja. Samtals er gert ráð fyrir að rekstur nýrrar ferju lækki um allt að fjögur hundruð milljónir króna.Elliði Vignisson, bæjarstjóri VestmannaeyjaVerkinu verið frestað síðan 2008 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir nú vera að rofa til eftir um sex ára baráttu Vestmannaeyinga við að fá betri tengingu við fastalandið. „Frá 2008, þegar áformum um smíði nýs Herjólfs var slegið á frest, höfum við barist fyrir að fá nýja ferju inn á áætlun. Við höfum haft ákveðnar áhyggjur af þessu verkefni, eyjaskeggjar. Áformað er að smíða nýtt skip með minni flutningsgetu í hverri ferð. En með því að fara fleiri ferðir mun flutningsgeta bæði á fólki og bifreiðum aukast um 70 prósent,“ segir Elliði. Nokkur vandræði hafa fylgt Landeyjahöfn síðustu ár og hefur oft og tíðum verið ófært inn í höfnina af ýmsum sökum. Hefur Herjólfur því oft þurft að sigla til Þorlákshafnar með tilheyrandi tímatapi.Tími og fé sparast Ný ferja á að geta átt auðveldar um vik með að sigla til Landeyjahafnar og því verður mikill tímasparnaður af nýrri ferju. Elliði segir hægt að sigla fleiri ferðir vegna þess að rekstrarkostnaður við nýja ferju sé mun lægri en við núverandi skip. „Við fögnum því auðvitað vel og innilega að nú sé málið komið á einhvern rekspöl. Ástandið í samgöngumálum við Vestmannaeyjar er algjörlega ótækt og illa farið með tækifærin sem fyrir eru hér í Eyjum. Einnig bendir allt til þess að nýja ferjan sem verður smíðuð spari um 400 milljónir á ári í rekstrarkostnað, samanborið við gamla Herjólf,“ segir Elliði. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir samgöngur til og frá Eyjum skipta bæði heimamenn og atvinnulífið miklu máli. „Þessi texti er kominn til af ástæðu og skiptir miklu máli að ríkisstjórnin vinni að þessu markmiði. Auðvitað á eftir að sjá hvað kemur úr útboði en samgöngur milli lands og Eyja verða að vera í lagi. Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðarlega í Eyjum og með réttu má tala um byltingu á svæðinu. Að því sögðu, og í samhengi við að við viljum dreifa ferðamönnum sem mest um landið, þá verða samgöngurnar að vera í lagi,“ segir Guðlaugur Þór. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Vinna við kaup og smíði nýs Herjólfs á að hefjast í upphafi næsta árs samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar. Unnið verður að fjármögnun samhliða undirbúningi útboðs. Fyrirhugað er að bjóða út verkið á fyrri hluta ársins 2015. Ólöf Nordal innanríkisráðherra lagði málið fyrir ríkisstjórn í gær. Í minnisblaði ráðherra kemur fram að umtalsverður olíukostnaður sparist með því að taka í notkun nýja ferju sem gert er ráð fyrir að sigli til Landeyjahafnar árið um kring og að jafnframt lækki mjög kostnaður við dýpkun hafnarinnar. Með þessu sparast fjármunir sem falla til vegna siglinga Herjólfs til Þorlákshafnar. Reglulegar siglingar til Landeyjahafnar eru mikil samgöngubót milli lands og Eyja. Samtals er gert ráð fyrir að rekstur nýrrar ferju lækki um allt að fjögur hundruð milljónir króna.Elliði Vignisson, bæjarstjóri VestmannaeyjaVerkinu verið frestað síðan 2008 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir nú vera að rofa til eftir um sex ára baráttu Vestmannaeyinga við að fá betri tengingu við fastalandið. „Frá 2008, þegar áformum um smíði nýs Herjólfs var slegið á frest, höfum við barist fyrir að fá nýja ferju inn á áætlun. Við höfum haft ákveðnar áhyggjur af þessu verkefni, eyjaskeggjar. Áformað er að smíða nýtt skip með minni flutningsgetu í hverri ferð. En með því að fara fleiri ferðir mun flutningsgeta bæði á fólki og bifreiðum aukast um 70 prósent,“ segir Elliði. Nokkur vandræði hafa fylgt Landeyjahöfn síðustu ár og hefur oft og tíðum verið ófært inn í höfnina af ýmsum sökum. Hefur Herjólfur því oft þurft að sigla til Þorlákshafnar með tilheyrandi tímatapi.Tími og fé sparast Ný ferja á að geta átt auðveldar um vik með að sigla til Landeyjahafnar og því verður mikill tímasparnaður af nýrri ferju. Elliði segir hægt að sigla fleiri ferðir vegna þess að rekstrarkostnaður við nýja ferju sé mun lægri en við núverandi skip. „Við fögnum því auðvitað vel og innilega að nú sé málið komið á einhvern rekspöl. Ástandið í samgöngumálum við Vestmannaeyjar er algjörlega ótækt og illa farið með tækifærin sem fyrir eru hér í Eyjum. Einnig bendir allt til þess að nýja ferjan sem verður smíðuð spari um 400 milljónir á ári í rekstrarkostnað, samanborið við gamla Herjólf,“ segir Elliði. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir samgöngur til og frá Eyjum skipta bæði heimamenn og atvinnulífið miklu máli. „Þessi texti er kominn til af ástæðu og skiptir miklu máli að ríkisstjórnin vinni að þessu markmiði. Auðvitað á eftir að sjá hvað kemur úr útboði en samgöngur milli lands og Eyja verða að vera í lagi. Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðarlega í Eyjum og með réttu má tala um byltingu á svæðinu. Að því sögðu, og í samhengi við að við viljum dreifa ferðamönnum sem mest um landið, þá verða samgöngurnar að vera í lagi,“ segir Guðlaugur Þór.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira