Nýr Herjólfur í útboð Sveinn Arnarsson skrifar 17. desember 2014 07:45 Nýr Herjólfur mun sigla milli lands og Eyja árið 2017. vísir/stefán Vinna við kaup og smíði nýs Herjólfs á að hefjast í upphafi næsta árs samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar. Unnið verður að fjármögnun samhliða undirbúningi útboðs. Fyrirhugað er að bjóða út verkið á fyrri hluta ársins 2015. Ólöf Nordal innanríkisráðherra lagði málið fyrir ríkisstjórn í gær. Í minnisblaði ráðherra kemur fram að umtalsverður olíukostnaður sparist með því að taka í notkun nýja ferju sem gert er ráð fyrir að sigli til Landeyjahafnar árið um kring og að jafnframt lækki mjög kostnaður við dýpkun hafnarinnar. Með þessu sparast fjármunir sem falla til vegna siglinga Herjólfs til Þorlákshafnar. Reglulegar siglingar til Landeyjahafnar eru mikil samgöngubót milli lands og Eyja. Samtals er gert ráð fyrir að rekstur nýrrar ferju lækki um allt að fjögur hundruð milljónir króna.Elliði Vignisson, bæjarstjóri VestmannaeyjaVerkinu verið frestað síðan 2008 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir nú vera að rofa til eftir um sex ára baráttu Vestmannaeyinga við að fá betri tengingu við fastalandið. „Frá 2008, þegar áformum um smíði nýs Herjólfs var slegið á frest, höfum við barist fyrir að fá nýja ferju inn á áætlun. Við höfum haft ákveðnar áhyggjur af þessu verkefni, eyjaskeggjar. Áformað er að smíða nýtt skip með minni flutningsgetu í hverri ferð. En með því að fara fleiri ferðir mun flutningsgeta bæði á fólki og bifreiðum aukast um 70 prósent,“ segir Elliði. Nokkur vandræði hafa fylgt Landeyjahöfn síðustu ár og hefur oft og tíðum verið ófært inn í höfnina af ýmsum sökum. Hefur Herjólfur því oft þurft að sigla til Þorlákshafnar með tilheyrandi tímatapi.Tími og fé sparast Ný ferja á að geta átt auðveldar um vik með að sigla til Landeyjahafnar og því verður mikill tímasparnaður af nýrri ferju. Elliði segir hægt að sigla fleiri ferðir vegna þess að rekstrarkostnaður við nýja ferju sé mun lægri en við núverandi skip. „Við fögnum því auðvitað vel og innilega að nú sé málið komið á einhvern rekspöl. Ástandið í samgöngumálum við Vestmannaeyjar er algjörlega ótækt og illa farið með tækifærin sem fyrir eru hér í Eyjum. Einnig bendir allt til þess að nýja ferjan sem verður smíðuð spari um 400 milljónir á ári í rekstrarkostnað, samanborið við gamla Herjólf,“ segir Elliði. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir samgöngur til og frá Eyjum skipta bæði heimamenn og atvinnulífið miklu máli. „Þessi texti er kominn til af ástæðu og skiptir miklu máli að ríkisstjórnin vinni að þessu markmiði. Auðvitað á eftir að sjá hvað kemur úr útboði en samgöngur milli lands og Eyja verða að vera í lagi. Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðarlega í Eyjum og með réttu má tala um byltingu á svæðinu. Að því sögðu, og í samhengi við að við viljum dreifa ferðamönnum sem mest um landið, þá verða samgöngurnar að vera í lagi,“ segir Guðlaugur Þór. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Vinna við kaup og smíði nýs Herjólfs á að hefjast í upphafi næsta árs samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar. Unnið verður að fjármögnun samhliða undirbúningi útboðs. Fyrirhugað er að bjóða út verkið á fyrri hluta ársins 2015. Ólöf Nordal innanríkisráðherra lagði málið fyrir ríkisstjórn í gær. Í minnisblaði ráðherra kemur fram að umtalsverður olíukostnaður sparist með því að taka í notkun nýja ferju sem gert er ráð fyrir að sigli til Landeyjahafnar árið um kring og að jafnframt lækki mjög kostnaður við dýpkun hafnarinnar. Með þessu sparast fjármunir sem falla til vegna siglinga Herjólfs til Þorlákshafnar. Reglulegar siglingar til Landeyjahafnar eru mikil samgöngubót milli lands og Eyja. Samtals er gert ráð fyrir að rekstur nýrrar ferju lækki um allt að fjögur hundruð milljónir króna.Elliði Vignisson, bæjarstjóri VestmannaeyjaVerkinu verið frestað síðan 2008 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir nú vera að rofa til eftir um sex ára baráttu Vestmannaeyinga við að fá betri tengingu við fastalandið. „Frá 2008, þegar áformum um smíði nýs Herjólfs var slegið á frest, höfum við barist fyrir að fá nýja ferju inn á áætlun. Við höfum haft ákveðnar áhyggjur af þessu verkefni, eyjaskeggjar. Áformað er að smíða nýtt skip með minni flutningsgetu í hverri ferð. En með því að fara fleiri ferðir mun flutningsgeta bæði á fólki og bifreiðum aukast um 70 prósent,“ segir Elliði. Nokkur vandræði hafa fylgt Landeyjahöfn síðustu ár og hefur oft og tíðum verið ófært inn í höfnina af ýmsum sökum. Hefur Herjólfur því oft þurft að sigla til Þorlákshafnar með tilheyrandi tímatapi.Tími og fé sparast Ný ferja á að geta átt auðveldar um vik með að sigla til Landeyjahafnar og því verður mikill tímasparnaður af nýrri ferju. Elliði segir hægt að sigla fleiri ferðir vegna þess að rekstrarkostnaður við nýja ferju sé mun lægri en við núverandi skip. „Við fögnum því auðvitað vel og innilega að nú sé málið komið á einhvern rekspöl. Ástandið í samgöngumálum við Vestmannaeyjar er algjörlega ótækt og illa farið með tækifærin sem fyrir eru hér í Eyjum. Einnig bendir allt til þess að nýja ferjan sem verður smíðuð spari um 400 milljónir á ári í rekstrarkostnað, samanborið við gamla Herjólf,“ segir Elliði. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir samgöngur til og frá Eyjum skipta bæði heimamenn og atvinnulífið miklu máli. „Þessi texti er kominn til af ástæðu og skiptir miklu máli að ríkisstjórnin vinni að þessu markmiði. Auðvitað á eftir að sjá hvað kemur úr útboði en samgöngur milli lands og Eyja verða að vera í lagi. Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðarlega í Eyjum og með réttu má tala um byltingu á svæðinu. Að því sögðu, og í samhengi við að við viljum dreifa ferðamönnum sem mest um landið, þá verða samgöngurnar að vera í lagi,“ segir Guðlaugur Þór.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira