Tilbúin til að bjóða Albönunum vinnu á Gló Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. október 2015 14:33 Solla til vinstri og Hasan, Alketa og börnin til hægri. mynd/solla og vísir/gva „Ég veit að þetta er harðduglegt fólk og ég er tilbúin að gera ýmislegt til að aðstoða þau,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, yfirleitt kölluð Solla og kennd við Gló. Hún er tilbúin að bjóða albönsku hælisleitendunum, sem fjallað hefur verið um síðustu daga, vinnu á veitingastað sínum. Fjölskyldunni var tilkynnt fyrir skemmstu að hún fengi ekki hæli á Íslandi og yrði að öllum líkindum flutt úr landi til Albaníu á nýjan leik. Aðeins örfáum dögum áður höfðu börn þeirra hafið nám í íslenskum grunnskóla. „Þetta byrjaði eiginlega þannig að ég var að hjálpa mágkonu minni að taka til í geymslu hjá sér. Ég benti henni á að hún gæti sent dótið í Góða hirðinn,“ segir Solla. Mágkona hennar er ítölsk og hefur starfað sem ljósmyndari og hefur oft tekið myndir af fólki sem hefur farið halloka í samfélaginu. „Hún vildi endilega gefa það til flóttafólks hér á landi.“ Þær ræddu við prest innflytjenda, Toshiki Toma, sem vísaði þeim á fjölskyldu sem vantaði ýmsa hluti en það var einmitt þessi albanska fjölskylda. „Þegar ég ræddi við þau kom það upp að þau hefðu bæði starfað á veitingahúsi þannig ég sagði við þau að ég myndi aðstoða þau eftir fremsta megni.“Íslendingar geti gert miklu meira Í lok september var fjallað um mál fjölskyldunnar þar sem börn þeirra fengu ekki skólavist hér á landi. Málið vakti mikla athygli og fáum dögum síðar hófu þau nám við Laugalækjarskóla. „Fósturdóttir mín er einnig í þessum skóla og önnur dóttir Hasan og Alketu er með henni í árgangi. Um daginn var skemmtun í skólanum og þá kom hún í heimsókn til okkar og ég var svo hissa hvað þetta var lítið land. Þetta hlaut að vera teikn,“ segir Solla og hlær. „Þetta er alveg harðduglegt og fallegt fólk sem á ekki afturkvæmt til Albaníu. Þó það sé ekki stríð þar þá geta verið ýmsir aðrir hlutir sem gera það að verkum að þú verðir að yfirgefa heimili þitt,“ segir Solla. „Ég er tilbúinn að aðstoða þau með ýmislegt og ég hef klárlega vinnu fyrir þau hjá mér.“ Að mati Sollu geta Íslendingar gert talsvert meira í málefnum flóttamanna en þeir hafa gert. „Við getum einfaldlega ekki setið heima í stofu og fylgst með þessum hryllingi í beinni útsendingu og aðhafst ekkert. Við sjáum alveg hvernig er farið með fólk út í heimi.“ „Ég trúi ekki öðru en við viljum öll leggja okkar skerf til. Það er ekki hægt að bjarga öllum heiminum en margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Solla. Á vefsíðunni change.org er farin af stað undirskrifasöfnun þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar er mótmælt og skorað er á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína. Flóttamenn Tengdar fréttir Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
„Ég veit að þetta er harðduglegt fólk og ég er tilbúin að gera ýmislegt til að aðstoða þau,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, yfirleitt kölluð Solla og kennd við Gló. Hún er tilbúin að bjóða albönsku hælisleitendunum, sem fjallað hefur verið um síðustu daga, vinnu á veitingastað sínum. Fjölskyldunni var tilkynnt fyrir skemmstu að hún fengi ekki hæli á Íslandi og yrði að öllum líkindum flutt úr landi til Albaníu á nýjan leik. Aðeins örfáum dögum áður höfðu börn þeirra hafið nám í íslenskum grunnskóla. „Þetta byrjaði eiginlega þannig að ég var að hjálpa mágkonu minni að taka til í geymslu hjá sér. Ég benti henni á að hún gæti sent dótið í Góða hirðinn,“ segir Solla. Mágkona hennar er ítölsk og hefur starfað sem ljósmyndari og hefur oft tekið myndir af fólki sem hefur farið halloka í samfélaginu. „Hún vildi endilega gefa það til flóttafólks hér á landi.“ Þær ræddu við prest innflytjenda, Toshiki Toma, sem vísaði þeim á fjölskyldu sem vantaði ýmsa hluti en það var einmitt þessi albanska fjölskylda. „Þegar ég ræddi við þau kom það upp að þau hefðu bæði starfað á veitingahúsi þannig ég sagði við þau að ég myndi aðstoða þau eftir fremsta megni.“Íslendingar geti gert miklu meira Í lok september var fjallað um mál fjölskyldunnar þar sem börn þeirra fengu ekki skólavist hér á landi. Málið vakti mikla athygli og fáum dögum síðar hófu þau nám við Laugalækjarskóla. „Fósturdóttir mín er einnig í þessum skóla og önnur dóttir Hasan og Alketu er með henni í árgangi. Um daginn var skemmtun í skólanum og þá kom hún í heimsókn til okkar og ég var svo hissa hvað þetta var lítið land. Þetta hlaut að vera teikn,“ segir Solla og hlær. „Þetta er alveg harðduglegt og fallegt fólk sem á ekki afturkvæmt til Albaníu. Þó það sé ekki stríð þar þá geta verið ýmsir aðrir hlutir sem gera það að verkum að þú verðir að yfirgefa heimili þitt,“ segir Solla. „Ég er tilbúinn að aðstoða þau með ýmislegt og ég hef klárlega vinnu fyrir þau hjá mér.“ Að mati Sollu geta Íslendingar gert talsvert meira í málefnum flóttamanna en þeir hafa gert. „Við getum einfaldlega ekki setið heima í stofu og fylgst með þessum hryllingi í beinni útsendingu og aðhafst ekkert. Við sjáum alveg hvernig er farið með fólk út í heimi.“ „Ég trúi ekki öðru en við viljum öll leggja okkar skerf til. Það er ekki hægt að bjarga öllum heiminum en margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Solla. Á vefsíðunni change.org er farin af stað undirskrifasöfnun þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar er mótmælt og skorað er á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína.
Flóttamenn Tengdar fréttir Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00
Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22
Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14