„Fannst eins og ég þyrfti að segja það sem lögregla vildi heyra“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 6. október 2015 08:48 „Ég var mjög mikið þarna, fékk engin laun fyrir þetta starf og kom með hugmynd að við myndum setja upp ákveðið pottagjald. Það var ég sem byrjaði með þennan klúbb en þetta var ekki tekið í mál. Þannig að ég skellti hurðinni og fór.“ vísir/anton Hátt í þrjátíu vitni voru leidd fyrir dóm í máli ríkissaksóknara á hendur spilavítinu Poker and Play í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Gert er ráð fyrir að jafnmargir beri vitni í dag, en alls verða um eitt hundrað manns leidd fyrir dóm í málinu. Þrír eru ákærðir; tveir karlmenn og kona, grunuð um að hafa rekið ólöglegt spilavíti í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. Jafnframt eru þau ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, nýtt eða aflað sér ávinnings að fjárhæð 171 milljón króna, með því að hafa rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings komið öðrum til þátttöku í þeim, að því er segir í ákæru. Ákærðu sögðu að um áhugamannafélag hafi verið að ræða sem ekki hefði haft hagnað af fjárhættuspilinu sem þar hafi verið stundað. Vitni sem kom að stofnun félagsins vottaði fyrir það og sagði staðinn einungis hafa verið rekinn af frjálsum framlögum félagsmanna. Þá hafi allir stundað spilið af fúsum og frjálsum vilja.Ósáttur við að fá ekkert fyrir sinn snúð Vitnið sagðist hafa haldið utan um staðinn, opnað hann og lokað honum ásamt því að hafa sinnt ýmsum verkefnum og skipulagningu er tengdust spilakvöldunum. Þó hafi hann aldrei komið að fjármálum félagsins og gat því ekki svarað til um hvernig leigan hafi verið greidd. Hann hafi þó ákveðið að draga sig til hlés eftir að til ágreinings kom á milli hans og eins ákærða. „Ágreiningurinn lá í því að ég vildi gera ákveðnar breytingar á félaginu. Ég var mjög mikið þarna, fékk engin laun fyrir þetta starf og kom með hugmynd að við myndum setja upp ákveðið pottagjald. Það var ég sem byrjaði með þennan klúbb en þetta var ekki tekið í mál. Þannig að ég skellti hurðinni og fór,“ sagði vitnið. Saksóknari spurði töluvert út í svokallað pottagjald. Það er innheimt af spilurum og rennur gjaldið til spilavítisins, eða hússins eins og það er jafnan kallað. Oft er um töluverðar fjárhæðir að ræða. Vitnið fullyrti að slíkt gjald hafi aldrei verið innheimt, hann hafi einungis lagt til að það yrði gert.Úr Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.vísir/sksAldrei eins hræddur Annað vitni, félagsmaður í áhugamannaklúbbnum, sagði þó í skýrslutöku lögreglu að slíkt gjald hafi verið innheimt í skiptum fyrir aðstöðuna. Jafnframt sagði hann að starfsmenn hafi verið á svæðinu sem hafi séð um veitingar og sölu áfengis. Hann dró þann vitnisburð til baka fyrir dómi, sagðist hafa verið hræddur og fundist hann hafa þurft að segja það sem lögregla „vildi heyra“. „Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta. Ég er ekki vanur að fara í skýrslutöku, ég var mjög stressaður og fannst eins og ég þyrfti að segja það sem lögregla vildi heyra svo ég kæmist út úr þessum aðstæðum því mér leið mjög illa. Þegar maður er stressaður þá segir maður alls konar vitleysur,“ sagði hann. Pottagjaldið hafi líklega verið tekið í „gamla pókernum“ nokkrum árum áður, en ekki á umræddu tímabili.„Eflaust farið með fleipur“ Aðspurður hvers vegna hann hafi þá talið að vín hafi verið til sölu, og að starfsmenn hafi verið á svæðinu, sagði hann að hann hafi leitt líkum að því. Nú sé það honum ljóst að spilarar hafi komið með sínar eigin veitingar og bjór og að stöku sinnum hafi stúlkur á staðnum verið beðnar um að sækja veigarnar í kæli. „Þetta hefur eflaust verið einhver mistúlkun á þessum aðstæðum. Ég man ekki eftir þessu en ég hef ábyggilega litið á þetta þannig að þegar það var meiri umferð á fólki þá var fólk að sækja sér veitingar og sækja fyrir aðra. Þetta var bara vinalegur staður þar sem fólk hjálpaðist að og gerði hvort öðru greiða,“ sagði hann. „Ég er ekki viss um að ég hafi á nokkurn tímann á ævi minni verið eins hræddur. Ég var mjög stressaður og eflaust hef ég farið með eitthvert fleipur, en ég man ekki hvað ég sagði,“ sagði hann aðspurður út í framburð sinn hjá lögreglu. Sem fyrr segir verður málinu framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tengdar fréttir Fær ekki að leiða hundrað pókerspilara fyrir dóm Kröfu verjenda eins þremenninganna í Poker and play-málinu svokallaða um að leiða fram alls rúmlega hundrað vitni í málinu var í dag hafnað í Hæstarétti. 31. ágúst 2015 23:25 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Hátt í þrjátíu vitni voru leidd fyrir dóm í máli ríkissaksóknara á hendur spilavítinu Poker and Play í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Gert er ráð fyrir að jafnmargir beri vitni í dag, en alls verða um eitt hundrað manns leidd fyrir dóm í málinu. Þrír eru ákærðir; tveir karlmenn og kona, grunuð um að hafa rekið ólöglegt spilavíti í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. Jafnframt eru þau ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, nýtt eða aflað sér ávinnings að fjárhæð 171 milljón króna, með því að hafa rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings komið öðrum til þátttöku í þeim, að því er segir í ákæru. Ákærðu sögðu að um áhugamannafélag hafi verið að ræða sem ekki hefði haft hagnað af fjárhættuspilinu sem þar hafi verið stundað. Vitni sem kom að stofnun félagsins vottaði fyrir það og sagði staðinn einungis hafa verið rekinn af frjálsum framlögum félagsmanna. Þá hafi allir stundað spilið af fúsum og frjálsum vilja.Ósáttur við að fá ekkert fyrir sinn snúð Vitnið sagðist hafa haldið utan um staðinn, opnað hann og lokað honum ásamt því að hafa sinnt ýmsum verkefnum og skipulagningu er tengdust spilakvöldunum. Þó hafi hann aldrei komið að fjármálum félagsins og gat því ekki svarað til um hvernig leigan hafi verið greidd. Hann hafi þó ákveðið að draga sig til hlés eftir að til ágreinings kom á milli hans og eins ákærða. „Ágreiningurinn lá í því að ég vildi gera ákveðnar breytingar á félaginu. Ég var mjög mikið þarna, fékk engin laun fyrir þetta starf og kom með hugmynd að við myndum setja upp ákveðið pottagjald. Það var ég sem byrjaði með þennan klúbb en þetta var ekki tekið í mál. Þannig að ég skellti hurðinni og fór,“ sagði vitnið. Saksóknari spurði töluvert út í svokallað pottagjald. Það er innheimt af spilurum og rennur gjaldið til spilavítisins, eða hússins eins og það er jafnan kallað. Oft er um töluverðar fjárhæðir að ræða. Vitnið fullyrti að slíkt gjald hafi aldrei verið innheimt, hann hafi einungis lagt til að það yrði gert.Úr Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.vísir/sksAldrei eins hræddur Annað vitni, félagsmaður í áhugamannaklúbbnum, sagði þó í skýrslutöku lögreglu að slíkt gjald hafi verið innheimt í skiptum fyrir aðstöðuna. Jafnframt sagði hann að starfsmenn hafi verið á svæðinu sem hafi séð um veitingar og sölu áfengis. Hann dró þann vitnisburð til baka fyrir dómi, sagðist hafa verið hræddur og fundist hann hafa þurft að segja það sem lögregla „vildi heyra“. „Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta. Ég er ekki vanur að fara í skýrslutöku, ég var mjög stressaður og fannst eins og ég þyrfti að segja það sem lögregla vildi heyra svo ég kæmist út úr þessum aðstæðum því mér leið mjög illa. Þegar maður er stressaður þá segir maður alls konar vitleysur,“ sagði hann. Pottagjaldið hafi líklega verið tekið í „gamla pókernum“ nokkrum árum áður, en ekki á umræddu tímabili.„Eflaust farið með fleipur“ Aðspurður hvers vegna hann hafi þá talið að vín hafi verið til sölu, og að starfsmenn hafi verið á svæðinu, sagði hann að hann hafi leitt líkum að því. Nú sé það honum ljóst að spilarar hafi komið með sínar eigin veitingar og bjór og að stöku sinnum hafi stúlkur á staðnum verið beðnar um að sækja veigarnar í kæli. „Þetta hefur eflaust verið einhver mistúlkun á þessum aðstæðum. Ég man ekki eftir þessu en ég hef ábyggilega litið á þetta þannig að þegar það var meiri umferð á fólki þá var fólk að sækja sér veitingar og sækja fyrir aðra. Þetta var bara vinalegur staður þar sem fólk hjálpaðist að og gerði hvort öðru greiða,“ sagði hann. „Ég er ekki viss um að ég hafi á nokkurn tímann á ævi minni verið eins hræddur. Ég var mjög stressaður og eflaust hef ég farið með eitthvert fleipur, en ég man ekki hvað ég sagði,“ sagði hann aðspurður út í framburð sinn hjá lögreglu. Sem fyrr segir verður málinu framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Tengdar fréttir Fær ekki að leiða hundrað pókerspilara fyrir dóm Kröfu verjenda eins þremenninganna í Poker and play-málinu svokallaða um að leiða fram alls rúmlega hundrað vitni í málinu var í dag hafnað í Hæstarétti. 31. ágúst 2015 23:25 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Fær ekki að leiða hundrað pókerspilara fyrir dóm Kröfu verjenda eins þremenninganna í Poker and play-málinu svokallaða um að leiða fram alls rúmlega hundrað vitni í málinu var í dag hafnað í Hæstarétti. 31. ágúst 2015 23:25