Aron Einar: Komst á EM með Íslandi og spilaði svo með U21 árs liði Cardiff Tómas Þór Þóraðrson skrifar 7. október 2015 12:18 Aron Einar Gunnarsson verður í leikbanni gegn Lettlandi. vísir/vilhelm "Þetta er öðruvísi. Aðallega er bara ekki jafn mikil pressa og áður, en það er pressa sem við setjum sjálfir á okkur," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, við Vísi fyrir æfingu liðsins í dag um leikina tvo framundan eru hjá Íslandi gegn Lettum og Tyrkjum. Strákarnir okkar eru nú þegar komnir á EM 2016 í Frakklandi en stefna að því að vinna síðustu tvo leikina til að eiga möguleik á að vera í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppni Evrópumótsins.Sjá einnig:Gylfi Þór: Ekki hægt að setjast á rassinn og hætta að vinna fyrir liðið "Það er undir okkur komið hvernig við tæklum þetta. Þetta er spurning um sigurhefðina. Við viljum halda áfram að vinna því þá komum við í góðu skapi og á skriði inn á EM," sagði Aron Einar.Aron Einar og Gylfi Þór fagna marki.vísir/andri marinóEinn sigur gæti verið stór "Svo erum við bara allir atvinnumenn og viljum allir vinna. Ef þú vilt ekki klára undankeppnina hérna heima á sigri er eitthvað að. Maður finnur fyrir minni pressu, en ekki þeirri pressu sem við setjum á okkur sjálfir. Við erum ekki svo góðir að við getum farið að slappa af. Það kemur ekki til greina," sagði fyrirliðinn ákveðinn. Það getur verið mikilvægt fyrir íslenska liðið að vera í þriðja styrkleikaflokki og fá eina "lakari" þjóð fyrir aftan sig í riðlinum á EM. Einn sigur getur fleytt liðum ansi langt á 24 þjóða mótum þar sem 16 komast upp úr riðli. "Um leið og við mættum byrjaði Heimir að predika að við værum ekkert það góðir að við gætum slappað af og haldið þetta komi að sjálfu sér. Einn sigurleikur á EM getur skipt sköpum og því þurfum við að pæla í þessu öllu," sagði Aron Einar. "Við erum ekki saddir. Við erum enn að bæta okkur sem landslið og það þurfum við að muna. Það eru enn hlutir sem Lars og Heimir eru að vinna í."Aron Einar Gunnarsson er ekki í góðri stöðu hjá Cardiff.vísir/gettyKom manni niður á jörðina Aron verður ekki með gegn Lettum þar sem hann er í leikbanni. Annars er hann vanur að spila alla landsleiki og reyndar alla leiki með félagsliðum sínum líka. Þessi kraftmikli Akureyringur hefur verið fastamaður í byrjunarliði sinna félaga nánast frá því hann var 17 ára gamall, en svo er ekki núna. Aron hefur ekki byrjað einn leik með Cardiff í ensku B-deildinni og aðeins spilað 35 mínútur. Hann viðurkennir að það var sérstök tilfinning að mæta til Cardiff eftir gleðina í kringum leikinn við Kasakstan þar sem Ísland tryggði sér farseðilinn til Frakklands. "Þetta kom manni niður á jörðina. Ég fór úr því að koma Íslandi á lokakeppni EM í fyrsta sinn í það að spila með U21 árs liði Cardiff. Það var spes. En þetta er bara hluti af boltanum," sagði Aron Einar sem leggur þó ekki árar í bát. Ekki að nokkrum hefði dottið það í hug.vísir/gettyÞetta er bara bíó "Ég lít á þessa stöðu sem tíma fyrir mig til að bæta það sem ég þarf að bæta. Auðvitað vill maður vera í spilformi og spila alla leiki en því miður er staðan ekki þannig hjá mér núna. Ég leggst samt ekkert niður og fer að grenja og tuða." "Ég þarf að vinna mér inn sætið í liðinu aftur sem ég missti á undirbúningstímabilinu þegar ég meiddist. Ég er samt bara góður og jákvæður enn þá. Það hafa allir gengið í gegnum þetta á sínum ferli og þetta er bara eitthvað sem ég þarf að tækla." Hann segir það gott að komast úr umhverfinu hjá Cardiff eins og staðan hjá sér er núna og koma til móts við íslenska landsliðið. "Maður getur varla beðið eftir að koma í hvert sinn og taka þátt í þessu bíói sem er í gangi hérna. Þetta er bara gamanmynd," sagði Aron Einar léttur, en hvar mun hann sitja á leiknum á laugardaginn? "Ég verð með fjölskyldunni. Það verður öðruvísi en að vera á vellinum og taka þátt í leiknum. Ég held ég verði meira stressaður upp í stúku en eitthvað annað. Ég reyni bara að njóta stemningarinnar í botn upp í stúku þar sem maður fær hana beint í smettið," sagði Aron Einar Gunnarsson. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Alfreð: Reynir á það hversu miklir atvinnumenn við erum Alfreð Finnbogason segir að leikmenn íslenska landsliðins ætli sér sex stig í leikjunum tveimur sem eru framundan þrátt fyrir að sætið á EM sé í höfn. Hann vonast til þess að fá tækifæri í leikjunum en hann ræddi einnig stöðu sína hjá Olympiakos. 6. október 2015 13:45 Lagerbäck: Auðvitað sá ég Alfreð skora Landsliðsþjálfarinn reiknar með því að það verði erfitt að skora gegn þéttu varnarliði Lettlands á laugardaginn. 6. október 2015 12:35 Kári: Skemmtilegra að spila með landsliðinu en í Meistaradeildinni Kári Árnason fékk að kljást við Cristiano Ronaldo í síðustu viku en segir þó ekkert skemmtilegra en að fá að spila með íslenska landsliðinu. 6. október 2015 15:30 Hólmar: Tekur á sálina að vera alltaf í botnbaráttu Hólmar Örn Eyjólfsson var kallaður í landsliðshópinn á ný fyrir leikina gegn Lettlandi og Tyrklandi eftir frábært tímabil í herbúðum Rosenborg þar sem hann mun að öllum líkindum hampa titlinum á næstu vikum. 6. október 2015 15:00 Viðar: Hélt að ég myndi deyja í sumarhitanum í Kína Viðar Örn vonast til þess að fá tækifæri í leikjunum sem eru framundan hjá íslenska karlalandsliðinu en hann segir lífið í Kína vera öðruvísi en honum líki það vel. 6. október 2015 22:00 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjá meira
"Þetta er öðruvísi. Aðallega er bara ekki jafn mikil pressa og áður, en það er pressa sem við setjum sjálfir á okkur," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, við Vísi fyrir æfingu liðsins í dag um leikina tvo framundan eru hjá Íslandi gegn Lettum og Tyrkjum. Strákarnir okkar eru nú þegar komnir á EM 2016 í Frakklandi en stefna að því að vinna síðustu tvo leikina til að eiga möguleik á að vera í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppni Evrópumótsins.Sjá einnig:Gylfi Þór: Ekki hægt að setjast á rassinn og hætta að vinna fyrir liðið "Það er undir okkur komið hvernig við tæklum þetta. Þetta er spurning um sigurhefðina. Við viljum halda áfram að vinna því þá komum við í góðu skapi og á skriði inn á EM," sagði Aron Einar.Aron Einar og Gylfi Þór fagna marki.vísir/andri marinóEinn sigur gæti verið stór "Svo erum við bara allir atvinnumenn og viljum allir vinna. Ef þú vilt ekki klára undankeppnina hérna heima á sigri er eitthvað að. Maður finnur fyrir minni pressu, en ekki þeirri pressu sem við setjum á okkur sjálfir. Við erum ekki svo góðir að við getum farið að slappa af. Það kemur ekki til greina," sagði fyrirliðinn ákveðinn. Það getur verið mikilvægt fyrir íslenska liðið að vera í þriðja styrkleikaflokki og fá eina "lakari" þjóð fyrir aftan sig í riðlinum á EM. Einn sigur getur fleytt liðum ansi langt á 24 þjóða mótum þar sem 16 komast upp úr riðli. "Um leið og við mættum byrjaði Heimir að predika að við værum ekkert það góðir að við gætum slappað af og haldið þetta komi að sjálfu sér. Einn sigurleikur á EM getur skipt sköpum og því þurfum við að pæla í þessu öllu," sagði Aron Einar. "Við erum ekki saddir. Við erum enn að bæta okkur sem landslið og það þurfum við að muna. Það eru enn hlutir sem Lars og Heimir eru að vinna í."Aron Einar Gunnarsson er ekki í góðri stöðu hjá Cardiff.vísir/gettyKom manni niður á jörðina Aron verður ekki með gegn Lettum þar sem hann er í leikbanni. Annars er hann vanur að spila alla landsleiki og reyndar alla leiki með félagsliðum sínum líka. Þessi kraftmikli Akureyringur hefur verið fastamaður í byrjunarliði sinna félaga nánast frá því hann var 17 ára gamall, en svo er ekki núna. Aron hefur ekki byrjað einn leik með Cardiff í ensku B-deildinni og aðeins spilað 35 mínútur. Hann viðurkennir að það var sérstök tilfinning að mæta til Cardiff eftir gleðina í kringum leikinn við Kasakstan þar sem Ísland tryggði sér farseðilinn til Frakklands. "Þetta kom manni niður á jörðina. Ég fór úr því að koma Íslandi á lokakeppni EM í fyrsta sinn í það að spila með U21 árs liði Cardiff. Það var spes. En þetta er bara hluti af boltanum," sagði Aron Einar sem leggur þó ekki árar í bát. Ekki að nokkrum hefði dottið það í hug.vísir/gettyÞetta er bara bíó "Ég lít á þessa stöðu sem tíma fyrir mig til að bæta það sem ég þarf að bæta. Auðvitað vill maður vera í spilformi og spila alla leiki en því miður er staðan ekki þannig hjá mér núna. Ég leggst samt ekkert niður og fer að grenja og tuða." "Ég þarf að vinna mér inn sætið í liðinu aftur sem ég missti á undirbúningstímabilinu þegar ég meiddist. Ég er samt bara góður og jákvæður enn þá. Það hafa allir gengið í gegnum þetta á sínum ferli og þetta er bara eitthvað sem ég þarf að tækla." Hann segir það gott að komast úr umhverfinu hjá Cardiff eins og staðan hjá sér er núna og koma til móts við íslenska landsliðið. "Maður getur varla beðið eftir að koma í hvert sinn og taka þátt í þessu bíói sem er í gangi hérna. Þetta er bara gamanmynd," sagði Aron Einar léttur, en hvar mun hann sitja á leiknum á laugardaginn? "Ég verð með fjölskyldunni. Það verður öðruvísi en að vera á vellinum og taka þátt í leiknum. Ég held ég verði meira stressaður upp í stúku en eitthvað annað. Ég reyni bara að njóta stemningarinnar í botn upp í stúku þar sem maður fær hana beint í smettið," sagði Aron Einar Gunnarsson.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Alfreð: Reynir á það hversu miklir atvinnumenn við erum Alfreð Finnbogason segir að leikmenn íslenska landsliðins ætli sér sex stig í leikjunum tveimur sem eru framundan þrátt fyrir að sætið á EM sé í höfn. Hann vonast til þess að fá tækifæri í leikjunum en hann ræddi einnig stöðu sína hjá Olympiakos. 6. október 2015 13:45 Lagerbäck: Auðvitað sá ég Alfreð skora Landsliðsþjálfarinn reiknar með því að það verði erfitt að skora gegn þéttu varnarliði Lettlands á laugardaginn. 6. október 2015 12:35 Kári: Skemmtilegra að spila með landsliðinu en í Meistaradeildinni Kári Árnason fékk að kljást við Cristiano Ronaldo í síðustu viku en segir þó ekkert skemmtilegra en að fá að spila með íslenska landsliðinu. 6. október 2015 15:30 Hólmar: Tekur á sálina að vera alltaf í botnbaráttu Hólmar Örn Eyjólfsson var kallaður í landsliðshópinn á ný fyrir leikina gegn Lettlandi og Tyrklandi eftir frábært tímabil í herbúðum Rosenborg þar sem hann mun að öllum líkindum hampa titlinum á næstu vikum. 6. október 2015 15:00 Viðar: Hélt að ég myndi deyja í sumarhitanum í Kína Viðar Örn vonast til þess að fá tækifæri í leikjunum sem eru framundan hjá íslenska karlalandsliðinu en hann segir lífið í Kína vera öðruvísi en honum líki það vel. 6. október 2015 22:00 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjá meira
Alfreð: Reynir á það hversu miklir atvinnumenn við erum Alfreð Finnbogason segir að leikmenn íslenska landsliðins ætli sér sex stig í leikjunum tveimur sem eru framundan þrátt fyrir að sætið á EM sé í höfn. Hann vonast til þess að fá tækifæri í leikjunum en hann ræddi einnig stöðu sína hjá Olympiakos. 6. október 2015 13:45
Lagerbäck: Auðvitað sá ég Alfreð skora Landsliðsþjálfarinn reiknar með því að það verði erfitt að skora gegn þéttu varnarliði Lettlands á laugardaginn. 6. október 2015 12:35
Kári: Skemmtilegra að spila með landsliðinu en í Meistaradeildinni Kári Árnason fékk að kljást við Cristiano Ronaldo í síðustu viku en segir þó ekkert skemmtilegra en að fá að spila með íslenska landsliðinu. 6. október 2015 15:30
Hólmar: Tekur á sálina að vera alltaf í botnbaráttu Hólmar Örn Eyjólfsson var kallaður í landsliðshópinn á ný fyrir leikina gegn Lettlandi og Tyrklandi eftir frábært tímabil í herbúðum Rosenborg þar sem hann mun að öllum líkindum hampa titlinum á næstu vikum. 6. október 2015 15:00
Viðar: Hélt að ég myndi deyja í sumarhitanum í Kína Viðar Örn vonast til þess að fá tækifæri í leikjunum sem eru framundan hjá íslenska karlalandsliðinu en hann segir lífið í Kína vera öðruvísi en honum líki það vel. 6. október 2015 22:00