Andrés, sem er uppalinn Fylkismaður, lék alla 22 leiki liðsins í Pepsi-deildinni í sumar og skoraði í þeim tvö mörk. Fylkir endaði í 8. sæti deildarinnar.
Andrés hefur alla tíð leikið með Fylki ef frá eru talin tvö ár þar sem hann var í herbúðum Haugesund í Noregi. Hann hefur alls leikið 137 leiki með Fylki í efstu deild og skorað 13 mörk.
Andrés lék á sínum tíma 11 leiki með U-21 árs landsliðinu en hann var í liðinu sem fór á EM U-21 árs landsliða í Danmörku 2011.
