Erlent

Palestínski fáninn blaktir við Sameinuðu þjóðirnar í fyrsta sinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Palestínski fáninn var dreginn að hún við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í dag.
Palestínski fáninn var dreginn að hún við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í dag. Vísir/EPA
Palestínski fáninn var í fyrsta sinn dregin að hún við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ávarpaði í kjölfar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og varaði við því að palestínsk yfirvöld teldu sig ekki lengur bundin af friðarsamningum við Ísrael.

Abbas sagði að það hefði verið tilfinningaþrungin stund er fáninn var dreginn að hún en fyrr í mánuðinum samþykkti Allsherjarþing tillögu þess efnis að draga mætti fána Palestínu og Vatíkansins að húni við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna en þessi ríki eru svokölluð aðildarríki sem ekki eru þáttökuríki.

Í ávarpi sínu á Allsherjarþinginu varaði Abbas við því að vegna ítrekaða brota Ísraela á sáttmálum við Palestínu gætu yfirvöld í Palestínu ekki litið svo á að þau væri bundin af samningum við Ísraela.

„Svo lengi sem Ísraelar neita að koma í veg fyrir landtöku eða leysa fanga úr haldi samkvæmt samkomulagi okkar er ekki hægt að ætlast til þess að við séum þeir einu sem hlýti skilmálum samkomulags okkar,“ sagði Abbas.

Frá því að skrifað var undir Oslóar-samkomulagið árið 1993 hefur lítill árangur náðst í friðarviðræðum á milli ríkjanna. Síðustu viðræður fóru fram árið 2014 án árangurs.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×