Fótbolti

Ronaldo jafnaði markamet Raul í kvöld | Sjáðu markið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Cristiano Ronaldo skoraði ekki aðeins mark númer 500 á ferlinum í kvöld heldur skoraði hann mörk númer 322 og 323 í treyju Real Madrid.

Með seinna markinu jafnaði hann markamet goðsagnarinna Raul Gonzales sem lék með félaginu í sextán ár.

Stórmerkilegur árangur og í raun er þetta galið ef litið er til þess að hann er aðeins að hefja sitt sjöunda tímabil í herbúðum Real Madrid.

Ronaldo hefur alls leikið 308 leiki í treyju Real Madrid og skorað í þeim 323 mörk en gera má ráð fyrir að hann verði markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins innan skamms.

Myndband af markinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hann skaust fram fyrir Kára Árnason og stýrði boltanum í netið af stuttu færi í markinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×