Erlent

Her Búrkína Fasó setur leiðtoga uppreisnarmanna úrslitakosti

Atli Ísleifsson skrifar
Fjölmargir hafa fordæmt valdaránið og hefur Afríkusambandið vísað landinu úr sambandinu.
Fjölmargir hafa fordæmt valdaránið og hefur Afríkusambandið vísað landinu úr sambandinu. Vísir/AFP
Her Afríkuríkisins Búrkína Fasó hefur sett leiðtoga uppreisnarmanna í landinu úrslitakosti um að annað hvort gefast upp eða þá að ráðist verði gegn honum og öðrum í lífvarðasveit forsetans. Her landsins hefur nú komist til höfuðborgarinnar Ouagadougou.

Í frétt BBC segir að viðræður séu hafnar milli herforingja og háttsettra í lífvarðasveit forsetans til að komast megi hjá blóðsúthellingum.

Hershöfðinginn Gilbert Diendere tók völdin í landinu í síðustu viku eftir að hafa gagnrýnt áætlanir um að láta lífvarðasveit forsetans sameinast her landsins. Hann hefur þegar sleppt forseta og forsætisráðherra landsins úr haldi.

Fjölmargir hafa fordæmt valdaránið og hefur Afríkusambandið vísað landinu úr sambandinu.

Diendere hefur áður sagst munu stíga til hliðar ef leiðtogar nágrannaríkja, sem funda nú í Nígeríu, lýsa yfir stuðningi við friðaráætlun sem felur meðal annars í sér að Diendere og öðrum þeim sem standa fyrir valdaráðninu verði veitt sakaruppgjöf.


Tengdar fréttir

Búrkína Fasó vísað úr Afríkuráðinu

Herforingjar framkvæmdu valdarán í Búrkína Fasó á miðvikudaginn síðastliðinn. Herforingjastjórnin segist tilbúin til viðræðna til að sætta deiluaðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×