Tekist á í ráðhúsinu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 23. september 2015 07:00 Samþykkt var tillaga um að draga til baka samþykkt um sniðgöngu frá því í síðustu viku á aukafundi borgarstjórnar í gær. Vísir/Vilhelm Á aukafundi í borgarstjórn í gær í ráðhúsi Reykjavíkur var tekist á um skaða vegna samþykktar borgarráðs um sniðgöngu á ísraelskum vörum, hvort samþykktin hefði falið í sér lögbrot eða ekki og næstu skref. Borgarfulltrúum var mörgum heitt í hamsi. Þá var fjölmennt á áhorfendapöllum. Þar skiptist fólk í fylkingar og mátti sjá fólk með ísraelska fána og svo aðra með palestínska fána og spjöld þar sem minnt var á mannréttindi Palestínumanna.Fundurinn var haldinn að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Aðeins tvö mál voru á dagskrá fundarins; tvær samhljóðar tillögur um að draga til baka samþykkt borgarstjórnar frá því í seinustu viku um að sniðganga ísraelskar vörur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ítrekaði að ákvörðunin hafi ekki verið nægilega undirbúin en tók einnig fram að með því að draga tillöguna til baka sé ekki verið að senda þau skilaboð að Reykjavík standi ekki með mannréttindum. Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar minnti á innihald tillögunnar, að standa með mannréttindum Palestínumanna á hernumdum svæðum. Hún væri viss um þörfina hún væri enn vissari eftir atburði síðustu viku og þau hörðu viðbrögð sem samþykktin hefur vakið. „Við erum í alþjóðlegu samhengi rasistar. Ykkur er sama um það,“ sagði Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ræðu sinni og sagði borgarfulltrúum meirihlutans standa á sama um afleiðingar ákvörðunar í síðustu viku. „Heimurinn hættir ekki að snúast, við munum halda áfram að bera fram tillögur,“ sagði S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og ítrekaði tvisvar sinnum við Áslaugu að honum stæði ekki á sama. Svo fór eins og lagt var upp með að tillögurnar sem voru til umfjöllunar voru samþykktar með fimmtán atkvæðum. Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Á aukafundi í borgarstjórn í gær í ráðhúsi Reykjavíkur var tekist á um skaða vegna samþykktar borgarráðs um sniðgöngu á ísraelskum vörum, hvort samþykktin hefði falið í sér lögbrot eða ekki og næstu skref. Borgarfulltrúum var mörgum heitt í hamsi. Þá var fjölmennt á áhorfendapöllum. Þar skiptist fólk í fylkingar og mátti sjá fólk með ísraelska fána og svo aðra með palestínska fána og spjöld þar sem minnt var á mannréttindi Palestínumanna.Fundurinn var haldinn að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Aðeins tvö mál voru á dagskrá fundarins; tvær samhljóðar tillögur um að draga til baka samþykkt borgarstjórnar frá því í seinustu viku um að sniðganga ísraelskar vörur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ítrekaði að ákvörðunin hafi ekki verið nægilega undirbúin en tók einnig fram að með því að draga tillöguna til baka sé ekki verið að senda þau skilaboð að Reykjavík standi ekki með mannréttindum. Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar minnti á innihald tillögunnar, að standa með mannréttindum Palestínumanna á hernumdum svæðum. Hún væri viss um þörfina hún væri enn vissari eftir atburði síðustu viku og þau hörðu viðbrögð sem samþykktin hefur vakið. „Við erum í alþjóðlegu samhengi rasistar. Ykkur er sama um það,“ sagði Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ræðu sinni og sagði borgarfulltrúum meirihlutans standa á sama um afleiðingar ákvörðunar í síðustu viku. „Heimurinn hættir ekki að snúast, við munum halda áfram að bera fram tillögur,“ sagði S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og ítrekaði tvisvar sinnum við Áslaugu að honum stæði ekki á sama. Svo fór eins og lagt var upp með að tillögurnar sem voru til umfjöllunar voru samþykktar með fimmtán atkvæðum.
Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum