Allegri: Ég er ekki reiður heldur svekktur Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 10:00 Leikmenn Frosinone fögnuðu jöfnunarmarkinu og jafnteflinu eins og heimsmeistarar. vísir/getty Massimiliano Allegri, þjálfara Juventus, var ekki skemmt yfir úrslitum sinna manna í gær, en Ítalíumeistararnir gerðu 1-1 jafntefli við smáliðið Frosinone í fimmtu umferð Seríu A. Juventus byrjar nýtt tímabil hræðilega, en það tapaði fyrstu tveimur leikjunum og gerði svo jafntefli áður en það innbyrti loks sigur gegn Genoa um síðustu helgi. Meistararnir fengu svo kjörið tækifæri til að vinna annan sigurinn í röð þegar nýliðar Frosnione, sem eru að spila í Seríu A í fyrsta sinn í sögu félagsins, mættu í heimsókn. Frosinone var búið að tapa öllum fjórum leikjum sínum í deildinni fyrir gærkvöldið og aðeins búið að skora eitt mark. Það var eftir sjö mínútur í fyrsta leik. Juventus var miklu betra liðið í gær en nýtti aðeins eitt færi. Í raun fékk Juventus mikla hjálp við að skora því Leonardo Blanchard, miðvörður Frosinone, stýrði skoti Simone Zaza í netið á 50. mínútu. Það var svo í uppbótartíma sem Juventus var refsað fyrir að nýta ekki færin þegar Blanchard bætti upp fyrir mistökin með fallegu skallamarki eftir horn, 1-1. Fyrsta stig Frosinone í sögunni í Seríu A og það fékkst á heimavelli meistaranna. „Er ég reiður? Nei. Ég er bara svekktur,“ sagði draugfúll Allegri við blaðamenn eftir leikinn í gærkvöldi. „Það var bara við hæfi að við fengum á okkur mark eftir horn undir lokin því við réðum ekkert við atburðarásina og gáfum þeim færi á að jafna leikinn.“ „Við erum alltaf að reyna að gera eitthvað voða flott í staðinn fyrir að stýra bara spilinu. Fyrir það gjöldum við með mörgum stigum. Því miður er staðan þannig núna að við getum unnið alla og tapað fyrir öllum,“ sagði Massimiliano Allegri. Ítalski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Massimiliano Allegri, þjálfara Juventus, var ekki skemmt yfir úrslitum sinna manna í gær, en Ítalíumeistararnir gerðu 1-1 jafntefli við smáliðið Frosinone í fimmtu umferð Seríu A. Juventus byrjar nýtt tímabil hræðilega, en það tapaði fyrstu tveimur leikjunum og gerði svo jafntefli áður en það innbyrti loks sigur gegn Genoa um síðustu helgi. Meistararnir fengu svo kjörið tækifæri til að vinna annan sigurinn í röð þegar nýliðar Frosnione, sem eru að spila í Seríu A í fyrsta sinn í sögu félagsins, mættu í heimsókn. Frosinone var búið að tapa öllum fjórum leikjum sínum í deildinni fyrir gærkvöldið og aðeins búið að skora eitt mark. Það var eftir sjö mínútur í fyrsta leik. Juventus var miklu betra liðið í gær en nýtti aðeins eitt færi. Í raun fékk Juventus mikla hjálp við að skora því Leonardo Blanchard, miðvörður Frosinone, stýrði skoti Simone Zaza í netið á 50. mínútu. Það var svo í uppbótartíma sem Juventus var refsað fyrir að nýta ekki færin þegar Blanchard bætti upp fyrir mistökin með fallegu skallamarki eftir horn, 1-1. Fyrsta stig Frosinone í sögunni í Seríu A og það fékkst á heimavelli meistaranna. „Er ég reiður? Nei. Ég er bara svekktur,“ sagði draugfúll Allegri við blaðamenn eftir leikinn í gærkvöldi. „Það var bara við hæfi að við fengum á okkur mark eftir horn undir lokin því við réðum ekkert við atburðarásina og gáfum þeim færi á að jafna leikinn.“ „Við erum alltaf að reyna að gera eitthvað voða flott í staðinn fyrir að stýra bara spilinu. Fyrir það gjöldum við með mörgum stigum. Því miður er staðan þannig núna að við getum unnið alla og tapað fyrir öllum,“ sagði Massimiliano Allegri.
Ítalski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira