Borgarstjóri München segir borgina ekki geta tekið við fleiri flóttamönnum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 13. september 2015 14:33 Tíu þúsund manns komu til borgarinnar í gær. Vísir/EPA Borgarstjóri München, þriðju stærstu borgar Þýskalands, segist ekki geta tekið á móti fleiri flóttamönnum. Tíu þúsund komu til borgarinnar í gær. Alls hafa sextíu þúsund flóttamenn lagt leið sína þangað frá því í lok ágúst. Tíu þúsund flóttamenn komu til München í gær og borgarstjórinn Dieter Reiter segist ekki hafa pláss fyrir fleira fólk. Mörg hundruð flóttamenn sofa á gólfi aðaljárnbrautarstöðvarinnar eftir að hafa komið með lest frá Austurríki til München. Yfirvöld eru að undirbúa að slá upp tjaldbúðum til að taka við flóttamönnum og Ólympíuleikvangurinn hefur einnig verið lagður undir. Þá hefur mætt mikið á bæjarstarfsmönnum og hjálparsamtökum sem útdeila mat og lyfjum til fólks. Borgin er þriðja stærsta borg Þýskalands og hefur tekið við sextíu þúsund flóttamönnum og innflytjendum frá mánaðamótum, en flestir þeirra koma frá Austurríki og Ungverjalandi. Búist er við að fjörutíu þúsund flóttamenn komi til Þýskalands um helgina en þýsk stjórnvöld hafa gefið út að búist sé við að um 800 þúsund sæki um hæli í Þýskalandi á þessu ári. Þýskaland er vinsæll áfangastaður flóttamanna frá Sýrlandi eftir að þýsk stjórnvöld gáfu það út í ágúst að tekið yrði á móti sýrlenskum flóttamönnum, líka þeim sem mætti senda til baka til fyrsta áfangastaðar þeirra í Evrópu eins og Dyflinnarreglugerðin gerir ráð fyrir. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur hvað eftir annað biðlað til nágrannaþjóðanna um að hlaupast ekki undan ábyrgð. Ekkert bendir til þess að það dragi úr straumi flóttamanna. Á morgun hittast dómsmála- og innanríkisráðherrar Evrópusambandslandanna til að ræða hvernig skipta megi niður um fjörutíu þúsund flóttamönnum. Strax í kjölfarið verður rætt hvað gera eigi við hundrað þúsund til viðbótar. Ljóst er að lönd Austur-Evrópu eru ekki tilbúin til að taka við þeim og Þjóðverjar búast við að þúsundir haldi áfram að streyma til Þýskalands frá Ungverjalandi og Serbíu. Yfirvöld í Ungverjalandi hafa viljað loka landamærunum til að halda flóttamönnum í skefjum og kanslari Austurríkis líkti stefnu þeirra í gær við meðferð nasista í Þýskalandi á Gyðingum. Tengdar fréttir Áætla að 8000 flóttamenn hafi komið til Þýskalands á síðustu 12 tímum Flestir vilja fara til Þýskalands en ríkisstjórn Angelu Merkel hefur lýst því yfir að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna. 6. september 2015 09:41 Þjóðverjar búa sig undir komu 40 þúsund flóttamanna næstu tvo daga Þrjú þúsund og sex hundruð flóttamenn mættu til Munchen í morgun. 12. september 2015 16:42 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Borgarstjóri München, þriðju stærstu borgar Þýskalands, segist ekki geta tekið á móti fleiri flóttamönnum. Tíu þúsund komu til borgarinnar í gær. Alls hafa sextíu þúsund flóttamenn lagt leið sína þangað frá því í lok ágúst. Tíu þúsund flóttamenn komu til München í gær og borgarstjórinn Dieter Reiter segist ekki hafa pláss fyrir fleira fólk. Mörg hundruð flóttamenn sofa á gólfi aðaljárnbrautarstöðvarinnar eftir að hafa komið með lest frá Austurríki til München. Yfirvöld eru að undirbúa að slá upp tjaldbúðum til að taka við flóttamönnum og Ólympíuleikvangurinn hefur einnig verið lagður undir. Þá hefur mætt mikið á bæjarstarfsmönnum og hjálparsamtökum sem útdeila mat og lyfjum til fólks. Borgin er þriðja stærsta borg Þýskalands og hefur tekið við sextíu þúsund flóttamönnum og innflytjendum frá mánaðamótum, en flestir þeirra koma frá Austurríki og Ungverjalandi. Búist er við að fjörutíu þúsund flóttamenn komi til Þýskalands um helgina en þýsk stjórnvöld hafa gefið út að búist sé við að um 800 þúsund sæki um hæli í Þýskalandi á þessu ári. Þýskaland er vinsæll áfangastaður flóttamanna frá Sýrlandi eftir að þýsk stjórnvöld gáfu það út í ágúst að tekið yrði á móti sýrlenskum flóttamönnum, líka þeim sem mætti senda til baka til fyrsta áfangastaðar þeirra í Evrópu eins og Dyflinnarreglugerðin gerir ráð fyrir. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur hvað eftir annað biðlað til nágrannaþjóðanna um að hlaupast ekki undan ábyrgð. Ekkert bendir til þess að það dragi úr straumi flóttamanna. Á morgun hittast dómsmála- og innanríkisráðherrar Evrópusambandslandanna til að ræða hvernig skipta megi niður um fjörutíu þúsund flóttamönnum. Strax í kjölfarið verður rætt hvað gera eigi við hundrað þúsund til viðbótar. Ljóst er að lönd Austur-Evrópu eru ekki tilbúin til að taka við þeim og Þjóðverjar búast við að þúsundir haldi áfram að streyma til Þýskalands frá Ungverjalandi og Serbíu. Yfirvöld í Ungverjalandi hafa viljað loka landamærunum til að halda flóttamönnum í skefjum og kanslari Austurríkis líkti stefnu þeirra í gær við meðferð nasista í Þýskalandi á Gyðingum.
Tengdar fréttir Áætla að 8000 flóttamenn hafi komið til Þýskalands á síðustu 12 tímum Flestir vilja fara til Þýskalands en ríkisstjórn Angelu Merkel hefur lýst því yfir að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna. 6. september 2015 09:41 Þjóðverjar búa sig undir komu 40 þúsund flóttamanna næstu tvo daga Þrjú þúsund og sex hundruð flóttamenn mættu til Munchen í morgun. 12. september 2015 16:42 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Áætla að 8000 flóttamenn hafi komið til Þýskalands á síðustu 12 tímum Flestir vilja fara til Þýskalands en ríkisstjórn Angelu Merkel hefur lýst því yfir að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna. 6. september 2015 09:41
Þjóðverjar búa sig undir komu 40 þúsund flóttamanna næstu tvo daga Þrjú þúsund og sex hundruð flóttamenn mættu til Munchen í morgun. 12. september 2015 16:42
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent