Sextán ára stúlka dæmd í níu ára fangelsi fyrir að myrða móður sína Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2015 14:01 Lisa Bosch og Tine Rømer Holtegaard. Mynd/BT Dómstóll í Danmörku dæmdi í gær sextán ára stúlku í níu ára fangelsi og 29 ára vin hennar í þrettán ára fangelsi fyrir morð á móður stúlkunnar.Í frétt TV2 segir að hin fertuga Tine Rømer Holtegaard hafi látist af völdum sára sem hún hlaut vegna hnífstungna þar sem hún lá sofandi í rúmi á heimili sínu í Kvissel á Norður-Jótlandi í október á síðasta ári. Dóttirin Lisa Borch og hinn 29 ára Bakhtiar Mohammed Abdullah væru dæmd sek í síðustu viku, en greint var frá ákvörðun refsingar í gær. Abdullah, sem er írakskur ríkisborgari, verður jafnframt vísað úr landi þegar hann er búinn að afplána dóm sinn.Danska blaðið BT ræddi við eiginmann hinnar látnu og stjúpföður Lisu, Jens Holtegaard, eftir að dómur féll í gær. Hann segir að Lisa hafi lent í slæmum félagsskap og umturnast mánuðina fyrir morðið eftir að hafa hafið störf á veitingastað í Frederikshavn þar sem hún hafi meðal annars kynnst Abdullah. Þá lýsir hann henni sér sérstaklega undirförulli og gjörólíkri tvíburasystur sinni sem einnig bjó á heimilinu.Lisa hringdi sjálf á lögreglu og tilkynnti að hún hafi komið að móður sinni útaðtaðri í blóði. Hún var ein í húsinu þegar lögregla mætti á vettvang en var handtekin nokkru síðar eftir að lögregla fann engin merki þess að brotist hafi verið inn í húsið. Þá þótti hegðun hennar grunsamleg og lýstu bæði lögreglumenn og sjúkralið því að hún hafi verið bæði róleg og köld í fasi. Nokkrum klukkustundum síðar var Abdullah handtekinn vegna gruns um aðild að morðinu. Í yfirheyrslum skiptust þau Lisa og Abdullah á að saka hvort annað um að hafa borið ábyrgð á dauða Tinu. Í dómnum segir að blóð úr Tinu hafi fundist í fötum Abdullah og upplýsingar úr síma Lisu sýndu fram á að hún hafi hringt í leigubíl fyrir Abdullah og í fleiri vini sína, áður en hún hringdi í neyðarlínuna. Þá þykir ljóst að Lisa hafi ekki veitt móður sinni fyrstu hjálp líkt og starfsmaður Neyðarlínunnar skipaði henni að gera. Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Sjá meira
Dómstóll í Danmörku dæmdi í gær sextán ára stúlku í níu ára fangelsi og 29 ára vin hennar í þrettán ára fangelsi fyrir morð á móður stúlkunnar.Í frétt TV2 segir að hin fertuga Tine Rømer Holtegaard hafi látist af völdum sára sem hún hlaut vegna hnífstungna þar sem hún lá sofandi í rúmi á heimili sínu í Kvissel á Norður-Jótlandi í október á síðasta ári. Dóttirin Lisa Borch og hinn 29 ára Bakhtiar Mohammed Abdullah væru dæmd sek í síðustu viku, en greint var frá ákvörðun refsingar í gær. Abdullah, sem er írakskur ríkisborgari, verður jafnframt vísað úr landi þegar hann er búinn að afplána dóm sinn.Danska blaðið BT ræddi við eiginmann hinnar látnu og stjúpföður Lisu, Jens Holtegaard, eftir að dómur féll í gær. Hann segir að Lisa hafi lent í slæmum félagsskap og umturnast mánuðina fyrir morðið eftir að hafa hafið störf á veitingastað í Frederikshavn þar sem hún hafi meðal annars kynnst Abdullah. Þá lýsir hann henni sér sérstaklega undirförulli og gjörólíkri tvíburasystur sinni sem einnig bjó á heimilinu.Lisa hringdi sjálf á lögreglu og tilkynnti að hún hafi komið að móður sinni útaðtaðri í blóði. Hún var ein í húsinu þegar lögregla mætti á vettvang en var handtekin nokkru síðar eftir að lögregla fann engin merki þess að brotist hafi verið inn í húsið. Þá þótti hegðun hennar grunsamleg og lýstu bæði lögreglumenn og sjúkralið því að hún hafi verið bæði róleg og köld í fasi. Nokkrum klukkustundum síðar var Abdullah handtekinn vegna gruns um aðild að morðinu. Í yfirheyrslum skiptust þau Lisa og Abdullah á að saka hvort annað um að hafa borið ábyrgð á dauða Tinu. Í dómnum segir að blóð úr Tinu hafi fundist í fötum Abdullah og upplýsingar úr síma Lisu sýndu fram á að hún hafi hringt í leigubíl fyrir Abdullah og í fleiri vini sína, áður en hún hringdi í neyðarlínuna. Þá þykir ljóst að Lisa hafi ekki veitt móður sinni fyrstu hjálp líkt og starfsmaður Neyðarlínunnar skipaði henni að gera.
Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Sjá meira