Segir fráleitt að blanda gyðingahatri inn í umræðuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2015 12:08 Björk Vilhelmsdóttir segist nú vera frjáls. vísir/vilhelm Björk Vilhelmsdóttir sat eins og kunnugt er sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær. Hún segir að sér hafi fundist mjög skemmtilegt að fá mótatkvæði við lausnarbeiðninni frá Áslaugu Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og vinkonu Bjarkar í velferðarmálum eins og borgarfulltrúinn fyrrverandi orðar það sjálf. „Ég er bara frjáls, mér finnst þetta bara mjög skemmtilegt og ég finn að ég er svo sátt við þessa ákvörðun. Eins og ég er þekkt fyrir að vera viðkvæm að þá var ég ekki viðkvæm í gær.“„Eigum að standa með fólki fyrir utan bæjarmörkin“ Tillaga Bjarkar um innkaupabann Reykjavíkur á vörum frá Ísrael var samþykkt í gær. Hún segist ánægð með að tillagan hafi fengið hljómgrunn innan borgarstjórnar. „Ég held að við eigum að standa með fólki fyrir utan bæjarmörkin og Reykjavíkurborg getur verið ákveðin fyrirmynd í þeim efnum. Eins og ég sagði í ræðu í gær þá opnaði fyrrverandi borgarstjóri, Jón Gnarr, svolítið á það að við gætum stundum hugsað út fyrir þetta hefðbundna hlutverk borgarinnar.“ Hún segist ekki sammála þeirri bókun sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram um að hún hefði átt að koma með tillögu í velferðarmálum á sínum seinasta fundi þar sem henni hafi ekki fundist hún geta skuldbundið aðra til að fylgja tillögunni eftir.Ekki beint gegn Ísraelum heldur stjórnvöldum í Ísrael Samþykkt tillögunnar hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð og hafa sumir sagt hana sýna að borgarstjórn hati gyðinga. Björk segir slík viðbrögð koma sér á óvart en þau sýni að fólk hafi ekki hlustað á um hvað tillagan snýst. Fráleitt sé að blanda gyðingahatri inn í umræðuna. „Ég tók það sérstaklega fram í ræðu minni að ég hef ekkert á móti gyðingum og hvað þá gyðingatrú. Þessu er heldur ekki beint gegn Ísraelum heldur gegn þeim stjórnvöldum sem ríkja í Ísrael núna og viðhalda aðskilnaðarstefnu á grundvelli kynþáttar og uppruna. Það er algjörlega í andstöðu við alla mannréttindasáttmála heimsins, og Reykjavíkurborgar þar með.“ Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51 Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. 15. september 2015 17:30 Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Björk Vilhelmsdóttir sat eins og kunnugt er sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær. Hún segir að sér hafi fundist mjög skemmtilegt að fá mótatkvæði við lausnarbeiðninni frá Áslaugu Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og vinkonu Bjarkar í velferðarmálum eins og borgarfulltrúinn fyrrverandi orðar það sjálf. „Ég er bara frjáls, mér finnst þetta bara mjög skemmtilegt og ég finn að ég er svo sátt við þessa ákvörðun. Eins og ég er þekkt fyrir að vera viðkvæm að þá var ég ekki viðkvæm í gær.“„Eigum að standa með fólki fyrir utan bæjarmörkin“ Tillaga Bjarkar um innkaupabann Reykjavíkur á vörum frá Ísrael var samþykkt í gær. Hún segist ánægð með að tillagan hafi fengið hljómgrunn innan borgarstjórnar. „Ég held að við eigum að standa með fólki fyrir utan bæjarmörkin og Reykjavíkurborg getur verið ákveðin fyrirmynd í þeim efnum. Eins og ég sagði í ræðu í gær þá opnaði fyrrverandi borgarstjóri, Jón Gnarr, svolítið á það að við gætum stundum hugsað út fyrir þetta hefðbundna hlutverk borgarinnar.“ Hún segist ekki sammála þeirri bókun sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram um að hún hefði átt að koma með tillögu í velferðarmálum á sínum seinasta fundi þar sem henni hafi ekki fundist hún geta skuldbundið aðra til að fylgja tillögunni eftir.Ekki beint gegn Ísraelum heldur stjórnvöldum í Ísrael Samþykkt tillögunnar hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð og hafa sumir sagt hana sýna að borgarstjórn hati gyðinga. Björk segir slík viðbrögð koma sér á óvart en þau sýni að fólk hafi ekki hlustað á um hvað tillagan snýst. Fráleitt sé að blanda gyðingahatri inn í umræðuna. „Ég tók það sérstaklega fram í ræðu minni að ég hef ekkert á móti gyðingum og hvað þá gyðingatrú. Þessu er heldur ekki beint gegn Ísraelum heldur gegn þeim stjórnvöldum sem ríkja í Ísrael núna og viðhalda aðskilnaðarstefnu á grundvelli kynþáttar og uppruna. Það er algjörlega í andstöðu við alla mannréttindasáttmála heimsins, og Reykjavíkurborgar þar með.“
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51 Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. 15. september 2015 17:30 Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51
Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. 15. september 2015 17:30
Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24
Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00