Segir fráleitt að blanda gyðingahatri inn í umræðuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2015 12:08 Björk Vilhelmsdóttir segist nú vera frjáls. vísir/vilhelm Björk Vilhelmsdóttir sat eins og kunnugt er sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær. Hún segir að sér hafi fundist mjög skemmtilegt að fá mótatkvæði við lausnarbeiðninni frá Áslaugu Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og vinkonu Bjarkar í velferðarmálum eins og borgarfulltrúinn fyrrverandi orðar það sjálf. „Ég er bara frjáls, mér finnst þetta bara mjög skemmtilegt og ég finn að ég er svo sátt við þessa ákvörðun. Eins og ég er þekkt fyrir að vera viðkvæm að þá var ég ekki viðkvæm í gær.“„Eigum að standa með fólki fyrir utan bæjarmörkin“ Tillaga Bjarkar um innkaupabann Reykjavíkur á vörum frá Ísrael var samþykkt í gær. Hún segist ánægð með að tillagan hafi fengið hljómgrunn innan borgarstjórnar. „Ég held að við eigum að standa með fólki fyrir utan bæjarmörkin og Reykjavíkurborg getur verið ákveðin fyrirmynd í þeim efnum. Eins og ég sagði í ræðu í gær þá opnaði fyrrverandi borgarstjóri, Jón Gnarr, svolítið á það að við gætum stundum hugsað út fyrir þetta hefðbundna hlutverk borgarinnar.“ Hún segist ekki sammála þeirri bókun sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram um að hún hefði átt að koma með tillögu í velferðarmálum á sínum seinasta fundi þar sem henni hafi ekki fundist hún geta skuldbundið aðra til að fylgja tillögunni eftir.Ekki beint gegn Ísraelum heldur stjórnvöldum í Ísrael Samþykkt tillögunnar hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð og hafa sumir sagt hana sýna að borgarstjórn hati gyðinga. Björk segir slík viðbrögð koma sér á óvart en þau sýni að fólk hafi ekki hlustað á um hvað tillagan snýst. Fráleitt sé að blanda gyðingahatri inn í umræðuna. „Ég tók það sérstaklega fram í ræðu minni að ég hef ekkert á móti gyðingum og hvað þá gyðingatrú. Þessu er heldur ekki beint gegn Ísraelum heldur gegn þeim stjórnvöldum sem ríkja í Ísrael núna og viðhalda aðskilnaðarstefnu á grundvelli kynþáttar og uppruna. Það er algjörlega í andstöðu við alla mannréttindasáttmála heimsins, og Reykjavíkurborgar þar með.“ Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51 Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. 15. september 2015 17:30 Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Björk Vilhelmsdóttir sat eins og kunnugt er sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær. Hún segir að sér hafi fundist mjög skemmtilegt að fá mótatkvæði við lausnarbeiðninni frá Áslaugu Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og vinkonu Bjarkar í velferðarmálum eins og borgarfulltrúinn fyrrverandi orðar það sjálf. „Ég er bara frjáls, mér finnst þetta bara mjög skemmtilegt og ég finn að ég er svo sátt við þessa ákvörðun. Eins og ég er þekkt fyrir að vera viðkvæm að þá var ég ekki viðkvæm í gær.“„Eigum að standa með fólki fyrir utan bæjarmörkin“ Tillaga Bjarkar um innkaupabann Reykjavíkur á vörum frá Ísrael var samþykkt í gær. Hún segist ánægð með að tillagan hafi fengið hljómgrunn innan borgarstjórnar. „Ég held að við eigum að standa með fólki fyrir utan bæjarmörkin og Reykjavíkurborg getur verið ákveðin fyrirmynd í þeim efnum. Eins og ég sagði í ræðu í gær þá opnaði fyrrverandi borgarstjóri, Jón Gnarr, svolítið á það að við gætum stundum hugsað út fyrir þetta hefðbundna hlutverk borgarinnar.“ Hún segist ekki sammála þeirri bókun sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram um að hún hefði átt að koma með tillögu í velferðarmálum á sínum seinasta fundi þar sem henni hafi ekki fundist hún geta skuldbundið aðra til að fylgja tillögunni eftir.Ekki beint gegn Ísraelum heldur stjórnvöldum í Ísrael Samþykkt tillögunnar hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð og hafa sumir sagt hana sýna að borgarstjórn hati gyðinga. Björk segir slík viðbrögð koma sér á óvart en þau sýni að fólk hafi ekki hlustað á um hvað tillagan snýst. Fráleitt sé að blanda gyðingahatri inn í umræðuna. „Ég tók það sérstaklega fram í ræðu minni að ég hef ekkert á móti gyðingum og hvað þá gyðingatrú. Þessu er heldur ekki beint gegn Ísraelum heldur gegn þeim stjórnvöldum sem ríkja í Ísrael núna og viðhalda aðskilnaðarstefnu á grundvelli kynþáttar og uppruna. Það er algjörlega í andstöðu við alla mannréttindasáttmála heimsins, og Reykjavíkurborgar þar með.“
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51 Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. 15. september 2015 17:30 Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51
Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. 15. september 2015 17:30
Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24
Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00